SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 6
6 11. apríl 2010
Malcolm McLaren fæddist árið 1946 og ólst upp hjá
ömmu sinni. Hann gekk í listaskóla og var orðinn
áberandi í breska pönkinu áður en Sex Pistols komu
til sögunnar. Hann vakti fyrst umtal þegar hann opn-
aði verslun ásamt Vivienne Westwood þar sem
áhersla var lögð á að uppfylla áráttur við King’s Road
í hverfinu Chelsea í London. Í upphafi hét verslunin
Let It Rock, en nafninu var síðar breytt í Sex.
Auk Sex Pistols var McLaren umboðsmaður fyrir
hljómsveitirnar New York Dolls og Bowowow. Eftir að
hann hætti sem umboðsmaður fór hann sjálfur út í
tónlist og gaf út nokkra smelli.
1999 tilkynnti hann að hann hygðist bjóða sig
fram til borgarstjóra í London og hafði meðal annars
á stefnuskránni að lögleiða vændishús og sölu
áfengis í bókasöfnum.
McLaren og Westwood áttu saman son, John Cor-
rie. Tónlistarblaðamaðurinn John Savage, sem skrif-
aði bók um Sex Pistols, England’s Dreaming, sagði
að án McLarens hefði ekki verið neitt breskt ræfla-
rokk: „Hann er einn af þessum fágætu ein-
staklingum, sem hafa haft gríðarleg áhrif á menning-
ar- og félagslíf þessarar þjóðar.“
Hafði gríðarleg áhrif
Malcolm McLaren fyrir utan verslunina Sex.
V
ertu barnalegur. Vertu óábyrgur.
Sýndu óvirðingu. Vertu allt sem þetta
þjóðfélag hatar.“ Þannig hljómuðu ein-
kunnarorð, sem Malcolm McLaren setti
á blað þegar hann var í listaskóla á sjöunda áratug
liðinnar aldar og hann stóð við þau. McLaren hefur
verið sagður snillingur en hann hefur einnig verið
kallaður loddari, svikahrappur og hugverkaþjóf-
ur. Og hann var ábyggilega stoltur af því, enda átti
hann sér annað mottó: „Reiðufé úr ringulreið.“
McLaren lést 64 ára að aldri á fimmtudag á
sjúkrahúsi í Sviss eftir baráttu við krabbamein.
Young Kim, sambýliskona hans, og Joseph Corre,
sonur hans, voru hjá honum við andlátið.
McLaren var þekktastur fyrir að hafa verið um-
boðsmaður Sex Pistols. Um það leyti, sem hann
skrifaði einkunnarorð sín reið sumar ástarinnar
yfir. Það var 1967. Árið 1976 rann upp sumar hat-
ursins, ræflarokkið stal senunni og McLaren sá sér
leik á borði. Árið áður hafði hann gerst umboðs-
maður hljómsveitarinnar Sex Pistols og gerði ung-
an mann, sem hann rakst á í rifnum stuttermabol
merktum Pink Floyd og með grænt hár, að söngv-
ara hennar. Hann hét John Lydon og tók sér nafnið
Johnny Rotten. Tónlistin var villt og stjórnlaus,
hljóðfærin fölsk og máttur réð meiru en geta í
spilamennskunni. Sumarið 1976 kom út lítil plata
með laginu Anarchy In the UK. McLaren var í því
mótsagnakennda hluverki – svo ekki sé meira sagt
– að móta ræflarokksímyndina og gera hana að
markaðsvöru. Árið eftir komst hljómsveitin á
kortið fyrir alvöru. 1977 hélt Elísabet Bretadrottn-
ing upp á 25 ára valdaafmæli og Sex Pistols gáfu út
lagið God Save the Queen. Sama dag og drottn-
ingin fagnaði sigldu Sex Pistols ásamt McLaren
niður Thamesá og orðin „God Save the Queen/Her
Fascist Regime“ og „There’s no Future“ skullu á
hlustum nærstaddra. Það olli hneykslan að syngja
um drottninguna og fasistastjórn hennar og McLa-
ren var handtekinn ásamt hljómsveitinni fyrir
uppátækið. Lagið var bannað á BBC, en það hefur
sennilega aðeins orðið til að auka vinsældir þess og
það náði öðru sæti breska vinsældalistans. Gleymt
lag með Rod Stewart var í fyrsta sæti og hafa smið-
ir samsæriskenninga haldið því fram að átt hafi
verið við listann til þess að hlífa drottningunni.
Í kjölfarið fylgdi eina hljóðversplata hljómsveit-
arinnar, Never Mind the Bollocks, Here’s the Sex
Pistols. Hljómsveitin varð hins vegar ekki langlíf.
Árið 1978 fór hún í tónleikaferð til Bandaríkjanna
og eftir tónleika í San Francisco leystist hún upp.
Ástæðan var að því er haldið hefur verið fram sú að
Rotten fékk sig fullsaddan þegar McLaren fékk þá
hugdettu að fljúga með hljómsveitina til Brasilíu til
fundar við lestaræningjann Ronnie Biggs. McLaren
sakaði söngvarann um að hafa brugðist hug-
myndafræði sveitarinnar og hegðað sér eins og
„uppbyggileg skræfa fremur en niðurrifsseggur“.
Við tóku málaferli og á endanum náði Lydon til
sín réttinum að verkum Sex Pistols. Hann og
McLaren töluðust hins vegar ekki við. Við fréttina
af andláti hans gaf Lydon út yfirlýsingu með und-
irskriftinni Johnny Rotten þar sem hann sagði að í
sínum huga hefði „Malc alltaf verið skemmtilegur
og ég vona að þið munið það. Umfram allt var
hann skemmtikraftur og ég mun sakna hans og
það ættuð þið líka að gera.“
Guðfaðir pönksins
Hamhleypan Malcolm McLaren látin af krabbameini
„Reiðufé úr ringulreið“ var eitt af einkunnarorðum Malcolms McLarens, sem lést úr krabbameini á sjúkrahúsi í Sviss á fimmtudag.
Reuters
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Vinsældir ræflarokksins
má í raun rekja til þess að
það gerði ljótleikann fal-
legan. Tómhyggjan leiddi
til and-hönnunar, and-
tísku, hins andfélagslega
og andkerfislega. Tilfinn-
ingin að hatta allt varð
gríðarlega og ómæl-
anlega aðlaðandi.
Malcolm McLaren
Það ljóta
gert fallegt
gott á grillið!
40%afsláttur
Grísakótile
ttur899kr.kg
verð áður 1
498