Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 349. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 125,34 203,43 117,91 24,659 21,683 17,625 121,37 1,4151 198,8 183,54 Gengisskráning 14. desember 2009 125,64 203,92 118,26 24,731 21,747 17,677 121,71 1,4192 199,39 184,05 236,9912 MiðKaup Sala 125,94 204,41 118,61 24,803 21,811 17,729 122,05 1,4233 199,98 184,56 Heitast 8°C | Kaldast 2°C  Hæg vestlæg átt, en annars svipað veður. Sums staðar vægt frost í innsveitum norðan- og austanlands. » 10 Íslendingar eru komnir í jólabíóstuð og Skröggur gamli sest því öruggur í fyrsta sæti bíólist- ans. »39 KVIKMYNDIR» Jólamynd á toppnum KVIKMYNDIR» Heimildarmyndin Anvil er þrekvirki. »40 Gagnrýnandi fer fögrum orðum og fallegum um nýjan klassískan hljóm- disk Gunnars Þórð- arsonar. »37 TÓNLIST» Góður Gunni Þórðar TÓNLIST» Ronnie Wood gerir það ekki endasleppt. »40 BÆKUR» Nýjasta bók Yrsu Sig- urðardóttur ritrýnd. »37 Menning VEÐUR» 1. Eins og blaut tuska í andlitið 2. Dómari bjargaði lífi leikmanns 3. Rektorsskipti í HR 4. Afdrifarík mistök  Íslenska krónan veiktist um 0,6% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Sjálfboðaliðar bera uppi starf björgunarsveita um landið og gríð- arlega mikilvægt að í þann hóp bæt- ist gott fólk. Einn af þeim sem hófu nýliðaþjálfun í Flugbjörgunarsveit- inni í Reykjavík í haust er Óskar Jónasson, sem er betur þekktur sem leikstjóri kvikmynda og sjón- varpsefnis en björgunarsveitar- maður. Hann hefur leikstýrt kvik- myndum á borð við hinar vinsælu Sódómu Reykjavík, Perlur og svín og síðast en ekki síst Reykjavík Rotterdam auk áramótaskaupsins og sjónvarpsþáttanna Svartra engla og Pressu. BJÖRGUNARSTÖRF Úr bíói í björgun  Þeir sem hafa átt fundi á skrifstofu Álfheiðar Inga- dóttur í heilbrigð- isráðuneytinu hafa tekið eftir því að heiðblátt sófasett er þar ekki lengur, heldur hvítt sófasett ættað úr IKEA. Fljótlega eftir síðustu ráðherraskipti fóru einnig fram skipti á sófasettum. Hvíta sófasettið var sótt í móttöku á hæðinni fyrir neðan ráðherrann og hið bláa sent þangað í staðinn. HÚSGÖGN Færði til bláa sófasettið í heilbrigðisráðuneytinu  Ríkisháskólinn í Ohio, fjölmennasti háskóli Bandaríkj- anna, gerði forseta Íslands, Ólaf Ragnar Gríms- son, að heiðurs- doktor við hátíð- lega athöfn sl. sunnudag. Honum er veittur þessi heiður m.a. fyrir fram- lag sitt til alþjóðasamfélagsins og baráttunnar gegn loftslagsbreyt- ingum. Athöfnina sóttu um fimm- tán þúsund manns: prófessorar, kennarar og starfslið háskólans og útskriftarnemendur. Kvöldið áður sat forseti hátíðarkvöldverð í boði rektors háskólans, Gordon Gee. VIÐURKENNING Forsetinn gerður að heið- ursdoktor í Ohio-háskóla Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is SAMNINGAR voru í gær undirrit- aðir milli Reykjavíkurborgar og fé- lagasamtakanna Toppstöðvarinnar, sem hafa tekið á leigu samnefnt hús í Elliðaárdal til næstu þriggja ára. Þar stendur til að koma á laggirnar miðstöð hugvits og verkþekkingar og hafa fyrstu skrefin í þá átt þegar verið tekin. Toppstöðin mun á kom- andi mánuðum byggja upp öflugt starf með fjölbreyttri dagskrá, fyr- irlestrum, vinnustofum, námskeið- um og þróunarverkefnum. Á kom- andi vetri verður á vefsíðu Topp- stöðvarinnar opnaður tengslabanki þar sem ætlunin er að kortleggja sérhæfða iðnþekkingu í samfélaginu og stuðla að samstarfi hönnuða og iðnaðarmanna. Toppstöðin hóf starf sitt nú í haust í 600 m² hluta byggingarinnar og skiptist aðstaðan þar í verkstæði, vinnustofur og fundasali. Gert er ráð fyrir að um 20 manns fái vinnustöðv- ar í þessum fyrsta áfanga verkefn- isins. Fólk skapandi greina „Við finnum fyrir miklum áhuga fólks í ýmsum hinna skapandi greina á að fá hér inni fyrir starfsemi sína. Hér verða arkitektar, vöruhönnuðir, járnsmiðir og leikfangagerð. Þá geta til dæmis einyrkjar á ýmsum sviðum komið og fengið hér inni til skemmri tíma, jafnvel í einn dag. Í raun er hér verið að opna nýjan og ákaflega skemmtilegan möguleika fyrir hvers konar sprotastarfsemi og ef vel tekst til vænti ég þess að hér fjölgi í hópum og innan ekki langs tíma gætu orðið hér um sextíu manns. Og þá þurfum við meira húsnæði, en þessi bygging hér í Elliðaárdalnum hefur staðið auð og lítið sem ekkert notuð í áraraðir,“ segir Þórunn Jónsdóttir, talsmaður Toppstöðv- arfólks. Stuðningur Reykjavíkur- borgar við þetta verkefni er að hús- næði er látið í té, upphitað og með rafmagni. Toppstöð Landsvirkjunar var reist af Rafmagnsveitu Reykjavíkur og tekin í notkun 1947. Hún þjónaði höfuðborgarsvæðinu lengi sem vara- aflsstöð og til orkuframleiðslu á álagstoppum auk þess sem þar var skerpt á heita vatninu frá Reykjum. Síðast var stöðin notuð um 1990. Gamla Toppstöðin verður setur fyrir skapandi fólk Sprotafólk fær inni í gömlu orku- veri í Elliðaárdal Morgunblaðið/Ómar Á toppnum Margvísleg hönnunar- og nýsköpunarstarfsemi verður í Toppstöðinni. Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra var kynnt starfið en samningar um leigu á húsnæðinu, sem borgin lætur í té, voru undirritaðir í gær. FABÚLA er listamannsnafn Margrétar Kristínar Sigurðardóttur en fjórða plata hennar, In your skin, kom út fyrir stuttu. Fabúla gefur sjálf út en tónlistina segir hún einkennast af tregablandinni leikgleði, líkt og raunin hefur verið með fyrri plötur hennar. Nýjustu afurðinni vill hún þó lýsa sem ívið poppaðri en þeim sem á undan hafa kom- ið, bjartari tónar leiki um hljóðrásirnar en oftast áður. Plötuna vann hún í Sundlauginni og Studio Error ásamt Birki Rafni Gíslasyni og við sögu kom jafnframt einvalalið úrvals hljómlist- armanna. Platan er sungin á ensku nema hvað tvö lög eru á hinu ylhýra og eru þau tileinkuð for- eldrum Margrétar. Fabúla hyggst fylgja plötunni eftir með tón- leikum innanlands sem utan næstu vikurnar. | 36 Fjórða sóló- plata Fabúlu LANDSLIÐSMAÐURINN í fótbolta, Rúrik Gíslason, kann vel við sig í herbúðum OB í Dan- mörku en þar leikur hann stórt hlutverk í fram- línu liðsins. Rúrik er uppalinn hjá HK í Kópavogi og þar lék hann til 17 ára aldurs. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall hefur Rúrik komið víða við, en 17 ára samdi hann við enska liðið Charlton sem lék á þeim tíma í úrvalsdeildinni. „Ég fékk gríðarlega reynslu þar, en kannski um leið dálítið ranga mynd af fótboltaheiminum. Það besta sem ég gat gert var að fara í lítið félag í Danmörku, æfa helmingi meira, komast niður á jörðina og gera mér fulla grein fyrir því hvað þyrfti að gera til að ná langt,“ segir Rúrik m.a. | Íþróttir Gæfuspor á ferlinum Rúrik Gíslason er í lykilhlutverki hjá OB Morgunblaðið/Eggert Ánægður Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í fót- bolta, fagnar marki í landsleik gegn Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.