Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Um 30% aukn- ing í skóla- heilsugæsluna Ekki liggur fyrir hvort og þá hvaða áhrif niðurskurður í grunnskólunum hefur á nemendur, en í fyrravetur var um 30% aukning á komum nem- enda í skólaheilsugæsluna á höf- uðborgarsvæðinu samanborið við veturinn á undan, að sögn Mar- grétar Héðinsdóttur, sviðsstjóra heilsuverndar skólabarna á Þróun- arstofu heilsugæslunar. Um 120 til 130 hjúkrunarfræð- ingar á vegum heilsugæslunnar sinna heilsuverns skólabarna í grunnskólum landsins og eru um 800 nemendur á hvert stöðugildi. Margrét Héðinsdóttir segir að þessi stöðugildi hafi ekki verið skorin nið- ur og fullur vilji sé til að halda óbreyttri þjónustu þrátt fyrir nið- urskurð hjá heilsugæslunni. Nem- endur í grunnskóla hafa frjálsan að- gang að skólahjúkrunarfræðingum. Margrét segir að algengasta ástæð- an fyrir komu þeirra sé að þeir hafi meitt sig eða að þeir finni til. Reynsl- an sýni að þegar barn kvarti vegna þess að það sé með höfuðverk eða magaverk liggi oft eitthvað annað að baki vanlíðaninni. Gjarnan komi til dæmis í ljós að viðkomandi barn hafi ekki borðað morgunmat, en það nefnir það ekki í fyrstu heldur segist vera með magaverk. Rekstrarkostnaður grunnskóla nam um 41,4 milljörðum króna 2004 en um 52,3 milljörðum 2008, sem er um 26% hækkun. Laun og launatengd gjöld námu um 2⁄3 af heildarkostnaði eða liðlega 33 milljörðum. Rekstrarkostnaðurinn jókst um 13 milljarða eða um 33% á árunum 2005-2008, þar af um níu milljarða á milli áranna 2005 og 2006. Á umræddu tímabili jókst kostnaðurinn við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu um 6,2 millj- arða. Á árunum 1998-2008 fjölgaði stöðugildum annars starfsfólks um 897 eða um rúm 63%. Stöðugildin voru 2.175 2005 en 2.316 2008 og fjölgaði því um 141. Þar af fjölg- aði námsráðgjöfum um 25 stöðu- gildi eða um 56%, þroskaþjálfum um 46 stöðugildi eða um 65% og stuðningsfulltrúum um 83 stöðu- gildi eða um 19%. Kostnaður 52 milljarðar Fjallað verður um 850 milljóna króna niðurskurð ríkisins til framhaldsskóla og afleiðingar hans, ekki síst fyrir nemendur og kennara í fjarnámi og kvöldskóla. Á morgun Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FULLTRÚAR Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru bjartsýnir á að áætlun sjóðsins haldi og að innan nokkurra ára verði staða Íslands önnur og bjartari en hún er nú. Á blaðamannafundi í húsakynnum Seðlabanka Íslands í gær greindu þeir Mark Flanagan og Franek Rozwadowski frá viðræðum, sem starfs- hópur AGS hefur átt hér á landi undanfarnar vikur í tengslum við aðra endurskoðun á áætlun sjóðsins. Sagði Flanagan að nú liti út fyrir að samdráttur vergrar landsframleiðslu í ár yrði um 7-8 prósent í stað 10 prósenta eins og spá sjóðsins gerði áður ráð fyrir og að hagvöxtur hæfist að nýju á næsta ári. Þá sagði hann að skuldir hins opinbera væru minni en spáð hafði verið, einkum vegna þess að kostnaður við endurfjármögnun bankanna var minni en gert var ráð fyrir. „Hins vegar lítur út fyrir að skuldir einkaaðila séu hærri en spár okkar gerðu ráð fyrir og gerir að verkum að skuldir þjóð- arbúsins í heild eru hærri en við spáðum áður.“ Sagðist hann ekki að svo stöddu geta sagt ná- kvæmlega hver skuldastaða þjóðarbúsins væri, en sagði hana þó nær fyrri spám um 307 prósent af vergri landsframleiðslu, en þeim 350 prósentum sem nefnd hafa verið í umræðunni. Sagði hann að þótt skuldirnar væru meiri en spáð hefði verið væru þær þó enn innan marka þess sem þjóðarbúið gæti staðið undir. Við gerð áætlunarinnar hefði verið reynt að miða við raun- hæfa skuldabyrði, sem Ísland gæti staðið undir þótt aðstæður breyttust til hins verra. Nefndi hann sem dæmi að þótt vextir yrðu hærri og gengi krón- unnar lægra en spáð hefði verið ætti Ísland samt sem áður að geta staðið við skuldbindingar sínar. Flanagan sagði að ástandið hefði vissulega áhrif á lífskjör í landinu, enda hefði kaupmáttur þegar rýrnað til muna m.a. vegna gengisfalls krónunnar. Staðan ætti hins vegar að batna aftur á næstu ár- um. Tillit tekið til Icesave-samkomulagsins Hvað varðar fjármál ríkisins og fjárlög sagði Flanagan að sjóðurinn skipti sér ekki af því hvern- ig markmiðum áætlunarinnar væri náð í þeim efn- um svo lengi sem fjárlög væru í takt við hana. „Það er Íslendinga og íslenskra stjórnvalda að ákveða hvernig markmiðum um að jafna rekstur rík- issjóðs er náð. Við komum því aðeins með ábend- ingar ef við teljum að ákveðnar ráðstafanir muni ekki skila tilætluðum árangri eða valda skaða.“ Nefndi hann sem dæmi að sjóðurinn hefði varað við hugmyndum um fyrirfram innheimtu skatta. „Við höfum varað almennt við slíkum hugmyndum án þess að farið sé í einstök atriði. Slíkar aðgerðir fresta í raun aðeins nauðsynlegri aðlögun í rík- isrekstri. Tölurnar líta betur út til skemmri tíma litið, en þegar fram í sækir versna þær.“ Sagði hann að í útreikningum sjóðsins varðandi skuldir hins opinbera og nauðsynlega aðlögun rík- isrekstrar væri nú þegar tekið tillit til rík- isábyrgðar á Icesave-sáttmálanum við Breta og Hollendinga. Vaxtagreiðslur vegna þeirra væru reiknaðar inn í áætlanir um aðlögun á rekstri rík- issjóðs. Hvað varðar lán frá Norðurlandaþjóðum og öðr- um vinaþjóðum Íslendinga sagði Flanagan að mat sjóðsins væri að nauðsynlegt yrði fyrir Íslendinga að nýta þau að fullu, en eftir væri að ganga frá ákveðnum þáttum áður en það yrði hægt. Varðandi það af hverju svo mjög dróst að afgreiða lán sjóðs- ins til Íslands segir Flanagan að það mál hafi þeg- ar verið afgreitt í fjölmiðlum. Hafa Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn, Norðurlöndin og Evrópusambandið vísað hvert á annað í þeim efn- um, en allir eru þó sammála um að afgreiðsla Ice- save-málsins hafi verið ástæða tafanna. Þróun mála enn í sam- ræmi við áætlun AGS Skuldir hins opinbera minni en gert var ráð fyrir en skuldir þjóðarbúsins meiri Mrogunblaðið/RAX Sjóður Franek Rozwadowski og Mark Flanagan, fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, kynntu stöðu mála á fundi í húsakynnum Seðlabanka Íslands í gær og sögðu þróunina í samræmi við áætlun. Tilgangur heimsóknar sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins var að fara yfir árangur ís- lenskra stjórnvalda til þessa og ræða við hags- munaaðila af ýmsu tagi, stjórnvöld, stéttarfélög og samtök atvinnulífsins þar á meðal. Samkomulag hefur náðst um afgreiðslu næsta hluta láns sjóðsins, en framkvæmda- stjórn AGS þarf að samþykkja það áður en til af- greiðslu kemur. Er gert ráð fyrir því að málið verði tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum um miðjan janúarmánuð. Meðal þess sem þarf að klára er endurfjár- mögnun bankanna og styrking opinbers eftirlits með bankakerfinu. Þá verður að ganga frá af- greiðslu lána frá vinaþjóðum Íslands, en skilja mátti af orðum Marks Flanagans, fulltrúa AGS, að enn væri því verkefni ólokið. Gæta þyrfti jafnræðis meðal kröfuhafa bank- anna, en hann sagði einnig að óhjákvæmilegt væri að einhver lán einkaaðila yrðu endur- skipulögð. Mikilvægt væri að gæta sanngirni við þá vinnu. Fulltrúar AGS ræddu við fjölda hagsmunaaðila Drög að samkomulagi liggja fyrir um af- greiðslu annarrar endurskoðunar á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og verður hún tek- in fyrir á fundi framkvæmdastjórnar sjóðsins um miðjan janúar næstkomandi. GYLFI Magnússon viðskiptaráð- herra sagði á Alþingi í gær að Seðlabankinn hefði gert af- drifarík mistök þegar hann ákvað hvaða veða hann krafðist fyrir lánum til fjármálastofnana. Hefði bankinn að verulegu leyti tekið svokölluð ástarbréf að veði og þau væru nú verðlítil eða verð- laus. Gylfi var að svara fyrirspurn frá Birni Val Gíslasyni, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, um málið. Gylfi sagði að ekkert væri við því að segja að seðlabanki veitti bankakerfi lausafjárfyrirgreiðslu. Það mætti hins vegar velta því fyrir sér hvort lausafjárfyrirgreiðslan væri of mikil. „En það er alveg ljóst að Seðla- bankinn gerði afdrifarík mistök þegar hann ákvað hvaða veða hann krafðist fyrir þessum lán- um,“ sagði Gylfi. Hann sagði að til samanburðar mætti bera sam- an kröfur, sem seðlabanki Evr- ópu, gegnum seðlabanka Lúx- emborgar, krafðist þegar íslensku bank- arnir fóru fram á að fá lausa- fjárfyrirgreiðslu þar. Evrópski seðlabankinn hefði krafist veða í ríkisskuldabréfum og útlánasöfn- um bankanna og þegar upp væri staðið væri útlit fyrir að bankinn tapaði ekki einni einustu evru á íslensku bönkunum. Gylfi sagði aðspurður að það mætti vel vera að tilefni væri til rannsóknar á málinu. Hann sagði hins vegar rétt að bíða niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og bregðast við ef sú niðurstaða gæfi tilefni til frekari rannsóknar eða breytingar á lögum um ábyrgð stjórnenda Seðlabankans. Segir bankann hafa átt að taka betri veð Gylfi Magnússon Í takt við tímann kr.998 Grillaður kj úklingur, 2 l Pepsi eð a Pepsi Ma x KJÚKLINGA TILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.