Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 18
18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Eftir Sigurð Sigmundsson Skálholt | Eldri borgurum í upp- sveitum Árnessýslu var nýlega boðið í heimsókn í Skálholt. Tilefnið var að skoða sýningu sem opnuð var í Skál- holtsskóla 15. nóvember um viðreisn Skálholtsstaðar. Þar má sjá bregða fyrir draumum, hugsjónum og þrám þeirra sem helguðu sig viðreisn Skálholts með einu eða öðru móti. Umfjöllunin fer fram í formi vegg- spjalda sem fjalla um mismunandi þætti endurreisnarinnar í máli og myndum en einnig með gripum er tengjast sögu staðarins svo sem kirkjulíkönum, listaverkum og gjöf- um til staðarins. Skúli Sæland sagn- fræðingur og Kristinn Ólason rektor höfðu veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar. Eftir að gestir höfðu þegið veislukaffi var gengið í dóm- kirkju en þar fór fram árlegur helgi- leikur sem börn í 1.-4. bekk í Grunn- skóla Bláskógabyggðar í Reykholti sýndu undir leiðsögn sóknarprests, organista og kennara. Hátíðleg sýn- ing með fögrum söng þar sem börn- in stóðu sig með ágætum, kirkjan var nær fullskipuð. Að því loknu var gengið aftur til skólastofu þar sem séra Hjálmar Jónsson dómkirkju- prestur las upp úr bók sinni Hjart- sláttur. Fór hann á kostum að venju með gamanmál sem vakti kátínu meðal gesta. Sýningin í Skálholti er einkar athyglisverð og sannarlega óhætt að hvetja fólk til að koma í Skálholtsstað og skoða þessa góðu sýningu. Hún stendur fram í mars- mánuð. Vegna mikillar starfsemi í Skálholtsskóla er æskilegast er að skoða sýninguna á sunnudögum á milli kl. 13.00 og 16.00. Aðventustund hjá eldri borgurum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is É g trúi því að það sem maður setur frá sér hafi áhrif. Mér fannst ekki veita af í þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu, að senda út til fólksins englaveru sem boðar frið,“ segir El- ísabet Ásberg listakona sem hefur hannað sinn þriðja jólaóróa, engla- vængi sem orðið friður stendur á með rúnaletri. „Ég vildi að óróinn minn fengi fólk til að hugsa eitthvað fallegt, af því það smitar út frá sér. Og þó þessi órói komi út núna um jól, þá þarf hann ekkert endilega að vera jólaórói, hann getur hangið uppi all- an ársins hring og minnt á frið og fal- lega hugsun. Okkur veitir ekki af góðri orku núna.“ Mikil vatnsmanneskja Elísabet man ekki eftir sér öðru- vísi en að gera eitthvað í höndunum. „Þegar ég var barn var ég alltaf að mála styttur inni í bílskúr heima í Keflavík, ætli það hafi ekki verið fyrsta útrásin fyrir listræna sköpun. En ég byrjaði að hanna fyrir alvöru þegar ég flutti til Bandaríkjanna fyr- ir um tuttugu árum. Þá bjó ég til skartgripi úr silfurvír, svona nútíma víravirki og seldi í galleríum þarna úti. Þá blossaði upp þessi mikli áhugi hjá mér og það varð ekki aftur snúið. Ég vil ekki gera neitt annað,“ segir Elísabet sem hefur farið sínar eigin leiðir í listsköpuninni. „Þó ég hafi byrjaði í skartgripahönnun og geng- ið vel með það, þá hef ég fært mig meira út í stærri veggskúlptúra. Löngunin til að gera eitthvað stærra í sniðum hafði blundað lengi með mér, ég sá mig alltaf fyrir mér eins og járnsmið að hamra málm með þungum verkfærum. Það fylgir meiri tilfinning þessari grófu vinnu. Ég er heilluð af hverskonar málmum og blanda þeim mikið saman í verk- unum mínum. Málmarnir eru vissu- lega kaldir en ég legg mig fram um að mýkja þá með bylgjulaga formi og gef þeim þannig meira líf. Mér finnst gaman að láta kalda málmplötu lifna við í höndum mínum með mjúkum hreyfingum,“ segir Elísabet sem notar líka ýmis náttúruefni með málminum. „Ég vil færa náttúruna inn í hús til fólks, til dæmis með því að nota sand, hraun og Djúpalón- sperlur. Ég er í fiskamerkinu og er mikil vatnsmanneskja. Vatn er grunnhugsunin í öllum mínum verk- um, þetta flæði og líf. Vatnið flæðir innra með okkur og í kringum okkur og það leiðir okkur þangað sem hjartað vill fara. Ég syndi líka móti straumnum, vil fara mínar eigin leið- ir.“ Í húsi Ásbergs langafa Elísabet hefur unnið fyrir arki- tekta erlendis sem og fyrir hótel hér heima, meðal annars er stór vegg- skúlptúr eftir hana á Hótel Borg. Henni var líka boðið til Japan á sýn- ingu þar sem hún var með glasa- mottur og servíettuhringi úr leðri með silfurmunum á, en þá för til Asíu segir hún hafa verið mikið ævintýr. Fyrir fimm árum opnaði Elísabet sína eigin verslun og vinnustofu á Hverfisgötu 52 sem heitir Ásberg- design. „Á síðustu Ljósanótt í Keflavík var mér boðið að halda sýningu í húsi langafa míns við Hafnargötu, en þar ólst ég upp til fimm ára aldurs. Núna er kaffihús þarna en þessi langafi minn tók upp ættarnafnið Ásberg. Þessi sýning var eins og hvert annað ættarmót, ég kannaðist við alla gest- ina og það var frábært að hitta allt þetta fólk frá bernskudögunum. Mér þykir sérstaklega vænt um hversu margt fólk frá Keflavík sýnir mér mikla tryggð og gerir sér reglulega ferð hingað til mín í verslunina til að kaupa vörur hjá mér. Maður öðlast svo mikinn kraft við það að fá jákvæð viðbrögð. Þannig hefur fólkið sem sýnir hlutunum mínum áhuga, komið mér hingað sem ég er í dag,“ segir Elísabet sem leggur sig fram um að styrkja íslenska framleiðslu og hún leitar eingöngu til íslenskra fyr- irtækja þegar hún þarf að láta vinna fyrir sig, til dæmis sér fyrirtækið Tækniskurður um að leysiskera jóla- óróann. www.asberg-design.com Friður svífur á englavængjum Þessi fínlega kona sá sig alltaf fyrir sér sem járnsmið í smiðju að hamra járn. Hún er heilluð af köldum málmum sem hún sveigir og beygir til mýktar með grófum verkfærum. Morunblaðið/RAXJólalegt Elísabet kann því vel að vinna með málma og hér hengir hún upp jólaóróa á snæviþakið tré í verslun sinni. Jólaóróinn Friður sé með yður. Veggskúlptúr Túlkun Elísabetar á leit okkar allra eftir jafnvægi. 0000 Jólagjöf veiðimannsins www.veidikortid.is 32 vatnasvæði á aðeins kr. 6.000 Fæst hjá N1, veiðivöruverslunum, www.veidikortid.is og víðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.