SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Síða 16

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Síða 16
16 11. apríl 2010 Ó venjulegur tölvupóstur barst Ólafi Garð- arssyni hæstaréttarlögmanni 1. febrúar klukkan 13.41. Sendandinn var Óskar Ragn- arsson, maður sem Ólafur kannaðist ekkert við. Í tölvupóstinum stóð: „Sæll Ólafur. Ég er læknir, starfandi í Svíþjóð. Sá viðtal við þig í fréttum um helgina og langaði þess vegna að ná sambandi við þig. Yrði þannig þakklátur ef þú hringdir.“ Ólafur er aðstoðarmaður í greiðslustöðvun hjá Kaup- þingi og situr í slitastjórn, þannig að honum berast stund- um á annað hundrað tölvubréf á dag. „Ég hugsaði fyrst með mér að þetta hlytu að vera einhver Kaupþingsmál- efni, best væri að framsenda póstinn þangað, en ég gerði það samt ekki. Mér fannst þetta svolítið á persónulegum nótum.“ Eftir helgi lét Ólafur verða af því að hringja og segir að Óskar hafi verið lengi að koma sér að efninu. „Hann var greinilega hræddur um að hann væri að skipta sér af ein- hverju sem honum kæmi ekki við. Ég varð eiginlega að hjálpa honum og loks sagðist hann telja að ég væri með sjúkdóm. Ég varð undrandi og spurði: „Sástu það á viðtali við mig í sjónvarpinu!?““ Röddin vakti athyglina Óskar er innkirtlalæknir, hefur búið í Svíþjóð í átta ár og horfir yfirleitt á sjónvarpsfréttirnar áður en hann fer upp í rúm á kvöldin, „bara af gömlum vana“. Föstudagskvöldið 29. janúar var í engu frábrugðið hvað þetta varðar, utan ein fréttin sem vakti athygli Óskars. „Ég tók eftir rödd- inni í Ólafi því ég hitti marga sjúklinga með þennan sjúk- dóm og þeir hafa sérkennandi rödd,“ segir hann. „Ég fór að gaumgæfa Ólaf betur og fannst útlitið bera með sér að hann gæti verið með þennan sjúkdóm. Fólk leitar oft til margra lækna út af ólíkum einkennum, því sjúkdómurinn þróast hægt, og þess vegna getur dregist að greina þá. Mér fannst ég tilneyddur að hafa samband við Ólaf og spyrja út í þetta. Og þegar ég talaði við hann kom í ljós að hann var með ýmis fleiri einkenni sem pössuðu við sjúkdóminn. Það er ekki vani hjá mér að hringja í fólk sem ég sé í sjónvarpinu – ég hef aldrei gert það áður.“ Áður en Óskar hringdi hafði hann samband við Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, innkirtlalækni á Landspít- alanum. Hún var að vinna í skjölum við skrifborðið sitt þegar Óskar hringdi og spurði hvort hún hefði séð frétt- irnar um helgina. Hún sagðist ekki hafa komist til þess, því hún hefði verið á bakvakt, og þá sagði hann henni að líta á tiltekna frétt á netinu: „Ef sá maður er ekki í eftirliti hjá þér þarf hann að koma til þín núna.“ Hún sá hvað Óskar átti við þegar hún horfði á fréttina og spurði hvað hann vildi gera. „Það er akkúrat það sem ég vildi spyrja þig,“ svaraði hann. Þau urðu ásátt um að Óskar hringdi í Ólaf, enda ætti hann heiðurinn af því að uppgötva sjúkdóminn, og Helga Ágústa sagði: „Þú mátt bjóða viðkomandi að ég rannsaki hann, ef hann er ekki þegar í rannsóknum.“ Æxlið farið að hafa áhrif Í fyrsta samtali Ólafs og Óskars, sem staddir voru í sitt hvoru landinu, fékk Ólafur að heyra að hann væri að öll- um líkindum með heiladingulsæxli, sem veldur offram- leiðslu á vaxtarhormóni og hefur fjölmargar hliðarverk- anir. Óskar sagði við Ólaf að þau Helga Ágústa hefðu ekki verið viss um hvernig hann tæki tíðindunum en þegar þau hefðu sett sig í hans spor, hvernig þau sjálf myndu bregðast við, þá hefðu þau ákveðið að hafa samband. „Ég sagðist ekki taka þessu illa – ekki þyrfti að afsaka neitt,“ segir Ólafur. „En ef ég væri með sjúkdóm vildi ég vita fyrr en seinna hvort hann væri alvarlegur eða hvort ég gæti áfram hlustað á framhaldssögur: „Segðu mér það bara – ég vil vita allt.“ Óskar sagði að ef greiningin væri rétt, rannsóknir stað- festu þeirra grunsemdir, þá væri þetta æxli við heilading- ul og yfir 99% líkur á að það væri góðkynja. Ólafur spurði þá hvaða áhrif þetta hefði og Óskar svaraði því til að ef þetta væri raunin væri æxlið þegar farið að hafa áhrif. „Svo spurði hann nokkurra spurninga,“ segir Ólafur. „Hann sagðist hafa heyrt á röddinni að ég væri með þennan sjúkdóm og spurði hvort röddin hefði dýpkað. Ég sagðist ekki hafa orðið var við það, en kom þó ekki alveg af fjöllum, því það rifjaðist upp að vinkona dóttur minnar sagði við hana að hún heyrði alltaf þegar ég kæmi á vinnustað hennar því ég væri með svo djúpa rödd. Ég man að þetta olli mér heilabrotum – var ég með svona djúpa rödd?“ Stærri skór og hringur Óskar hafði einnig tekið eftir bjúg og skorum í andliti og þykkingu á enni. Nokkuð sem Ólafur kannaðist við en hafði talið fylgja aldrinum, hann væri um fimmtugt. Og einkennin voru fleiri. „Hann spurði hvort ég notaði stærri skó en áður,“ segir Ólafur. „Ég sagði já, ég væri nýbúinn að kaupa mér skó og hefði talað um það við Laufeyju, konuna mína, að ég þeir væru hálfu númeri stærri en áður. Ég skýrði það með því að fæturnir þrútnuðu með aldrinum eða ég vildi hafa rýmra um tærnar. Þannig talar maður sig frá öllum ein- kennum. Hann spurði hvort ég svitnaði meira en áður. Ég sagði eins og var að ég svitnaði alltaf í íþróttum en hefði aldrei svitnað mikið á daginn nema síðasta hálfa árið. Þá hefði ég í fyrsta skipti á ævinni beðið konuna mína um að kaupa handa mér svitalyktareyði. Hann spurði hvort ég væri með kæfisvefn. Ég sagði já, að eitt eða tvö ár væru síðan konan mín hefði sagt að ég hætti að anda á nóttunni. Þá taldi ég það vitleysu, en fór til læknis og var spurður ýmissa spurninga, svo sem hvort ég sofnaði undir stýri eða væri þreyttur á daginn. Ég neit- aði því og læknirinn sagði að ólíklegt að ég væri með kæfisvefn. Ég fékk mælitæki heim með mér og það kom í ljós að ég hætti að anda 58 sinnum á klukkustund. Það hlýtur að vera heimsmet! Eftir það hef ég verið með tæki heima sem mér gekk bölvanlega að venja mig við. Eftir aðgerðina hætti ég að nota það. Óskar spurði hvort ég væri með bjúg og ég sagðist stundum sjá för eftir sokka á fótunum, nokkuð sem ég hefði ekki orðið var við áður, en hefði talið að fylgdi aldr- inum. Þá spurði hann hvort ég ætti erfitt með að kyngja. Ég sagði að ég hefði farið til læknis út af því vandamáli; það festust stundum bitar í hálsinum á mér og þá þyrfti að drekka vatn til að koma þeim niður. Læknirinn sagði mér að opið væri þröngt og ég velti því fyrir mér, hvers vegna Andlit og nef undirbúið með bakteríudrepandi hreinsunarþvotti. Ólafur sofandi og í bakgrunni staðsetningartæki sem eru notuð við aðgerðina. Heiladingull er líffæri sem er eins og einn fjórði framan af litla putta. Æxlið í Ólafi var tveir sentimetrar á breidd, sem kallast stórt í sam- hengi við þennan litla heiladingul, sem þó er meginstjórnstöð horm- óna líkamans. Heiladingullinn stýrir meðal annars skjaldkirtli, nýrnahettum, kyn- hormónum, mjólkurhormónum og vitaskuld vaxtarhormónum. Þegar æxlið þrengir að heiladinglinum, þá getur það haft alvarleg áhrif á hormónastarfsemi líkamans. Eitt dæmi um offramleiðslu á vaxtarhormónum vegna æxlis við heiladingul er hæsti maður í heimi, Sultan Kosen frá Tyrklandi, sem nýlega kom til Íslands. Hann fékk heiladingulsæxli í æsku, sem of- framleiddi vaxtarhormón, og þrátt fyrir að hafa farið í þrjár aðgerðir hefur enn ekki tekist að uppræta það að fullu. Þar sem vaxtarlínur voru ekki lokaðar olli offramleiðsla vaxtarhormónsins lengingu bein- anna. Jóhann risi var með æxli af sama toga. „Það er mikilvægt að losa æxlið hægt og rólega, þannig að það detti út, í stað þess að tæta það frá og skaða aðliggjandi vefi,“ segir Ingvar. „Maður vinnur átta sentimetra inn í nefið og það eina sem sér á fólkinu eftir aðgerðina er að nasaholur eru aðeins víðari fyrst á eftir. Þetta er mjór gangur inn, maður er með löng verkfæri, og það er lítið svigrúm til að athafna sig. Maður fer ekki með putta þarna inn!“ Heiladingulsæxli

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.