Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 9 dagar til jóla GRÆNA kaffi- húsið var opnað á laugardag sl. Húsið er lítið kaffihús sem stendur inni í lystigarðinum Hellisgerði í Hafnarfirði. Græna kaffihúsið vinnur með álfaþema og selur ís- lenskt handverk. Ýmsar óvæntar uppákomur eru á döfinni. Á mat- seðlinum verða meðal annars belg- ískar vöfflur, jólaglögg, heitt súkkulaði, Stollen-jólabrauð og margt fleira. Græna kaffihúsið í Hafnarfirði ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational hefur hafið sölu á jóla- kortum. Myndin á kortinu ber heit- ið „Málverk af málverki“, og er eftir Húbert Nóa Jóhannesson myndlistarmann. Kortin eru seld á skrifstofu deildarinnar í Þingholts- stræti 27 og í ýmsum bókabúðum. Einnig má panta þau á heimasíðu Amnesty og í síma. Jólakort Amnesty International JÓLATRJÁASALA Flugbjörg- unarsveitarinnar í Reykjavík er hafin og stendur fram á að- fangadag, 24. desember. Í dag kl. 15-15.30 verður mikil stemning þegar jólasveinninn kemur í heim- sókn og syngur með börnunum við undirspil tveggja hljóðfæraleikara sveitarinnar Jólasveinar og tré JÓLAFUNDUR Handarinnar verð- ur á morgun, miðvikudaginn 16. desember nk. kl. 20.30 í neðri sal Áskirkju. Nokkrir félagar úr kór Áskirkju syngja jólalög undir stjórn Magn- úsar Ragnarssonar og Jón Júl- íusson leikari les jólasögu auk fleiri atriða. Kaffi og piparkökur. Fundur Handarinnar Fjöldamörg framlög til end- urbóta og viðhalds á vegum Húsafriðunarnefndar er að finna í breytingartillögum meiri hluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið. Þar er m.a. lagt til 1 millj- ónar kr. framlag vegna Pakk- húss í Ólafsvík, 3,1 milljón vegna Faktorshússins á Djúpavogi, 1 milljón vegna Salthússins á Þingeyri, 2,4 milljónir vegna gamla kaupfélagsins á Breið- dalsvík, 4,2 millj. kr. tímabundið framlag vegna Kvennaskólans á Blönduósi og 2,4 milljónir vegna gamla mjólkursamlagsins í Borgarnesi. Framlög til friðunar Friðað Faktorshús á Djúpavogi. „Fyrir 2. umræðu fjárlagafrumvarpsins slakar stjórnarmeirihlutinn á aðhaldskröfu ríkisstjórn- arinnar á útgjaldahlið fjárlaga,“ segja þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefnd- aráliti. Þeir gagnrýna frumvarpið harðlega og segja nauðsynlegt að grípa til sársaukafullra að- haldsaðgerða til að rétta þjóðarskútuna. Hins vegar sé gagnrýnivert hversu mikið rekstur ríkisins þandist út á liðnum árum. Ástæða hefði verið til, þegar slátturinn í hagkerf- inu var mikill, að draga úr opinberum rekstri. Ríkisstjórnin sé einnig „að kasta ísmolum inn í hagkerfið með skattalagatillögum sínum.“ Þór Saari, Hreyfingunni, gagnrýnir framlög í fjölda- mörgum safnliðum frumvarpsins en segir grund- vallarbreytingar á skattkerfinu til bóta. Kastar ísmolum Gerð er tillaga um 75 millj- óna kr. framlag til Þjóð- skjalasafnsins til að halda áfram grunnskráningu og endurskráningu á lítt eða óskráðum skjalasöfnum og vinnu við stafræna gerð manntala. Þessu verkefni var komið á fót í kjölfar tillagna rík- isstjórnarinnar um mót- vægisaðgerðir vegna niðurskurðar í þorskkvóta. Verkefnið hefur skapað fjölda starfa við skjala- skráningu í einum fimm héraðsskjalasöfnum á landsbyggðinni og starfa nú 32 einstaklingar við það. 75 millj. í skjalasöfn Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MEIRI hluti fjárlaganefndar leggur til fjölda smærri framlaga til við- fangsefna af ólíku tagi í breyting- artillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs. Á sérstöku yfirliti er að finna hundruð tillagna um aukin út- gjöld, m.a. til safna og setra víðs vegar um landið, húsafriðunar, lista og menningarstarfsemi svo eitthvað sé nefnt. Önnur umræða um fjár- lagafrumvarpið hófst í gær og stóð fram eftir kvöldi. Alls er lögð til rúmlega 50 milljóna kr. hækkun stofnkostnaðarframlaga til 32 viðfangsefna og stofnana. Með- al þess sem meirihlutinn leggur fyrir 2. umræðu er að einni milljón kr. verði varið til endurgerðar Skaft- holtsrétta, 1,1 milljón fari í stofn- kostnað vegna Fræðaseturs um náttúruhamfarir vegna gosa í Mýr- dals- og Eyjafjallajökli og að Félag áhugamanna um Skrímslasetur fái 2,1 milljón kr. Meirihlutinn vill að 2,8 milljónum verði varið til Salt- fiskseturs Íslands í Grindavík og 1,7 milljónir kr. fari í kaup á húsnæði fyrir Sauðfjársetrið á Ströndum, svo dæmi séu tekin. Undir liðnum listir er m.a. gerð tillaga um 15 milljóna kr. framlag til Leikfélags Reykjavíkur, eina milljón vegna sumartónleika í Skálholts- kirkju og tvær milljónir til Drauma- smiðjunnar – döff-leikhúss. Á yfirliti um styrki til útgáfumála er að finna tillögu um þriggja millj- óna kr. styrk vegna færeysk- íslenskrar orðabókar, þriggja millj- óna kr. styrk til heildarútgáfu Ís- lendingasagna á dönsku, norsku og sænsku og 1,5 millj. kr. í útgáfu Charlie Strand, bókar um íslenska tískuhönnun. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 6 milljónir kr. verði veittar samtökunum Heimili og skóla og 5 milljónum verði varið vegna rekst- urs Kvenfélagasambands Íslands. Rannsaka menninguna Rökstuðningur að baki tillögum meirihluta nefndarinnar er oftar en ekki sá að með þessum útgjöldum sé stuðlað að atvinnu við þessi við- fangsefni auk þess að styrkja og styðja menningarlífið. Alls er gert ráð fyrir 131 milljónar kr. útgjöldum á yfirliti yfir ýmis framlög mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þar á meðal eru 4 milljónir til menn- ingarrannsókna, 7,5 milljónir til uppbyggingar Þórbergsseturs og 1,4 milljónir vegna bókmennta- hátíðar í Reykjavík. Af öðrum verkum og viðfangs- efnum sem fá framlög úr ríkissjóði, verði tillögurnar samþykktar, eru Landnámssetur Íslands sem á að fá 5,6 milljónir, verkefnið Vest- mannaeyjabær – ,,handritin heim“ sem lagt er til að fái 2,8 milljónir og Heimskautsgerði á Raufarhöfn, 10,5 milljónir króna. Hundruð tillagna um framlög til verkefna Morgunblaðið/Heiddi Þingfundur Breytingartillögur fjárlaganefndar eru ræddar á Alþingi. Styrkja menn- inguna og stuðla að aukinni atvinnu 50 milljóna kr. lækkun á rekstr- arframlagi til sendiráða 175 milljónir kr. til að ljúka fram- kvæmdum við kennsluálmu Háskólans á Akureyri 30 milljóna kr. hækkun á nið- urgreiðslum til lýsingar í yl- rækt vegna hækkunar á raf- orkuverði 55,3 milljóna kr. hækkun á fjárheim- ild vegna viðbúnaðar gegn svínaflensu, bætist við 95 millj. í fjárlagafrumvarpinu 1.167 milljóna hækkun á fjárheimild vegna S-merktra lyfja stóru sjúkrahúsanna skv. tillögu meirihluta fjárlaganefndar 1.500 þúsund króna framlag til jóla- sveina í Mývatnssveit undir liðnum ferðamál Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is *Árleg meðalávöxtun frá 15.01.2001 til 31.10.2009. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. Við öflum fyrir þig 9,8% 100%RÍKISTRYGGING MEÐALÁVÖXTUN* Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 RVK Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.