SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Síða 2

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Síða 2
2 11. apríl 2010 4-8 Vikuspeglar Ekki til nein töfralausn, guðfaðir pönksins fallinn frá og er hægt að vera betri en Lionel Messi? 22 Það er ekki sama túnfiskur og túnfiskur Íslendingar drepa niður fæti í ólíklegustu atvinnuvegum um víða veröld. Heimur túnfisksins er einn þeirra. 28 Er Glymur ekki hæsti fossinn? Tignarlegur eldfoss fellur nú í Hvannárgil. 32 Hvernig er að lenda í árekstri? Reynslusögur af árekstrum notaðar til þess að hafa jákvæð áhrif á ungt fólk í nýju kennsluefni Umferðarstofu. 40 Nepölsk matar- gerðarlist Deepak Panday vill miðla af þekkingu sinni og reynslu til Íslendinga. 42 Kvikmyndir Spreytir Paul Greengrass sig á endurgerð The Fantastic Voyage? Lesbók 48 Flogið inn í eyru hlustenda Ingibjörg B. Frímannsdóttir hermir af tungutaki. 48 Jónas var tímalaust skáld Dick Ringler hefur haft listaskáldið góða á heilanum í hálfan fimmta áratug og sendir nú frá sér doðrant með þýðingum sínum. 54 Minnir á props úr Harry Potter Umsögn um nýju hurðina í Hallgrímskirkju. 38 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Árni Sæberg af Kristni Sigmundssyni. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið T ilhlökkunin er mikil hjá fimm ára gutta. Enda hefur honum verið tilkynnt að hann sé að fara með fjölskyldunni út að borða. En vonbrigðin eru þeim mun meiri er hann kemst að því að það á alls ekki að borða úti. Það er fimmtudagskvöld og förinni heitið á Austur, sem heitir eftir strætinu sem staðurinn stendur við, en þar verður veitinga- og skemmti- staður með nýrri umgjörð opnaður um helgina. Yf- ir eldhúsinu er Kári Þorsteinsson, sem unnið hefur á átta Michelin-stöðum. Og með honum samdi matseðilinn Stefán Magnússon, sem er vanur steikhúsum. Hann fór fimmtán ára gamall til Ósk- ars Péturssonar á Argentínu og sagðist vilja læra hjá honum – engum öðrum. Óskar sagði honum að koma þegar hann yrði sextán ára. Sem hann og gerði og er nú hokinn af reynslu, rétt kominn á þrítugsaldur. Matseðillinn er nýr og steikurnar aðal veitinga- staðarins. Hægt er að fá heyreykta steik og steik sem elduð hefur verið í tólf tíma. Svo má panta sér kengúru og matargestir fá óvæntan glaðning. „Ég er búinn að borða sebrahest,“ segir guttinn vígreif- ur. Ekki verður hjá því komist að nefna eftirréttina. Þetta kvöld reiðir Örvar Birgisson fram sorbet með storknuðum hraunmola, sem er sláandi líkur þeim sem myndað hafa fjall á Fimmvörðuhálsi. Fjall sem sumir vilja nefna Hrunafell, en aðrir Skjaldborg. Hraunmolinn reynist dísætur, enda búinn til úr sykri og hvílíkt lostæti! Inni á staðnum eru nokkrir þekktir fagurkerar í skemmtanalífi. Og skemmtilegt sprund af Nesinu, sem veigrar sér þó við að heilsa þegar hún kemur úr fríska loftinu fyrir utan. „Æ, ég var akkúrat að gera Júdas,“ segir hún. Af verksummerkjum að dæma var hún að reykja. En orðið finnst þó ekki í nýrri Orðabók um slang- ur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál. Stóra systir er þeirrar skoðunar að Austur sé nýtísku- legur og fínn staður. „Við hefðum átt að koma í sparifötum.“ Um fólkið á staðnum segir hún: „Fullorðið.“ Fimm ára guttinn er búinn að jafna sig á því að fá ekki að borða úti og segist vilja fá súpu. „Viltu fá humarsúpu?“ spyr pabbinn. „Nei, ég vil fá súpu,“ svarar hann ákveðinn. Hann ætlar þó að ráða einhverju þetta kvöld. Og svo segir hann frá nýjustu uppgötvuninni á leikskólanum. „Ef maður borðar sand og ef maður borðar mold og drekkur svo, þá springur maður!“ „Hvar heyrðirðu það?“ spyr pabbinn undrandi. „Gabríel sagði mér það!“ „En ekki kom þetta fyrir hann,“ segir pabbinn og gefur sig ekki. En mætir ábúðarfullu augnaráði sonar síns og nýjasta frasanum: „Ertu klikkaður?“ pebl@mbl.is Það er lífleg stemmning meðal matargesta Austurs á gólfi, sem síðar um kvöldið er dansað á. Morgunblaðið/Ómar Hraun í miðborginni 16. apríl Næstkomandi föstudag, 16. apríl, ætlar Vox academica að flytja Re- quiem eftir Mozart í Langholtskirkju. Stjórnandi kórsins er Hákon Leifs- son en einsöngvarar verða Þóra Einarsdóttir sópran, Ingunn Ósk Sturlu- dóttir alt, Gissur Páll Gissurarson tenór og Kristinn Sigmundsson bassi. Auk sálumessunnar mun Þóra flytja Jauchzet Gott in allen Landen! sóló kantötu BWV 51 eftir J.S. Bach. Hægt er að nálgast miða í 12 tónum, Skólavörðustíg 15. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Mozart Requiem í Langholtskirkju Við mælum með… 11. apríl Ívar Brynjólfsson er um þessar mundir með sýningu í Lista- safni Íslands sem ber heitið Vinnustaðir alvöru karla. Þar sýna svarthvítar ljósmyndir „hrá- slagalegt umhverfi vélaverkstæða, trésmíðaverkstæða og salarkynna þar sem karlmenn ráða ríkjum.“ Kl. 14 mun Halldór Björn Runólfs- son safnstjóri fjalla um sýninguna í Sunnudagsleiðsögn. 16.-17. apríl Litla ljóðahátíðin fer fram á Akureyri þessa daga. Meðal þeirra sem fram koma eru Sigurður Pálsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Bragi Ólafsson og Óskar Árni Ósk- arsson. Ljóðakvöld fara fram á Populus Tremula en fyrirlestrar í menningarsetrinu á Möðruvöllum. www.noatun.is HEITT MEÐHEIM Nóatún bestir í kjöti LAMBABÓGUR STEIK KR./STK. 1498 BBESTIRÍ KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.