SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 12

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 12
12 11. apríl 2010 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is N afn íraska ljósmyndarans Namir Noor-Eldeen, sem lést í árás Bandaríkjahers á hóp fólks í Bagdad, höfuðborg Íraks, árið 2007, hefur birst víða í frétt- um í vikunni, eftir að leynileg mynd- bandsupptaka úr þyrlu bandaríska hers- ins var birt á vefsíðunni Wikileaks. Aðstoðarmaður Noor-Eldeen, bílstjórinn Saeed Chmagh, lést einnig í árásinni. Það leiðir hugann að því hve starf fjöl- miðlamanna í stríði getur verið hættu- legt en alls voru 137 blaðamenn og aðrir starfsmenn fjölmiðla drepnir við störf sín á síðasta ári skv. upplýs- ingum IFJ, Alþjóðasambands blaða- manna. Hér er syrpa mynda frá Írak eftir No- or-Eldeen, sem var aðeins 22 ára þeg- ar hann lést. Hann fór ungur að taka myndir og fetaði þar með í fótspor föður síns. Þótti strax mikið efni og var einn hinna fyrstu svokölluðu „heimamanna“ sem Reuters þjálfaði upp til þess að sinna ákveðnum hættulegum svæðum sem þeir þekktu Maí 2005 - Óbreyttir borgarar flytja burt lík manns, sem týndi lífi þegar öflug bílsprengja sprakk á fjölförnu stræti í Bagdad. Að minnsta kosti 17 létust og tugir særðust. 24. júlí 2005 - Árásarmaður borinn burt eftir sjálfsmorðssprengingu í miðborg Bagdad. Mars 2007 - Heimamenn eftir bílasprengju sem beint var gegn her og lögreglu í Bagdad. Lífið og dauðinn í gegnum linsu Desember 2004 - Grjóti kastað að bandarískum herbíl sem varð fyrir sprengingu í Mosul

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.