Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAG- INN 14. október var gefin út hand- tökuskipun á hendur fjórum mönnum sem hafa sótt um hæli á Íslandi. Þrír hafa verið handteknir, en sá fjórði hafði ekki komið í leitirnar þeg- ar þetta er skrifað. Meðferðin á hæl- isleitendum og óréttlætið sem þeir eru beittir ætti að vera næg ástæða til að hrista upp í hverjum manni, en fólk virðist af ein- hverjum ástæðum eiga auðveldar með að hafa réttlætiskennd á meðan það horfir á einhverja stríðshörmungamyndina frá Hollywood en í tilfelli fólks af holdi og blóði í þeirra næsta ná- grenni. Kannski er ein af ástæð- um þess sú að stjórnvöld vilja sveipa mál þessa fólks ópersónu- legum huliðshjúp sem erfitt er að komast í gegnum. Velviljuðum einstaklingum hefur þó af ein- skærri einurð tekist að nálgast hælisleitendur, ferðast til Reykjanesbæjar og kynnst þeim persónulega. Nánast allir sem til þekkja eru þeirrar skoðunar að aðbúnaði, aðstoð og fræðslu sé stórlega ábótavant. Í fyrsta lagi hafa mikilvæg gögn ítrekað verið birt hælisleit- endum einungis á íslensku þrátt fyrir að stjórnvöldum eigi að vera fullljóst að það sé réttur hvers manns að fá opinberar tilkynn- ingar á sínu eigin máli, eða öðru máli sem manneskjan skilur ef þess er ekki kostur. Í öðru lagi er ekki annað hægt að sjá en að gróft mannréttinda- brot eigi sér stað æ ofan í æ þeg- ar hælisleitendur eru handteknir með litlum eða engum fyrirvara og þeir fluttir nauðungarflutn- ingum úr landi nær þegar í stað, annað hvort sama dag eða þann næsta. Þar með er réttur fólks til að kæra úrskurðinn hafður að engu. Í þriðja lagi hafa stjórnvöld ítrekað hundsað, að því er virðist viljandi, að margir hælisleitenda hafa myndað náin persónuleg tengsl við fólk á Íslandi, jafnvel fjölskyldutengsl. Í því tilviki sem um ræðir hér eru þau tengsl svo áberandi og augljós að einbeittan vilja hefur þurft til að þeirri hlið málsins væri ekki gefið vægi. Hver eru helstu rökin sem sögð eru fyrir því að senda hælisleit- endur úr landi? Áberandi rök- semdafærsla er sú að hælisleit- endur kosti ríkið og skattgreiðendur ógrynni fjár. Samkvæmt upplýsingum frá Út- lendingastofnun í frétt ruv.is frá því í fyrra, er þó auðvelt að hrekja þetta. Þar segir að hver hælisleitandi kosti ríkið 7000 kr. á dag. (Hælisleitendur með dval- arleyfi, www.ruv.is, 12.09.2008.) Í ljósi þess kostar hver hælisleit- andi 2.555.000 kr. á ári, sem virk- ar heilmikið. Ef við deilum því samt sem áður í vægt áætlaðan fólksfjölda Íslands, 300.000 manns, kemur í ljós að hver hæl- isleitandi kostar hinn margþjáða skattgreiðanda 8,52 kr. á ári. Það eru 0,023 kr. á dag, og ef miðað er við að þrjátíu hæl- isleitendum sé haldið uppi hverju sinni hækkar þessi tala upp í 0,7 kr. á dag fyrir hvern mann í 300.000 manna þjóð! Önnur röksemd sem heyrst hefur og er margítrekuð af lögreglunni er að hælisleitendur fram- vísi oft fölsuðu vega- bréfi ef þeir hafa vegabréf yfir höfuð. Þetta er gjarnan sett fram í því skyni að glæpkenna hælis- leitendur og ýja að því að þeir hafi eitthvað að fela. Burtséð frá því hversu hæpið það er að byggja landvistarleyfi á vega- bréfi umfram annað, er oft búið að benda dómsmálaráðherra á að þau lönd sem hælisleitendur flýja hvað helst eru mörg hver ekki með starfhæfar stofnanir sökum stríðs eða hörmunga. Ennfremur er það vel þekkt staðreynd að stjórnvöld í einræðis- eða harð- ræðisríkjum stunda það að gefa út vegabréf eftir hentisemi, ein- mitt til þess að gera minni- hlutahópum og andstæðingum sínum ókleift að sækja um hæli annars staðar, eða yfirhöfuð komast úr landi. Væri það ís- lenskum stjórnvöldum til hróss að fullkomna tilgang slíkra að- fara? Hælisleitendur eru oftast sendir aftur til þess lands þar sem þeir báðu fyrst um hæli á grundvelli svokallaðs Dyflinn- arákvæðis sem hefur legið undir ámæli fyrir að gera upp á milli landfræðilegrar legu ríkja. Í því tilviki sem hér um ræðir verður að minnsta kosti einum hælisleit- endanna snúið til Grikklands í flóttamannabúðir sem Rauði krossinn hefur ítrekað beðið dómsmálaráðherra um að hætta að senda fólk til og vísað þar til afstöðu Flóttamannastofnunnar SÞ. (Rauði krossinn vill ekki senda flóttamenn til Grikklands, www.visir.is, 11.06.09.) Sú gagnrýni sem kemur hér fram er ekki ný af nálinni en vert að ítreka hana í hvert sinn sem dómsmálaráðherra verður uppvís að mannréttindabrotum. Ráðherrann sjálfur skipaði nefnd til að skila áliti á meðferð og að- búnaði hælisleitenda á Íslandi, sem nefndin og gerði í 22 liðum í júlí á þessu ári. Hún leggur til dæmis einnig til að Dyflinnar- ákvæðið verði endurskoðað og túlkaþjónusta bætt. (Ómann- eskjulegt Dyflinarákvæði endur- skoðað, www.visir.is, 17.07.09) Ráðherra virðist hins vegar ein- ungis hafa tekið tillit til at- hugasemda hvað varðar of- urhæga málsmeðferð, en þær úrbætur, einar og sér, verða ein- ungis til þess að hælisleitendur eru nú sendir úr landi með hraði sem aldrei fyrr. Krafa mín og annarra mót- mælenda er skýr: Mannréttindi og manneskjuleg meðferð verða að vera fyrir alla, sama hvaðan þeir koma og hvaða pappíra þeir hafa. Megi dómsmálaráðherra og ríkisstjórn verða við þeirri kröfu, ellegar skömm hafa! Flóttamenn misrétti beittir Eftir Finn Guðmundarson Olguson Finnur Guðmundarson Olguson » Sú gagnrýni sem kemur hér fram er ekki ný af nálinni en vert að ítreka hana í hvert sinn sem dóms- málaráðherra verður uppvís að mannrétt- indabrotum. Höfundur er heimspekinemi. Hollráð um eldvarnir oryggi.is Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim! Reykskynjarar bjarga mannslífum Á hverju heimili ættu að vera reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnateppi. Fleiri hollráð og netverslun með öryggisvörur er að finna á oryggi.is. PPII PPAAA RRRRRR \\\\\\\\\\\\ TTTTTTTTTTBBBBB WWWWWW AAAA •• SSÍÍ AAA • 9 2 2 5 4 5 44 9 2 2 5 9 2 2 ÞÁ ER Icesave- málið aftur komiðtil alþingis til afgreiðslu! Og hvar erum við stödd? Flestallir eru þeirrar skoðunar að við þurfum að borga Hollendingum og Bretum þá 700 milj- arða sem þeir hafa greitt fyrir Trygging- arsjóð innstæðueig- enda (TrIn). Ágreiningur er um lögmæti þessa en siðferðilega ber okkur að greiða og á lögmætið má láta reyna fyrir dómstólum. Á móti þessari kröfu eru eignir gamla Landsbankans (LI) í Lond- on (síðasta mat er að sú eign dugi fyrir 90% af kröfu Hollendinga og Breta). Reiknað er með að vextir af láninu verði eftir 7 ár 250 millj- arðar króna og með 70 milljörðum króna sem eftir verða að loknu uppgjöri á eignum LI, ábyrgist ríkissjóður Íslands að greiða þá 320 milljarða króna á árunum 2015-2024(+) ? Getum við þá ekki lagst í mála- ferli í von um sigur, eða að öðrum kosti unnið okkur tíma meðan slík málaferli stæðu yfir? Nei, eins og margbúið er að benda á hangir svo margt á spýtunni að við verð- um (og ættum að vera búin) að ljúka þessu Icesave-máli eins fljótt og hægt er. Er þá til einhver leið til að ljúka þessu Icesave-máli, þannig að almenningur í þessu landi þurfi ekki að líða fyrir handvömm stjórnvalda á liðnum misserum? Já, eins og ég hef bent á í fyrri greinum mínum á almenningur í þessu landi gildan sjóð (lífeyr- issjóð) upp á 1.800 milljarða sem ekki þarf að nota fyrr en eftir 30 ár! Einnig benti Viðskiptaráð fyrir skömmu á þessa leið og fjár- málaráðherra hefur tekið undir hugmyndina, að nota eigur al- mennings (lesist lífeyrissjóðanna) til lausnar á Icesave-málinu. Þó svo að ráðamenn telji ekki hug- myndir frá almenningi svaraverð- ar neyðast þeir til að svara tals- mönnum Viðskiptaráðs. Þann- ig svöruðu við- skiptaráðherra og framkvæmdastjóri Landssambands líf- eyrissjóða (LaLíf) þessari tillögu Við- skiptaráðs, og voru bæði svörin mjög svo áhugaverð. Svar viðskiptaráð- herra var á þá leið að alltof áhættusamt væri fyrir LaLíf að lána (TrIn) fé gengistryggt með ríkisábyrgð (sömu kjörum og Bretum og Hollendingum bjóð- ast)!! Er þetta ekki sami ráð- herrann sem óþreytandi hefur verið, eftir að hann komst í stjórn að lýsa yfir að skuldir þjóðabúsins séu mjög vel viðráðanlegar og Icesave-skuldin ekki svo íþyngj- andi fyrir almenning í landinu? Viðhorf framkvæmdastjóra LaLí voru miklu fyrirsjáanlegri þar sem hagsmunir þeirra sem lifa á lífeyrissjóðunum eru al- gjörlega í fyrirrúmi, skítt með eigendurna 190.000, almenning í þessu landi, þeir mega kveljast og borga, bara ef kerfið helst óbreytt, og ausa út fé til að við- halda því. Lítum á málið, eftir stórkost- legan sigur verkalýðshreyfing- arinnar fyrir stofnun lífeyrissjóð- anna í kjarasamningum upp úr miðri síðustu öld má segja að hag- ur sjóðanna í núverandi stöðu byggist á lögum um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga. Löggjöfin hefur fylgt á eftir, þannig að nú eiga allir launþegar og vinnuveit- endur þeirra að borga í lífeyr- issjóð skilyrðislaust. Nú eru inn- borganir í sjóðina 100 milljarðar á ári og lífeyrisgreiðslur 60 millj- arðar, þannig myndast uppsöfnun í sjóðina sem nú er talin eiga 1.800 miljarða í innlendum og er- lendum verðbréfum. Þessi þróun heldur áfram í 30 ár, þar til jöfn- uður næst í inn- og útborgunum (aldur og aldurssamsetning sjóðs- félaga ræður þar mestu). Hverjir stjórna þessum sjóðum landsmanna? Frá upphafi hafa stjórnirnar verið tilnefndar af verkalýðsfélögum og samtökum atvinnurekenda og hafa ávallt verið eftirsótt hlunnindi enda vel launuð fyrir litla vinnu. Þessar stjórnir ráða síðan fram- kvæmdastjóra sem ræður starfs- fólk til að vinna þau störf sem vinna þarf. Samtals eru lífeyr- issjóðirnir um 33 auk sameig- inlegrar yfirstjórnar þar sem Arnar Sigurmundsson er formað- ur og Hrafn Magnússon fram- kvæmdastjóri. Samtals höfum við í kerfinu 34 stjórnaformenn, 150- 200 stjórnarmenn, 34 fram- kvæmdastjóra og líklega 300+ starfsmenn til að halda utan um lífeyri okkar! Er einhver sem virkilega trúir að hægt sé að komast að vitrænni niðurstöðu um aðgerðir í slíkum hóp? Auðvitað á að sameina alla sjóðina í einn öflugan sjóð og stefna að samræmdum reglum og skyldum fyrir alla sjóðsfélaga. Slíkum sjóði yrði stjórnað af for- seta ASÍ, formanni SA og odda- maður yrði t.d. forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Þessi stjórn byði síðan út ávöxtun á reiðufé sjóð- anna á hverjum tíma. Þannig yrði stysta möguleg leið milli almenn- ings (lífeyriseigenda) og rík- istjórnar þegar upp kæmi fjár- málakreppa eins og sú sem nú hvelfist yfir Íslendinga og kallar á fumlausar ákvarðanir og tafa- lausar framkvæmdir með þjóð- arhag í huga, sem fer saman með hag lífeyrisþega (eigenda sjóð- anna) en greinilega ekki sjálfskip- aðra stjórnenda sem hvorki vilja né geta hugsað um annað en eigin hag. Ég blæs á aumkunarverðar mótbárur þeirra félaga Arnars og Hrafns um hvað þetta allt er erf- itt og ómögulegt. Sem dæmi má nefna fyrirslátt Arnars um að erf- itt yrði að sjá á eftir erlendu bréf- um sjóðanna! Má ekki semja um að söfn LÍ í London renni sem inngreiðsla til lífeyrissjóðanna þegar um þau losnar við uppgjör Icesave-skuldarinnar við Hollend- inga og Breta! Vilji er allt sen þarf. Icesave, að bera í bakkafullan lækinn Eftir Björn Jóhannsson »Ég blæs á aumkunarverð- ar mótbárur þeirra félaga Arnars og Hrafns um hvað þetta allt er erfitt og ómögulegt. Björn Jóhannsson Höfundur er tæknifræðingur. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.