Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 ● Lítil velta var á skuldabréfamarkaði í gær en heildarveltan nam 5,23 millj- örðum króna. Mun meiri velta var með óverðtryggð ríkisbréf en hún var 3,6 milljarðar. Veltan með óverðtryggð íbúðabréf nam 1,66 milljörðum. Hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,22% í gær. Vísitalan fyrir verð- tryggð bréf hækkaði um 0,29% en vísi- talan fyrir óverðtryggð hreyfðist lítið sem ekkert í viðskiptum gærdagsins. Lítil skuldabréfavelta ÞETTA HELST ... ● ÚKRAÍNA hefur óskað eftir tveggja milljarða dala neyðarláni frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, en sjóðurinn hefur nú þegar látið Úkraínu í té 11 milljarða dala. Sjóðurinn neitaði hins vegar að af- greiða síðasta hluta lánsins vegna þess hve honum þótti þarlend stjórnvöld sein til að grípa til umfangsmikilla aðhalds- aðgerða í ríkisrekstri. bjarni@mbl.is Óskar eftir neyðarláni ● UM 2.000 við- skiptavinir Íslands- banka fjármögn- unar hafa óskað eftir höfuðstóls- lækkun vegna bíla- lána, en hægt er að sækja um höf- uðstólslækkun vegna bílalána í er- lendri mynt og vertryggðum krónum. Kemur þetta fram í tilkynningu frá bankanum. Þá hafa um 900 við- skiptavinir sótt um greiðslujöfnun vegna erlendra bílalána hjá Íslands- banka. Höfuðstóll erlendra bílalána lækkar að meðaltali um 23% og höfuðstóll verðtryggðra lána lækkar um 5%. bjarni@mbl.is Um 2.000 hafa sótt um lækkun bílalána Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is GREININGARDEILD Arion spáir miklum verðlagshækkunum við upp- haf næsta árs og að verðbólgan muni ná hámarki í mars og mælast rétt undir 11%. Hins vegar gera sérfræð- ingar bankans ráð fyrir að verðbólga í desember verði nokkru minni en hún var í nóvember. Í Markaðspunktum Arion kemur fram sú spá að verðbólga muni taka kipp í janúar vegna áhrifa skatta- hækkana stjórnvalda á verðlags- þróun. Gert er ráð fyrir að þeirra áhrifa muni gæta fram í mars. Þá mun verðbólguskotið vegna skatta- hækkana ná hámarki og verðbólga á ársgrundvelli nema 10,8%. Í kjölfar- ið mun verðlag hjaðna á ný og verð- lagshækkanir munu nema 6,7% á ársgrundvelli næsta hálfa árið. Fram kemur í spánni að verði geng- is- og launaþróun hófleg á næstu sex mánuðum muni hratt draga úr verð- bólgu upp úr miðju næsta árs en sú forsenda felur í sér að ekki komi til neikvæðra víslxverkana verðlags- og launahækkana. Sérfræðingar Arion segja að helsta ástæðan fyrir verðbólgu- skotinu verði sú að verðlag muni hækka 0,5% umfram þau beinu árhif sem hækkanir á sköttum og gjöldum hafa á verðlagsþróun. Forsendan fyrir þeirri niðurstöðu er að „upp- söfnuð hækkunarþörf kaupmanna“, eins og það er orðað í Markaðs- punktum, vegna þessa verði að ein- hverju leyti látin fljóta með út í verð- lag og að menn muni hækka „ríflega fyrst þeir eru að hækka á annað borð“. Rekja má þessa „uppsöfnuðu hækkunarþörf“ að einhverju leyti til þess að áhrif gengislækkunar krón- unnar síðasta ár eru ekki að fullu komin út í verðlagið. Fram kemur í spá Arion að þrátt fyrir að verðbólguþrýstingur muni brjótast fram í janúar geri sérfræð- ingar bankans ráð fyrir aðeins 0,5% hækkun verðlags í desember. Það þýðir 7,5% hækkun á ársgrundvelli. Spá að verðbólgan fari í tæp 11% í mars á næsta ári Greiningardeild Arion sér verðbólguskot í kortunum Morgunblaðið/Ásdís Verðlagsbreytingar Íslenskir neytendur gætu þurft að teygja sig enn lengra í innkaupaferðum á næstu mánuðum vegna hækkandi verðlags. Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is FRESTUR sem Fjármáleftirlitið gaf til að ganga frá uppgjöri á milli gamla og nýja Landsbanka rennur út á miðnætti í kvöld. Þorsteinn Þor- steinsson, stjórnarformaður banka- sýslu ríkisins, segir að stefnt sé að því að ná samkomulagi fyrir þann tíma. „En þegar tveir deila getur annar aðilinn ekki lofað því hvenær samkomulagið næst,“ segir hann. Að undanförnu hafa staðið yfir samningaviðræður bankasýslunnar við skilanefnd gamla bankans og stærstu kröfuhafa í þrotabú Lands- bankans. Spurður hvort átök hafi verið í samskiptum við skilanefnd og kröfuhafa segir Þorsteinn: „Ja það eru svona skoðanaskipti, skulum við segja,“ segir hann. Að sögn Þorsteins er nú verið að fylla upp í rammasamkomulagið sem var undirritað 10. október, en það gerir ráð fyrir því að nýi Lands- bankinn gefi út skuldabréf á gamla bankann, að upphæð 260 milljarðar króna. Einnig fái gamli bankinn 20% hlut í nýja bankanum fyrir 28 millj- arða króna. Aðspurður um vaxtakjör á skulda- bréfinu, sem er í pundum, evrum og dollurum, segir Þorsteinn að fyrstu fimm árin verði vextir 1,75% ofan á LIBOR-millibankavexti, breytilegir Frestur til miðnættis Skilanefnd og kröfuhafar Landsbanka annars vegar og bankasýsla ríkisins hins vegar vinna að samkomulagi um uppgjör milli gamla og nýja Landsbanka til þriggja mánaða, en þriggja mán- aða vextir í Bandaríkjadollar eru 0,25%, 0,6% í pundum og 0,68% á evrusvæðinu. Þessi vaxtakjör gilda fyrstu fimm árin. Eftir það verða vextir 3,9% ofan á LIBOR. Gera má ráð fyrir að til lengri tíma séu LIBOR-vextir á bilinu 2-3%, þannig að hugsanlega verða vextir að loknum fimm árum í kring- um 6-7%, að því gefnu að vextir í heiminum hækki upp í það á næstu árum, en eins og gefur að skilja er það háð mörgum óvissuþáttum. Á móti kemur að fyrstu fimm árin verður vaxtabyrðin léttari, eða 2-3%, miðað við núverandi LIBOR- vexti. Morgunblaðið/Golli Landsbanki Unnið að uppgjöri. NÝLEGAR hagfræðirannsóknir benda sterklega til þess að skatta- lækkanir séu mun betur til þess fallnar að hleypa nýju lífi í hag- kerfi en aukin útgjöld hins opin- bera. Þetta segir Gregory Mankiw, hagfræðiprófessor við Harvard há- skóla, í grein í New York Times. Greinina skrifar Mankiw vegna áforma ríkisstjórnar Baracks Obama um að auka enn opinber út- gjöld í því skyni að lyfta efnahag Bandaríkjanna upp úr yfirstand- andi kreppu. Segir hann að tölur sýni að fyrri tilraunir, þar á meðal 775 milljarða dala örvunarpakki, hafi ekki skilað tilætluðum árangri og því sé rétt að endurmeta stöð- una í stað þess að halda áfram. Mankiw segir að hingað til hafi verið talið að hver dalur sem ríkið eyði auki landsframleiðslu um 1,6 dali, en fyrir hvern dal sem skattar lækka um aukist landsframleiðsla aðeins um 99 sent. Nýju rannsóknirnar snúi þessum forsendum á haus. Þær bendi til að hver dalur sem fer í hagkerfið með skattalækkunum auki landsfram- leiðslu um þrjá dali. Rannsóknir á um 90 einstökum aðgerðum stjórn- valda um heim allan frá 1970 sýni að bestur árangur náist með skattalækkunum, en verstur með útgjaldaaukningu. bjarni@mbl.is Mælir frekar með lægri sköttum en útgjöldum Aðgerðir Gregory Mankiw mælir með skattalækkunum. ÁSGEIR Margeirsson hefur ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Geysis Green Energy. Fram kemur í fréttatilkynningu að ákvörðun Margeirs sé tekin í kjölfar ákvörð- unar stjórnar og viðskiptabanka fé- lagsins um að reyna að lækka skuld- ir félagsins með sölu eigna. Haft er eftir Ásgeiri í tilkynning- unni að hann telji ekki rétt að hann, sem hafi leitt uppbyggingu félags- ins, leiði slíka eignasölu. Alexander K. Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi fjármálastjóra fé- lagsins, mun taka við af Ásgeiri og stýra félaginu. Helstu eignir Geysis eru 57,4% hlutur í HS orku hf. og Jarðbor- unum hf. en félagið hefur ennfremur unnið að jarðhitaverkefnum í Kína, Þýskalandi, Bandaríkjunum og á Filippseyjum. Ásgeir hættir hjá GGE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.