Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Sjálfstætt framhald barna-myndarinnar Artúrs ogMinnimóanna (’06) reynistþegar upp er staðið aðeins fyrri helmingur, þriðjungur eða guð má vita hvað af framhaldsmynd. Artúr litli er á búgarðinum hjá afa og ömmu þegar hann fær skilaboð frá Seleníu, prinsessu Minnimóanna, sem búa í annarri vídd og Artúr kynntist í fyrstu myndinni. Selenía er að biðja um hjálp og Artúr (sem er bálskotinn í stelpunni) bregst við snarlega og er dúndrað yfir í víddina þeirra. Þar kemst hann að því að skilaboðin voru komin frá illmenninu Maltasar, sem er með ýmisleg gruggug vélabrögð í huga. Við vorum sammála um það ég og barnabarnið að myndin væri vel gerð, hugmyndarík, full af jákvæð- um, grænum boðskap en heldur barnaleg fyrir jafnþroskað fólk og okkur, enda sú stutta orðin átta ára! Spennan og efnisþráðurinn frekar við hæfi yngri barna. Það sem okkur þótti gremjulegast er að myndinni lýkur í miðju kafi á tilkynningu um framhaldsmynd. Engin bráða- birgðakaflaskipti og við komin út í svalt, myrkt og blautt skammdegið áður en við vissum af. Litríkur æv- intýraheimurinn snögglega að baki með sínum kúnstugu persónum. Myndin er leikin að hluta en Minni- móarnir eru tölvuteiknaðir og flétt- ast vinnan snyrtilega saman. Brellan virkaði því barnabarnið tók af mér loforð um að ég byði henni með á þriðju myndina um strákinn Túra. Og við það verð ég að standa, hvað sem tautar og raular. saebjorn@heimsnet.is Endasleppt ævintýri Artúr 2 Myndin er leikin að hluta en Minnimóarnir eru tölvuteiknaðir og fléttast vinnan snyrtilega saman. Laugarásbíó, Smárabíó Artúr 2: Maltasar snýr aftur – Arthur et la vengeance de Maltazard bbmnn Leikstjórn: Luc Besson. Leikin og teikn- uð. Íslensk talsetning. Íslenskar leik- raddir: Árni Beinteinn Árnason, Guðjón Davíð Karlsson, Sigríður Björk, Örn Árnason, Björgvin Franz Gíslason, Sig- urður Sigurjónsson og Inga María Valdi- marsdóttir. Aðalleikarar: Freddie High- more, Penny Balfour, Robert Stanton, Ron Crawford, Mia Farrow, Matthew Gonde. 100 mín. Frakkland. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Franski leikstjórinn, handrits- höfundurinn og stórframleið- andinn Luc Besson (’59), er orð- inn lang-farsælasti og umsvifamesti kvikmyndagerð- armaður Evrópu. Hef- ur sannað að Evr- ópubúar geta slegið í gegn á heimsvísu, rétt eins og Hollywood, ef seigla, heppni og hæfileikar fá að njóta sín. Bes- son hóf ferilinn sem leikstjóri og höfundur spennumynda á borð við Subway, Nikita og Léon, sem slógu í gegn langt út fyrir heimalandið. Besson reyndist einnig hafa got fjár- málavit því hann fór snemma að framleiða myndirnar sínar og ekki leið á löngu und hann stofnaði dreifingar-og fram- leiðslufyrirtækið Europa Corp. Með vinsælum myndum eins og Taxi- og Transporter bálkunum, jókst Europa fiskur um hrygg og er orðið stærsta fyrirtæki sinn- ar tegundar í Evrópu og er farið að gera alþjóðleg kassastykki á borð við Taken með Liam Nee- son. Hún er fyrsta Eur- opa-myndin sem gekk jafnvel betur í Bandaríkjunum en Evr- ópu. Evrópski kvikmynda- jöfurinn Luc Besson Luc Besson ÞAÐ ER ekki tekið út með sældinni að bera eftirnafnið Woods eða Wood þessa dagana. Í síð- ustu viku slitu Rolling Stones rokkarinn Ronn- ie Wood og unga ástkonan hans Ekaterina Iv- anova sambandi sínu. Wood yfirgaf eiginkonu sína til 23 ára í fyrra fyrir Ivanovu sem þá var aðeins 18 ára en rokk- arinn 61 árs. Hún hefur nú op- inberlega gagnrýnt Wood fyr- ir að vera barnalegur drykkjurútur. Að sögn Ivanovu byrjaði að hrikta í stoðunum þegar parið flutti inn í kastala sem var eins og klipptur úr ævintýr- unum. „Þetta byrjaði eins og ævintýri. Síð- an varð þetta eins og ljótt ævintýri. Þeg- ar Ronnie og ég fluttum inn hlógu vinir mínir og sögðu að ég væri eins og prinsessa sem væri læst inn í turni. Ég væri föst þar með illgjörnum púka- kóngi,“ segir Ivanova. „Hann var eins og barn í frekjukasti þegar hann var drukkinn, henti vatnsflöskum og hermdi eftir röddinni minni. Þetta var eins og að reyna að hafa hemil á barni. Undir lokin gafst ég upp. Ég hugsaði: Til hvers að vera með eldri manni ef hann hegðar sér eins og 12 ára? En brjóst- umkennanleg manneskja.“ Kallar Wood púka Wood og Ivanova Meðan allt lék í lyndi. JUDE Law og Sienna Miller hafa ákveðið að taka aftur saman en þau slitu trúlofun sinni árið 2006 þegar upp komst að Law hafði átt í ástarsambandi við barnfóstru barna sinna frá fyrra sambandi. Heimildir herma að Law og Miller séu svo ást- fangin að þau ætli að kaupa saman íbúð í London fljótlega eftir áramótin svo þau geti eytt sem mest- um tíma saman. Eiga þau að hafa sagt starfsfólki sínu og vinum frá þessu. Law og Miller byrjuðu að hittast á ný þegar þau léku í sínu hvoru Broadway leikritinu í New York. Örfáar vikur eru síðan Mill- er sást yfirgefa íbúð Law og fóru þá sögusagnir af stað. Þau kynntust árið 2004 þegar þau léku í myndinni Alfie og trúlofuðu sig sama ár. Fallegt par Law og Miller fyrir nokkrum árum. Tekin saman aftur Stórfréttir í tölvupósti HHH „HRÖÐ, SPENNANDI... OG SNARKLIKKUÐ MYND FRÁ A-Ö... EKTA AFÞREYINGARBÍÓ!” T.V - KVIKMYNDIR.IS HHH „ÓSVIKINN GEIMHROLLUR SEM SVER SIG Í HEFÐINA, MINNIR EINKUM Á ALIEN-MYNDIRNAR.“ „GÓÐ SKEMMTUN OG DÁLÍTIÐ GEGGJUÐ.“ S.V. - MBL EKKI VIÐ HÆFI UNGRA BARNA JIM CARREY Sýnd með íslensku og ensku tali HHHH „JÓLASAGA Í FRÁBÆRRI, NÝRRI ÞRÍVÍDD SEM SLÆR ÚT ANNAÐ ÁÐUR HEFUR SÉST“ „CARRY ER ENGUM LÍKUR...“ – S.V – MBL BYGGT Á HINNI GRÍÐARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER Robert Pattinson og Kristen Stewart eru mætt í einni stærstu kvikmyndaseríu allra tíma! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI ÞRIÐJA STÆRSTA FRUM- SÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Í USA STÆRSTA BÍÓOPNUN Í USA Í ÁR! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI, 2 VIKUR Í RÖÐ! LET’S BE HONEST, KILLING IS THIS FILM’S BUSINESS... AND BUSINESS IS GOOD. CHRIS NASHAWATY / ENTERTAINMENT WEEKLY “ROARING ACTION.” KYLE SMITH / NEW YORK POST HÖRKU HASARMYND FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MATRIX ÞRÍLEIKINN EINHVER FLOTTUSTU BARDAGAATRIÐI SEM SÉST HAFA Í LAAANGAN TÍMA! SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI GERRARD BUTLER OG JAMIE FOXX Í EINHVERRI MÖGNUÐUSTU HASARMYND Á ÞESSU ÁRI! FRÁ LEIKSTJÓRA THE ITALIAN JOB „ÞEIR SEM DÝRKUÐU FYRSTU MYNDINA... MUNU ÁBYGGILEGA ELSKA ÞESSA ÚTAF LÍFINU.“ T.V. KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIR „AFÞREYING MEÐ HRÖÐUM HASAR, SJÓN- RÆNUM NAUTNUM... SEM HALDA ATHYGLI ÁHORFANDANS.“ *** H.S.-MBL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 12 LAW ABIDING CITIZEN kl. 10:40 16 MY LIFE IN RUINS kl. 8 L PANDORUM kl. 10:20 16 MORE THAN A GAME kl. 5:50 7 A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl. 5:50 7 OLD DOGS kl. 6 - 8 - 10 L A CHRISTMAS CAROL kl. 6 7 THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 12 NINJA ASSASSIN kl. 10:30 16 OLD DOGS kl. 6 - 8 - 10 L A CHRISTMAS CAROL kl. 5:50 7 THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 12 PARANORMAL ACTIVITY kl. 10:30 16 12.12.2009 7 27 30 34 38 5 7 9 8 3 6 3 1 3 8 33 9.12.2009 8 13 16 25 31 41 639 42

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.