Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is SALA á jólabókunum sem sitja í toppsætum vin- sældalistanna hefur farið ágætlega af stað en óljóst er hversu vel bækur í smærra upplagi munu seljast. Að sögn Kristjáns B. Jónassonar, for- manns Félags bókaútgefenda, hefur bókahaustið allt verið afar líflegt og mikil breidd í bókaútgáf- unni en eftir eigi að koma í ljós hversu vel salan dreifist út fyrir stærstu titlana. Hafa ekki undan að koma vinsælustu bókunum í búðir „Það eru náttúrulega engir samræmdir sölu- listar til í dag svo við vitum þetta ekki alveg ennþá. Mest seldu bækurnar seljast gríðarlega vel og ég heyri að sumsstaðar hafa menn ekki undan að koma bókum í búðir. Þessar vísbend- ingar um metsölubækurnar eru ánægjulegar en ég heyri líka áhyggjur þeirra sem eru með minni forlög og það eru áhyggjur sem stærri forlög hafa líka sem treysta á að bækur, sem ekki eru á met- sölulistum, seljist á endanum.“ Fyrir jólin 2008 voru bóksalar nokkuð áhyggjufullir um hugsanleg áhrif hrunsins á jólabókasöluna en hún reyndist standa af sér kreppuna og var engu minni en um góðærisjólin 2007. Þótt bókasalan fari hugsanlega hægar af stað núna segir Kristján það hafa áhrif á neyslumynstrið að jólin í ár komi upp í vikulokin. „Þetta þýðir að síðasta vikan á undan verður ákaflega afturþung og mér skilst á þeim sem lengi hafa verið í smásölu að það hafi ekkert með kreppuna að gera heldur sé bara einkenni þeirra jóla sem raðast svona í almanakinu.“ Þess fyrir ut- an séu mjög margir að gefa út bækur og sam- keppnin hörð. „Það hefur mjög mörgum bókum verið teflt inn í ákveðna flokka í ár, eins og t.d. ævisögur, þar er rosaleg samkeppni,“ segir Krist- ján og bætir við að þetta séu sannkölluð ævi- sagnajól. Spennandi og gaman „En það er mjög mikilvægt að þessi breidd í út- gáfunni sé til staðar, það er það sem heldur lífi í þessum bókamarkaði þegar upp er staðið og frá- bært fyrir kúnnann að hafa úr svona mörgu að velja. Þetta er spennandi og gaman að hafa fjör í þessu.“ Fjör í jólabókasölunni  Bókahaustið hefur verið líflegt  Góð sala á bókum sem sitja í toppsætum vinsældalistanna  Óljóst hversu vel bækur í smærra upplagi muni seljast Morgunblaðið/Kristinn GRAFAN var umlukt vatni Þjórsár og skilaði hverri skóflunni af annarri af gæðamöl upp á bakkann í morgunskímunni einn daginn í liðinni viku. Starfsmaður verktakafyrirtækisins Nes- eyjar í Árnesi safnaði efni fyrir framkvæmdir næsta árs. Að sögn Vignis Svavarssonar hjá Nes- ey fæst þarna ágætis fyllingarefni, sem ýmist er notað í vegagerð eða við byggingaframkvæmdir. aij@mbl.is GÆÐAMÖL AF BOTNI ÞJÓRSÁR Morgunblaðið/Ómar ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði á Alþingi í gær að mikil- vægt væri að rannsaka hvort aðilar innan stjórnarráðsins væru að reyna að kasta rýrð á undirskrifta- söfnun gegn Icesave-frumvarpinu. Fram hefur komið hjá tals- mönnum InDefence, að nokkuð hafi borið á bullundirskriftum og þegar raktar hafi verið IP-tölur þeirra tölva, þaðan sem þessar undir- skriftir koma, komi oft upp lén stjórnarráðsins, Hagstofunnar og Ríkisútvarpsins. Þorgerður Katrín spurði Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, hvort hún muni beita sér fyrir því að þetta verði rannsakað. Katrín sagði, að það væri ekki nýtt að fólk nýtti sér undirskriftasafnanir á net- inu til einhverskonar gamansemi. Það drægi hins vegar úr trúverð- ugleika þeirra, sem stæðu fyrir undirskriftasöfnuninni og væri ekki til að ýta undir framgang lýðræð- isins. Katrín sagði, að fólk hefði ákveð- ið leyfi til að birta skoðanir sínar óháð sínum vinnuveitanda. Þess vegna hafi margir vinnustaðir þá starfsreglu, að fólk nýti sín einka- netföng til að skiptast á skoðunum en ekki netföng vinnustaðarins. Hins vegar sé það væntanlega svo, að IP-tala vinnustaðarins birtist ef þetta er gert í vinnutíma. Ráðherra sagði mikilvægt að ræða þessi mál innanhúss hjá RÚV og einnig væri mikilvægt að fjalla um þau innan stjórnarráðsins. Þor- gerður Katrín sagði, að málið væri alvarlegt og það ríkti tortryggni í garð stjórnarráðsins því þar væru greinilega menn, hugsanlega spuna- meistarar Samfylkingarinnar, að reyna að skipta sér af undir- skriftasöfnuninni. „Það dugar ekki fyrir mig að heyra að það eigi að rabba um þessi mál yfir tebolla.“ gummi@mbl.is Aðilar innan stjórnarráðs að kasta rýrð á söfnunina? Katrín Jakobsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir FARI svo að þjóðin hafni laga- frumvarpi sem forsetinn hefur áður synjað stað- festingar eru engin takmörk fyrir því hvað Al- þingi Íslendinga getur lagt mörg samskonar frum- vörp, sem þingið hefur þá samþykkt, í hendur forset- ans aftur. Þingið getur þar með endurtekið ferlið þar til viðkomandi frumvarp verður hugsanlega sam- þykkt. Ef þjóðin hafnar lögum falla þau sjálfkrafa úr gildi en þau öðlast í millitíðinni gildi, jafnvel þó að forset- inn synji þeim. Þetta segir Ragnhildur Helga- dóttir, prófessor í lögfræði við Há- skólann í Reykjavík, og vísar til 26. greinar stjórnarskrárinnar. Greinin hljóðar svo: „Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vik- um eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi stað- festingar, og fær það þó engu að síð- ur lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir at- kvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“ Aðspurð hvers vegna engar kvaðir séu á þessari heimild þingsins vísar Ragnhildur aftur til stjórnarskrár- innar. Hún bætir því svo við að ganga megi útfrá því að Alþingi myndi ekki samþykkja oft lög sem þjóðin hafi hafnað, enda meirihluti þjóðar þá ósammála valdhöfunum í tilteknu máli. baldura@mbl.is Alþingi engin tak- mörk sett Ragnhildur Helgadóttir Þingið getur endurtekið ferlið UM 250 Íslendingar nýttu sér þjón- ustu áhugaljósmyndara sem buðu fólki endurgjaldslausa myndatöku sl. laugardag. Sextán ljósmyndarar unnu að verkefninu í sjálfboðavinnu, á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Á bak við verkefnið stendur Help Portrait, grasrótarhreyfing ljós- myndara sem hjálpar þeim sem minna mega sín til að eignast góðar ljósmyndir af sér. 250 fengu jólamyndir Alhliða gólfhreinsir fyrir plastparket - lakkað parkett - alla dúka og flísar Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Áfangar - Vélaleiga Húsavíkur - Nesbakki - Skipavík - SR byggingavörur - Eyjatölvur - Miðstöðin - Óskaþrif Hólmavík - Pottar og prik - Núpur - Litaver - Byggt og búið Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.