SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 24
24 11. apríl 2010
„Í rauninni er alltaf gaman. Og það er líka gam-
an í vinnunni. Alltaf öðru hverju kemur þessi
stórkostlega upplifun þar sem maður verður eins
og upphafinn, eins og ég varð eftir síðustu tón-
leikaferð. Það er rúm vika síðan ég kom heim og
brosið hefur ekki farið af mér.“
Er aldrei leiðinlegt að vera á sviði?
„Mér finnst mjög leiðinlegt að vera á sviði þegar
ég þarf að syngja í ónýtum sýningum. Það kemur
nefnilega fyrir að leikstjórar setja upp verk eftir
sínu eigin höfði og hlutir fara úrskeiðis. Maður
reynir að gera eins vel og maður getur á æfinga-
tímanum en áttar sig mjög fljótlega á því að sýn-
ingin muni ekki ganga upp. Maður er ósáttur en
situr uppi með sýninguna og á að gera hana trú-
verðuga. Stundum er manni það lífsins ómögu-
legt. Það eru voðalega vondar stundir. Svo tekur
þessu stressleysi fannst mér það skrýtið. Svo
komst ég að þeirri niðurstöðu að í Metropolitan
væru aðstæður svo óaðfinnanlegar, allt svo öruggt
og vinnubrögðin svo góð að ekkert ætti að geta
klikkað. Og þá er þetta allt í lagi.“
Alltaf gaman
Hvað geturðu haldið lengi áfram að syngja op-
inberlega?
„Ef röddin spilar með þá get ég haldið áfram
meðan fæturnir bera mig og einhver nennir að
ráða mig í vinnu. Ég er svo heppinn að vera bassi
og slík rödd endist lengst allra radda vegna þess
að hún er svo nálægt talröddinni. Auðvitað þurf-
um við bassasöngvararnir stundum að syngja háa
tóna en það verður ekki að íþrótt eins og hjá ten-
órunum. Það jaðrar við að tenórar stundi afreks-
íþróttir í söng en um fimmtugt fara þeir að eiga
misjafna daga.“
Hefurðu efnast á þessu starfi?
„Ef ég miða við kunningja mína sem fóru í
verkfræði eða læknisfræði þá hef ég ekki efnast
sérstaklega. Ég lifi ágætis lífi – nema hvað ég er
sjaldan heima hjá mér. Frá 1994 byrjaði þessi út-
gerð mín frá Íslandi og ég er á ferð og flugi en ef ég
er lengur í burtu en þrjár vikur þá kemur konan
mín, Ásgerður, og heimsækir mig. Eins og einhver
sagði: Við fljúgumst á. En svo reyni ég að vera
heima allt sumarið.“
Hafa fjarvistirnar ekkert reynt á hjónabandið?
„Ef eitthvað er held ég að þær hafi styrkt það.
Við Ásgerður göntumst stundum með það að ekki
væri víst að við værum ennþá gift ef ég væri alltaf
heima. Heimilislíf okkar er ekki vanabundið held-
ur alltaf spennandi.“
Er alltaf gaman?
É
g var að koma frá því að syngja í 9. sin-
fóníu Beethovens í Lincoln Center í New
York,“ segir Kristinn þegar hann er
spurður um síðasta verkefni sitt. „Verk-
ið var flutt af ungverskri hljómsveit, Budapest
Festival Orchestra, undir stjórn eins stórkostleg-
asta hljómsveitarstjóra sem ég hef kynnst sem
heitir Ivan Fischer. Þegar hann sló af síðasta tón-
inn á konsertinum ruku áhorfendur á fætur, eins
og eftir skipun, og fagnaðarlætin voru ótrúleg,
það var eins og kveikt hefði verið á þotuhreyfli úti
í sal. Þetta jaðraði við að vera óhugnanlegt. Ég
hafði flutt þetta verk með sömu flytjendum í
Aþenu og Búdapest nokkrum dögum áður og ég
held að það hafi ekki verið verri flutningur og
viðtökur voru fínar, en ekkert þessu líkar.“
Er öðruvísi að syngja í Bandaríkjunum en
annars staðar?
„Ég er orðinn svo ameríkanseraður að ég vil
helst hvergi syngja nema í Bandaríkjunum.
Bandarískir áheyrendur láta heyra í sér ef þeim
líkar og einnig ef þeim mislíkar. Í Bandaríkjunum
hef ég séð fólk standa upp í miðri sýningu og
ganga út ef það er ekki ánægt.“
Hefurðu lent í því að fá slæmar viðtökur?
„Nei, sem betur fer ekki. Reynslan kennir
manni líka margt. Í gamla daga var ég stundum
taugaóstyrkur og þá er hætt við að maður lendi í
alls konar vitleysu. Þá fær maður bakþanka í
miðjum söng og hugsar: var þetta rétt hjá mér? –
og endar úti í skurði. Stressið er hræðslan við það
óþekkta, að eithvað gerist sem hefur aldrei gerst
áður. Í fyrsta sinn sem ég söng í Metropolitan var
ég stressaður. Nú verð ég aldrei stressaður í Met-
ropolitan. Ég kem inn á svið, syng og geng út aftur
og er sallarólegur. Fyrst þegar ég áttaði mig á
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Var
skelfilega
metnað-
arlaus
Kristinn Sigmundsson er fastagestur í
virtustu óperuhúsum heims, þar á
meðal Metropolitan-óperunni. Þessa
dagana dvelur hann á Íslandi, nýkom-
inn úr velheppnaðri tónleikaferð. Í
júníbyrjun syngur hann á lokatón-
leikum Listahátíðar í Háskólabíói
ásamt Óperukórnum og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands og seinna í sama
mánuði syngur hann hlutverk Sarast-
ros í Töfraflautu Mozarts í óperuhús-
inu í Toulouse í Frakklandi.
Kristinn Sigmundsson: „Ég hef ekki gaman af söngnum nema ég leggi mig fram og geri eins vel og ég get.“
’
Fyrir mér er starf óperusöngvarans
glíma við texta og tilfinningar og tengsl
á milli persóna. Söngurinn er verkfæri,
eins og hljóðfærin í hljómsveitargryfjunni. Ef
ég heyri fallegan söng án túlkunar þá er ég
farinn að hrjóta eftir fimm mínútur. Ég vil
miklu heldur söng sem er kannski ekki tækni-
lega fullkominn en ber í sér sannar tilfinn-
ingar. Sjálfur á ég erfitt með að syngja texta
sem ekki felur í sér tilfinningar.