Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is RÍKISKAUP bjóða matsölu til starfsmanna Landspítala – háskóla- sjúkrahúss út að nýju einhvern næstu daga. Fyrra útboð var fellt úr gildi og tekið undir kröfur um að Ríkiskaup væru skaðabótaskyld gagnvart lægstbjóðanda. Landspítali rekur átta mötuneyti fyrir starfsfólk sitt. Ákveðið var að bjóða matsöluna út til að spara og var starfsfólkinu sagt upp störfum miðað við áramót þegar verktaki átti að taka við rekstrinum. Boðnar voru út 600 þúsund mál- tíðir á ári, í þrjú ár. Inni í því eru heitar máltíðir sem niðurgreiddar eru af Landspítalanum en einnig samlokur, jógúrt og fleiri vörur sem seldar eru í matsölum. Fimm buðu. Sláturfélag Suðurlands (SS) var með lægsta tilboð í niðurgreiddan mat, G. Eiríksson með það næst lægsta og Sælkeraveislan með þriðja lægsta tilboð. Munar tugum milljóna á tilboðunum. Matskenndar forsendur Ríkiskaup ákváðu að taka tilboði Sælkeraveislunnar og tilkynntu SS að tilboði þess hefði verið vísað frá vegna þess að upplýsingar hefði vantað með tilboðinu. SS kærði niðurstöðuna til kæru- nefndar útboðsmála. Nefndin stöðv- aði samninga um matarsöluna og hefur nú ógilt útboðið. Niðurstaða kærunefndarinnar byggist meðal annars á því að hluti forsendna í útboðinu hafi ekki verið nógu skýr til að bjóðendur gætu áttað sig á því hvernig kaupandi hygðist meta tilboð þeirra. Þær byðu upp á nánast ótakmarkað mat. Það sé brot á lögum um útboð. Einnig kemur fram í úrskurðinum það álit að vegna þess hversu ungt fyrirtæki Sælkeraveislan er gæti það ekki fullnægt skilyrðum útboðs- ins. „Þetta eru forkastanleg vinnu- brögð. Búið er að eyðileggja fyrir okkur verkefni sem við hefðum átt að fá,“ segir Steinþór Skúlason, for- stjóri SS. Ríkiskaup hyggjast bjóða matsöl- una út að nýju. „Það er ekkert ann- að að gera, hvort sem við erum sátt- ir við niðurstöðuna eða ekki. Það tekur langan tíma að fara fyrir dómstóla,“ segir Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa. Samningar við núverandi starfsfólk mötuneytanna hafa verið framlengdir til 1. apríl. Matsala boðin út að nýju  Úrskurðarnefnd útboðsmála telur að Ríkiskaup hafi brotið lög með því að vísa frá tilboði SS í matsölu starfsmanna Landspítala  Munar tugum milljóna Í HNOTSKURN »Ríkiskaupum ber aðgreiða Sláturfélagi Suður- lands 400 þúsund kr. vegna kostnaðar við kæru. »Fram kemur það álitkærunefndar að Ríkis- kaup séu skaðabótaskyld gagnvart SS, vegna kostn- aðar við undirbúning og þátt- töku í útboði fyrir Landspít- alann. »Ríkiskaup hafa ekki tekiðafstöðu til skaðabótakröfu en SS hyggst sækja kröfu sína fyrir dómstólum ef á þarf að halda. MÚSASTIGAR voru framleiddir í stórum stíl í frístundaheimilinu Hlíðarskjóli í gær. Til verks- ins var fengin hjálp foreldranna sem kepptust ekki síður við af mikilli samviskusemi. Ábúðarfullir klipptu nemendurnir niður krep- pappír, munduðu límstifti og göldruðu þannig fram hvern músastigann á fætur öðrum. Nafnið gefur þó enga vísbendingu um notagildið því músastigar eru eingöngu notaðir til skrauts eins og þeir vita sem einhvern tímann hafa komið ná- lægt gerð slíkra stiga. Hitt er jafnvíst að alltaf er gott að vanda til verksins. MÝSNAR FÁ STIGA Morgunblaðið/Árni Sæberg SKULDIR og skuldbindingar Álftaness nema ríflega sjö millj- örðum króna og er sveitarfélagið komið í greiðslu- þrot. Gert er ráð fyrir að skýrsla um fjármál Álfta- ness, sem eftir- litsnefnd um fjár- mál sveitarfélaga lét gera, verði kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag, en hún hefur verið kynnt sam- gönguráðherra og sveitarstjórn Álftaness. Fyrir rúmlega mánuði tilkynnti sveitarstjórn Álftaness að fjár- þröngin væri svo alvarleg að sveit- arstjórnin gæti ekki staðið í skilum. Síðan hefur eftirlitsnefndin átt fundi með fulltrúum sveitarfélagsins til að leita allra mögulegra leiða út úr vandanum. Árstekjur upp á um milljarð standa ekki undir ríflega sjö milljarða skuldum og skuldbind- ingum og því er Álftanes í raun gjaldþrota, þó í lögum segi að sveit- arfélög geti ekki orðið gjaldþrota. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa engar ákvarðanir verið teknar um framhaldið. Brýnasta málið er að leysa fjárhagsvandann frá degi til dags til að geta haldið sveitarfélaginu gangandi, en síðan þarf að semja við lánardrottna og í kjölfarið fara í langtímaaðgerðir. steinthor@mbl.is Álftanes í gjörgæslu ráðuneytis Skortur Álftanes er í fjárþröng. Skuldir og skuldbind- ingar sjö milljarðar Á SJÖTTA þúsund manns tóku þátt í netkosningu um smærri nýfram- kvæmdir og viðhaldsverkefni sem efnt var til á heimasíðu Reykjavík- urborgar www.reykjavik.is/kjostu. Kosningunni lauk í gær, en hún var opin öllum íbúum borgarinnar á 16. aldursári og eldri. Kosið var á milli verkefnaflokk- anna Leikur og afþreying, Sam- göngur og Umhverfi og útivist. Eiga þau verkefni sem flest at- kvæði hlutu í hverju hverfi að fara á fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Alls stendur til að verja 100 milljónum króna til þessara verk- efna. Netkosningu um viðhald og fram- kvæmdir lokið Hvernig í ósköp- unum geta börnin komist yfir þrjú tár frá drottningunni? Tekst þeim að aflétta álögum galdrasteinsins? Ofurspennandi ævintýri eftir 16 ára stúlku. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is INGIMUNDUR Friðriksson, fyrr- um seðlabankastjóri, segir að reglur Seðlabanka Íslands um lausafjárfyr- irgreiðslu hafi um árabil verið í meg- inatriðum sniðnar eftir reglum Seðlabanka Evrópu. „Ég segi í meg- inatriðum vegna þess að þær voru a.m.k. lengst af nokkru þrengri en reglur evrópska bankans, þ.e. Seðla- bankinn gerði strangari kröfur um veðhæfi,“ segir Ingimundur í erindi sínu Aðdragandi bankahrunsins í október 2008, sem birtist á vef Seðla- bankans í febrúar síðastliðnum. Ingimundur vísaði í skýrsluna þegar Morgunblaðið náði tali af hon- um og innti hann álits á nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Í skýrslunni var Seðlabankinn gagnrýndur fyrir að hafa ekki hert reglur um veð gegn lánum minni fjármálafyrirtækja í að- draganda hrunsins. Eins og fram hefur komið námu veðlánin 345 millj- örðum króna og tók ríkið yfir 270 milljarða, en þar af voru 175 millj- arðar strax afskrifaðir. Áætlað tap ríkisins nam því alls 250 milljörðum króna, en hafa ber í huga að með neyðarlögunum var forgangi krafna breytt, þannig að innistæður fóru fram fyrir kröfur vegna skuldabréfa. Ingimundur segir að fyrirgreiðsla íslenska seðlabankans hafi því í meg- inatriðum verið með svipuðum hætti og á starfssvæði Seðlabanka Evr- ópu, áþekk veð hafi verið tekin gild. „Það gilti m.a. um skuldabréf útgefin af bönkum. Á liðnu ári [2008] voru stigin skref í enn frekari aðlögun reglnanna að hinum evrópsku í því skyni að greiða fyrir aðgengi að lausafé,“ segir ennfremur í erindinu. Veðlán SÍ sniðin eftir reglum Evrópubankans Lengst af þrengri reglur en hjá evr- ópska bankanum Morgunblaðið/Golli Fyrirgreiðsla Reglur SÍ voru áþekk- ar reglum Seðlabanka Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.