SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 22

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 22
22 11. apríl 2010 S tundum er gott að vera fáfróður. Undirritaður, sem þykir japanskt sushi og sashimi hnossgæti, vissi ekki fyrr en nýlega að líklegast hafði hann aldrei náð hæstu hæðum í að njóta þeirrar matargerðar. Einn af góðu bitunum hefur ávallt verið túnfiskur en það er ekki sama túnfiskur og túnfisk- urinn í túngarðinum heima. Atlantshafsbláuggatúnfiskur er eðal- túnfiskurinn en aðeins 1% af túnfiski til- heyrir þeirri tegund. Viðskipti með blá- uggatúnfisk eru með ábátasömustu viðskiptum í sjávarútvegi í dag. Fyrir ári síðan var greint frá því í Morgunblaðinu að metverð hefði fengist fyrir 128 kg blá- uggatúnfisk þegar tveir japanskir sushi- veitingastaðir reiddu fram tæpar 13 millj- ónir króna fyrir góðgætið, eða um 100.000 krónur fyrir kílóið. Þetta var hæsta verð fyrir túnfisk á uppboði í Japan frá árinu 2001 þegar greiddar voru 26 milljónir fyrir einn fisk. Reyndar er það aðeins einn fisk- ur á ári sem selst á slíku verði, fyrsti fiskur ársins, enda þykir mikið happ fiskkaup- enda að fá að verða þess heiðurs aðnjót- andi að hreppa hann. Það er annars konar túnfiskur á borðum íslenskra sushi-unnenda. En þótt blá- uggatúnfiskur sé almennt ekki á borðum Íslendinga þá eru til Íslendingar sem gera út á þetta flaggskip túnfisktegunda. Kró- atíska fyrirtækið Kali Tuna er dótturfélag Atlantis Group sem var stofnað árið 2002 og er í meirihlutaeigu Íslendinga. Atlantis Group sérhæfir sig í lax- og túnfiskeldi og sölu sjávarafurða, sérstaklega til Japan. Með nýlegum kaupum á öðru króatísku eldisfyrirtæki varð Atlantis Group stærsti framleiðandi á bláuggatúnfiski í Evrópu og jafnvel í heiminum. Land hinnar rísandi sólar Aðgangur að Japansmarkaði er lykilþáttur í starfsemi Atlantis Group. Forstjórinn Óli Valur Steindórsson fór til náms í Japan þegar hann var í menntaskóla og lærði tungumálið og siði heimamanna. Á sumr- in vann hann með námi fyrir SH í Japan og eftir háskólanám á Íslandi flutti hann til Japan og vann við að selja fisk þar í 10 ár. Þá fékk hann innsýn í viðskipti með tún- fisk. Árið 2002 stofnaði Óli Valur ásamt öðr- um fyrirtækið Atlantis Group. Stofnendur fyrirtækisins hafa tengsl við Japan og á þeirri þekkingu byggir það sérstöðu sína og samkeppnisstöðu. Um 200 manns vinna nú fyrir Atlantis Group við ræktun og sölu á túnfiski og er fyrirtækið stærsti erlendi innflytjandinn á Japansmarkaði með um 8% af heildarinnflutningi á bláuggatúnfiski. Túnfiskeldi er vísindi Óli Valur segir að þótt stundum fáist hátt verð fyrir bláuggatúnfiskinn hafi hann þó ekki enn uppgötvað aðra aðferðafræði en að byggja fyrirtækið upp á nísku og út- sjónarsemi. „Þetta eru mikil vísindi og auðvelt að gera mistök eða vera óheppinn. Það verður að horfa í hverja krónu,“ segir hann. Túnfiskurinn er veiddur í hringnót að nóttu til en veiðiglugginn er einn mán- uður, 15. maí til 15. júní. Ljós eru kveikt á bátunum og sardínan sækir í birtuna og túnfiskurinn fylgir á eftir. Þá er kastað. Túnfiskurinn er svo fluttur í eldiskvíar með því að draga nótina en það er nokkurt fyrirtæki. Ekki er hægt að sigla nema á um einnar mílu hraða og þar sem túnfiskurinn er sóttur út í Miðjarðarhaf, lengst hefur Kali Tuna sótt fiskinn 1.100 mílur út, getur flutningurinn tekið 4-6 vikur. Fiskurinn sem er veiddur er um 2-3ja ára og svo er hann alinn áfram í eldis- kvíunum. „Flestir túnfiskframleiðendur ala fiskinn aðeins í 3-6 mánuði en við höf- um farið aðra leið, segir Óli Valur. ,,Við höfum alið fiskinn lengur, allt upp í 3 ár, til að setja stærri og verðmeiri fisk á mark- að. Þegar fiskurinn er alinn þetta lengi er lykillinn að velgengni sá að hámarka fóð- urnýtingarhlutfallið en túnfiskurinn er al- inn á feitum uppsjávarfiski, síld, ansjósum og sardínum. Þegar við keyptum fyrir- tækið voru menn hér að nota 20 kg af fóðri fyrir hvert kíló af túnfiski sem slátrað er, en við höfum náð þessu niður í 14 kg og stefnum lægra, segir hann. Túnfiski er iðulega slátrað á veturna en þá er sjórinn kaldari og kjötið best hvað varðar fitu og þéttleika. Í lok þessa árs verður Kali Tuna Í bláum ugga Íslendingar drepa niður fæti í ólíklegustu at- vinnuvegum um víða veröld. Heimur túnfisk- seldis er einn þeirra og þar blandast saman helstu flækjur fyrirtækjareksturs, umgengni um náttúruauðlindir og alþjóðleg hagsmunagæsla. Steinar Þór Sveinsson Óli Valur Steindórsson forstjóri Atlantis Group fóðrar túnfiskinn Dr. Ivan Katavić frá háskólanum í Split í Króatíu hefur unnið með Kali Tuna að því verkefni að fá blá- uggatúnfiskinn til að hrygna í kvíum. Hann er fyrrverandi aðstoðarráðherra í landbúnaðarráðuneyti Kró- atíu þar sem hann hafði með höndum alla stjórnun sjávarútvegsmála í Króatíu. Katavić hefur sem stjórnandi rannsóknarstofnunar í sjávarlíffræði í Split unnið með túnfiskræktendum í Króatíu að rann- sóknum á túnfiski á undanförnum árum. Einnig fer hann fyrir samninganefnd Króatíu við Evrópusam- bandið um sjávarútvegsmál. Hann segir að ekkert bendi til þess að stofn bláuggatúnfisks í Adríahafi sé að minnka. ,,Okkur tekst að ná kvótanum sem okkur er úthlutað á þeim mánuði sem ICCAT ætlar okkur til þess. Ég sé enga vís- indalega ástæðu til þess að banna alþjóðlega verslun með bláuggatúnfisk enda virðast þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til, þ.e. minnkun kvóta og styttri veiðitími, vera að skila sér, segir hann. Dr. Katavić segir að ESB og ICCAT eigi alltaf þann möguleika að setja núll kvóta á veiðar bláugga- túnfisks í stað þess að lista hann á CITES viðauka I og banna alþjóðlega verslun með hann. „Það skilar litlu að banna alþjóðlega verslun þegar veiðar munu halda áfram og fiskurinn verða seldur innan sama markaðssvæðis. Það er hugsanlega einfalt mál að setja tegundir á CITES listann en það er flókið að taka þær af honum. Það er að mínu mati óþarfi að lista bláuggatúnfiskinn nú þegar við erum að nálgast það að loka hringnum og ná sjálfbærni í eldi hans,“ segir Dr. Katavić. Skilar litlu að banna alþjóðlega verslun Dr. Ivan Katavić segir bláuggatúnfiskinn ekki í hættu.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.