SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Síða 23
11. apríl 2010 23
með um 4.000 tonn af túnfiski í eldi og
mun slátra um 800 tonnum á árinu.
Höfuðstöðvar Kali Tuna eru á eyju utan
við króatísku borgina Zadar og þar er tún-
fiskurinn ræktaður í Adríahafinu. Þessi
staðsetning var ekki eingöngu valin vegna
þess að þar er fallegt heldur henta stað-
hættir vel fyrir túnfiskeldi. Á þessu svæði
eru um 1.100 eyjar svo þar er náttúrulegt
skjól fyrir veðrum og sjávarföll eru ekki
nema um 20 sm. Hitastig, salt- og súrefn-
isinnihald sjávar er eins og best verður á
kosið og þarna eru engin dýr líkt og hval-
ir, hákarlar, minkur eða otur sem sækja í
fiskinn. Dýpt sjávar er um 60 metrar sem
hentar vel en kvíarnar eru 25 metra djúp-
ar.
„Taka þarf tillit til allra þátta í eldinu.
Bláuggatúnfiskurinn er sérstök og dýr
vara og fulltrúar kaupenda fylgjast vel
með okkur. Staðhættir eru því mikilvægir
en við höfum einnig komið upp öflugu
gæðakerfi þar sem allt sem viðkemur eld-
inu er skráð. Það er gengið svo langt að
meira að segja lífssaga hvers kaðals sem
notaður er til að festa eldiskví er skráð,
hvaðan hann kemur, hvar hann er settur
niður, hvenær hann er tekinn upp og
hreinsaður o.s.frv. Það geta verið verð-
mæti fyrir um 200 milljónir króna í hverri
kví og ef eitthvað kemur upp á verðum við
að vita hvað veldur. Þetta er kannski ekki
skemmtilegasti hluti eldisins en sýnir að
við tökum okkur alvarlega, enda göngum
við lengst allra framleiðenda í þessu, og
kaupendur sjá það og meta. Fyrir okkur er
þetta jafn mikið alvörumál eins og að reka
flugvöll eða sjúkrahús og því verður
reksturinn að vera á pari við slíkt,“ segir
Óli Valur.
Hinn heilagi kaleikur
Stærsta áskorunin í túnfiskeldi er að ná
sjálfbærni í eldinu. Hinn heilagi kaleikur
túnfiskseldisins hefur verið að fá fiskinn
til að hrygna föngnum og fá hrognin til að
klekjast. Það er þó ekki auðsótt, því tún-
fiskurinn gerir ekki greinarmun á seið-
unum og öðrum smáum fiski og étur því
afkvæmi sín. Veiðum á bláuggatúnfisk
hefur verið illa stjórnað á síðustu áratug-
um og veiðar gengið nærri stofninum svo
hér er um mikilvægt mál að ræða. Ýmsir
aðilar hafa síðustu áratugi reynt að loka
hringnum í túnfiskeldi en Kali Tuna náði
merkum áfanga síðasta sumar þegar fyr-
irtækinu tókst að ná fram hrygningu hjá
túnfiski í kvíum sínum og fá hrognin til að
klekjast í rannsóknarstöð. Var það í fyrsta
sinn í heiminum sem það tókst án notk-
unar hormónalyfja eða annarrar utanað-
komandi hjálpar til að auka líkur á hrygn-
ingu og klaki.
„Við höfum unnið að þessu verkefni
síðan 2006 í samvinnu við Rannsókn-
arstofnun í sjávarlíffræði í Split og beitt
heimatilbúnum aðferðum. Það má segja
að árangurinn hafi farið fram úr björtustu
vonum. Eitt er að fá fram hrygningu í kví-
unum, talsvert meira að ná að safna saman
frjóvguðum hrognum og ná að klekja þau.
Sá árangur kom okkur í opna skjöldu.
Þetta gerir hinsvegar framtíðina mjög
spennandi hjá fyrirtækinu,“ segir hann.
Þessi árangur hefur vakið athygli þeirra
sem lifa og hrærast í veröld bláugga-
túnfisksins. Þegar undirritaður var í
heimsókn hjá Kali Tuna og sigldi út að
kvíunum voru tveir vísindamenn frá jap-
önskum háskóla með í för. Þeir hafa rann-
sakað möguleikann á sjálfbæru eldi tún-
fisks í 40 ár. Einnig voru á bátnum
fréttamaður og tökumaður frá einni
stærstu sjónvarpsstöðinni í Japan sem
gerðu frétt um málið. Með í för var einnig
samstarfsmaður Kali Tuna í þessu verk-
efni, Dr. Ivan Katavic frá Rannsókn-
arstofnun í sjávarlíffræði í Split. Hann er
fyrrverandi aðstoðarráðherra í landbún-
aðarráðuneyti Króatíu þar sem hann
stýrði sjávarútvegsstefnu Króatíu. Hann
segir þennan árangur merkan áfanga og
mikilvægan túnfiskiðnaðinum.
Blikur á lofti
Sambland lítillar stjórnunar og mikillar
sóknar í bláuggatúnfisk hefur leitt til tals-
verðrar fækkunar í stofninum. Á síðasta
ári tilkynntu vísindamenn ICCAT samtak-
anna, sem hafa með svæðibundna fisk-
veiðistjórnun túnfisks í Atlantshafi að
gera, að stofninn væri kominn niður í um
25% af upphaflegri stærð. Aðildarlönd IC-
CAT, þar sem ESB ræður 56% af kvóta
bláuggatúnfisks, ákváðu þá að úthluta í
fyrsta sinn kvóta sem var innan við ráð-
gjöf vísindanefndar samtakanna. Fram að
því höfðu samtökin veitt vísindaráðgjöf
litla athygli og úthlutað kvóta langt um-
fram ráðgjöf.
Ástand stofns bláuggatúnfisks er aftur
komið á dagskrá því 13. til 25. mars fór
fram fundur CITES, samnings um al-
þjóðaverslun með tegundir í útrýming-
arhættu, í Doha í Katar. Umhverfissamtök
hafa barist fyrir því að bláuggatúnfiskur
verði listaður í CITES viðauka I sem þýða
myndi bann við alþjóðlegri verslun með
hann, en tillögu um það var hafnað með
yfirgnæfandi meirihluta á fundinum. Lík-
legt er þó að áfram verði barist fyrir listun
bláuggatúnfisks, en næstu þrjú árin verð-
ur baráttan háð á vettvangi ICCAT.
„Það skipti okkur auðvitað miklu máli
að tillögunni væri hafnað,“ segir Óli Valur
og heldur áfram; „en fáir á Íslandi átta sig
sennilega á því hversu mikilvægt það er
fyrir íslenska hagsmuni að þjóðir heims
hafni viðskiptabanni með nytjastofn. Á
þinginu í Doha barst ítrekað í tal að fleiri
nytjastofnar ættu undir högg að sækja og
var þorskurinn ein þeirra tegunda sem
nefndar voru.“
Óli Valur segir að sem þátttakendur í
þessari iðngrein kunni Atlantis Group vel
við strangar leikreglur. „Kvótakerfi var
sett á veiðar með bláuggatúnfisk í Króatíu
í fyrra og reglurnar eru því skýrar. Það
verður að stíga varlega til jarðar og horfa
mörg ár fram í tímann. ESB og ICCAT hafa
á nokkrum árum breytt reglum þannig að
í stað þess að veiða megi í 11 mánuði þá má
nú aðeins veiða í 1 mánuð á ári. Þeir hafa
bannað leit að fiskinum úr lofti en í stað
þess eru sendir út fleiri bátar sem í raun er
bæði óhagkvæmt og óumhverfisvænt. Í
stað þess að beita fiskveiðistjórnunar-
aðferðum sem hafa sannað sig er öllum
einungis gert erfiðara fyrir. Þótt ESB eigi
56% af kvótanum er það bara með eitt at-
kvæði í ICCAT líkt og Ísland sem er ein-
ungis með 0,2% kvótans. Þrátt fyrir þetta
hefur ESB gríðarlega sterk ítök innan IC-
CAT og hefur í raun ákvarðað kvótann
síðustu tvö ár. Bann við alþjóðaverslun
með bláuggatúnfisk myndi ekki stöðva
veiðar þar sem verslun innan ESB er ekki
alþjóðaverslun. Það er því líklegt að þessi
verðmæti fiskur yrði veiddur áfram en
færi hins vegar á lægra verði til neytenda
sem ekki kunna eins vel að meta hann og
neytendur utan ESB, einkum í Japan,“
segir Óli Valur.
Hann segir því nærtækara að grípa til
annarra ráðstafana, svo sem að minnka
kvótann ef það er talið nauðsynlegt. Óli
segir áhugavert að nú sé stofnstærð
bláuggatúnfisks sem hlutfall af hámarks-
stofnstærð 25%, en sé litið á lægstu
þekkta stofnstærð þorsks þá þurfi ekki að
horfa lengra aftur en til 1984, þegar stofn-
stærð þorsks var 15% af því sem hún var
1955. Eftir þetta var kvótakerfið sett á og
þorskstofninn hefur vaxið um 73%. „Ekki
voru alþjóðaviðskipti með þorskinn
bönnuð þá, sem betur fer. Guð má vita
hverjar afleiðingar þess hefðu verið fyrir
íslenskt samfélag,“ segir Óli Valur.
Séð yfir túnfiskkvíar Kali Tuna í Króatíu.
Bláuggatúnfiskurinn er stærðarskepna.
Ísland varð meðlimur ICCAT samtökunum árið 2002 en þau hafa með svæðisbundna fisk-
veiðistjórnun túnfisks í Atlantshafi að gera. Samningssvæðið er stórt, allt Atlantshafið, og
koma því mörg lönd að málum og í reynd er um stóra og þunga stofnun að ræða þar sem
mismunandi hagsmunir takast á.
Ísland er með 0,2% af kvótanum í norð-austur stofni bláuggatúnfisks en ESB með 56%.
Brynhildur Benediktsdóttir, deildarsérfræðingur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti,
segir að Ísland hafi frá því það varð meðlimur ICCAT hvatt til þess að hámarksafli fari ekki
fram yfir ráðleggingar þar til bærrar vísindanefndar en staðreyndin sé að aflamark hafi verið
sett of hátt í gegnum tíðina.
Brynhildur segir að afstaða Íslands hafi verið að fiskveiðistjórnun eigi að vera á ábyrgð við-
komandi ríkja sem og svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka. „Við höfum varað við að
fiskveiðistjórnun sé tekin úr höndum þar til bærra aðila og í staðinn bönnuð alþjóðaverslun
með einstaka fisktegundir. Bann við alþjóðaverslun gerir upp á milli stórra og lítilla markaðs-
svæða og út frá sjónarhóli Íslands sem stórrar fiskveiðiþjóðar með lítinn heimamarkað er
það varasöm þróun,“ segir hún.
Bann á alþjóðaverslun
gerir upp á milli markaðssvæða