SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 33
11. apríl 2010 33
unum. En það er ekki alltaf hægt að
treysta á heppnina, hún getur hætt að
fylgja manni. Það er svolítið dýrkeypt að
treysta á hana þegar lífið liggur við. Það
borgar sig ekki að skipta skynseminni út
fyrir tilviljanakennda heppni.“
Ekki bara síbrotamenn
„Með verkefnunum erum við líka að sýna
nemendum að þeir einstaklingar sem
lentu í slysunum, eru ósköp venjulegt
fólk,“ segir Þóra Magnea. „Það var fólk
sem treysti á heppnina og var kannski að
taka áhættu í þetta eina skipti. Þess vegna
læt ég nemendur í byrjun hvers tíma fá
blað sem þeir skrifa framtíðarmarkmið
sín á. Þegar við höfum rætt markmið
þeirra og framtíðarplön er auðveldara að
fá krakkana til að samsama sig fórn-
arlömbunum því þau voru líka með
markmið og plön fyrir lífið. En með því að
treysta á heppnina og taka áhættuna
hurfu þessi framtíðarplön.“ segir Þóra
Magnea.
„Það eru alls ekki bara svokallaðir sí-
brotamenn í umferðinni sem lenda í slys-
um,“ bætir Einar Magnús við. „Og þessar
dapurlegu dæmisögur og myndbönd hafa
áhrif á framtíð nemenda í lífsleikn-
itímum. Þeir geta haft áhrif á framtíð sína
með því að taka skynsamlega afstöðu til
frásagna og lífsreynslu þessa fólks.“
Átakanleg viðtöl
Þóra Magnea og Einar Magnús fengu Rík-
issjónvarpið í lið með sér til að gera
myndböndin sem voru sýnd í Kastljósi.
„Vinnsla myndefnisins var oft erfið,“ lýsir
Þóra Magnea. „Til dæmis þegar við fórum
til Vestmanneyja að tala við Helgu Björk
og aðstandendurna þar, þurftum við að
stoppa tökur, það var svo erfitt fyrir
marga að rifja þetta upp. Það eru orðin sjö
ár frá því þetta slys varð en tilfinningalega
er þetta alltaf mjög nærri aðstandendum.
Fjögur ár eru liðin frá Akureyrarslysinu.
Það þarf mjög mikið hugrekki til að koma
svona fram eftir svona stuttan tíma. Það
er líka hægt að læra af þeim, það er að
segja hvernig fólk vinnur úr svona mál-
um. Foreldrar Sesars Þórs, sem lést í bíl-
slysinu á Akureyri, kenna ekki ökumann-
inum um, og eins og þau sjá þetta og tala
um þá neyddi enginn Sesar Þór upp í bíl-
inn. Þau gera sér grein fyrir að þeir
frændurnir tóku þessa ákvörðun saman.“
Viðtölin og viðmælendur hreyfðu mik-
ið við þeim sem komu að vinnunni við
myndböndin. Þóra Magnea minnist þess
að þegar viðtölum lauk, hófst ákveðið
andlegt úrvinnsluferli, bæði hjá Einari
Magnúsi og henni sjálfri. Hún fór heim og
lokaði sig af, þurfti að vinna úr þessu í ró
og næði á meðan Einari Magnúsi fannst
hann þurfa að tala um þessa upplifun við
annað fólk. „Ég hafði hins vegar þörf fyrir
að ræða um þetta og við unnum bara úr
þessu á ólíkan hátt, kannski það sé ástæð-
an fyrir að ég er upplýsingafulltrúi,“ segir
Einar brosandi.
Hræðast fötlun meira en dauðann
Þóra Magnea segir merkilegt að það sé
eins og fólk hræðist það síður að deyja en
að örkumlast. „Helga Björk lýsir sínum
aðstæðum á mjög átakanlegan hátt þegar
hún segir að hún missi vinkonur sínar
eftir slysið, þær fari frekar upp í kirkju-
garð í staðinn fyrir að heimsækja hana.
Það er það sem fólk hræðist, að vera
gleymt og geta ekki gert það sem það gat
áður. Nafnið á námsefninu, Svo kom það
fyrir mig, finnst mér mjög gott, því flestir
hugsa þetta kemur aldrei fyrir mig. Helga
Björk sagði þessa setningu þegar ég tók
viðtalið við hana. Hún var að lýsa því að
hún hélt að ekkert gæti komið fyrir hana,
hún væri svo góður bílstjóri, þá sagði ég
við hana: „Já, en svo kom þetta fyrir þig“
og hún sagði á móti „… svo kom þetta
fyrir mig“.
Sætta sig við dauðaslys
„Yngsti aldurshópurinn lendir mikið í
árekstrum, karlmenn lenda í tveimur
þriðju slysa en það hefur einhver áhrif að
þeir eru meiri þátttakendur í umferðinni
sem er að vísu að breytast. Það hefur
komið fram í rannsóknum að karlmenn
lenda í fleiri slysum þegar tekinn er jafn
fjöldi kvenna og karla. Við karlmennirnir
erum sem sagt verri ökumenn,“ við-
urkennir Einar Magnús.
Þóra Magnea segir ekki hægt að ná til
allra, hægt sé að skipta ökumönnum í þrjá
hópa: „Það eru þeir sem fara eftir öllum
reglum, gera aldrei neitt af sér. Svo er það
þessi grái hópur sem tekur stundum
áhættu en er oftast löghlýðinn. Svo er það
síðasti hópurinn sem má eiginlega kalla
síbrotamenn í umferðinni. Það er eig-
inlega ekkert sem hefur áhrif á þennan
hóp. En þessi grái hópur er stór og það er
hann sem við erum að reyna að hafa áhrif
á.
„Að meðaltali deyja um það bil 20
manns í bílslysum á hverju ári,“ bætir
Einar Magnús við. „Það er eins og sam-
félagið sætti sig við dauðaslys í umferð-
inni. Það þarf líka að útskýra fyrir fólki að
það er hugsun á bak við lögin og regl-
urnar, það er ástæða fyrir því að það er 60
kílómetra hraði á Sæbrautinni og 30 kíló-
metra hraði í kringum grunnskóla. Sumir
hverjir ná ekki að tengja þarna á milli.“
Nemendurnir virkir í tímum
Þóra Magnea og Einar Magnús eru bjart-
sýn á verkefnið þótt erfitt sé að mæla út-
komuna. „Þótt við vitum ekki nákvæm-
lega hvaða árangur svona kennsla ber,
hvort þetta bjargar einu eða fimm
mannslífum, þá höfum við trú á þessu.
Nemendur taka þessu almennt vel, ég
man að áður en við byrjuðum var ég farin
að hugsa fyrir krakkana og var eiginlega
alveg viss um að það myndi enginn nenna
þessu, þetta yrði bara dregið niður og
engin almennilega svör fengjust frá þeim.
En það er alls ekki þannig. Nemendurnir
taka virkan þátt í fræðslunni og oft eru
umræðurnar miklar og mjög gefandi.
Markmið okkar er að fá umferð-
arumfjöllun inn í aðalnámskrá fram-
haldsskólanna. Í aðalnámskrá grunnskól-
anna er talað um umferðina í loka-
markmiðum lífsleikni í fjórða, sjöunda og
tíunda bekk. Mín ósk er að þetta sé skýrt í
aðalnámskrá framhaldsskólanna svo
kennarar sækist frekar eftir námsefninu.
Við erum að fara að kynna þetta námsefni
fyrir mennta- og menningarmálaráðu-
neytinu og vonumst eftir góðum við-
brögðum,“ segir Þóra Magnea.
„Eins og Þóra er búin að setja þetta upp
þá fá kennarar mikinn stuðning frá Um-
ferðarstofu og með kennslugögnunum til
að bera þetta fram fyrir nemendur. Við
munum svo uppfæra þetta en auðvitað
vonum að það verði ekki fleiri slys til að
bæta við sögum af,“ segir Einar Magnús.
„Ég segi stundum svolítið hvöss við
nemendur að ég ætli ekki að standa ein-
hvern tímann fyrir framan aðra með
svipuð myndbönd til minningar um þá,
ég vona að þetta hafi áhrif,“ segir Þóra
Magnea að lokum.
Aldursskipting
slasaðra og látinna
Alv. Lítið
Látnir slas. slas. Samtals
0-16 ára 0 31 183 214
17-26 ára 3 63 543 609
27-36 ára 1 27 216 244
37-46 ára 1 18 157 176
47-56 ára 0 23 110 133
57-66 ára 4 22 92 118
67 ára og + 3 16 72 91
Samtals 12 200 1.373 1.585
Morgunblaðið/Júlíus
„Já, það er rosalega áhrifaríkt að sjá þetta. Þegar
maður er orðinn þetta gamall, þá hefur þetta meiri
áhrif heldur en þegar maður var ungur.“
Hefði þér þá ekki liðið eins fyrir 10 árum?
„Nei, það held ég ekki, ekki eins. Ég var mikill
glanni, þegar ég fékk bílprófið og lenti sjálf í bílslysum.
Fékk að kynnast þessu öllu, svo með tímanum þegar
maður eldist lærir maður af þessu, ég var bara heppin.
Þegar maður fær samviskuna og þroskann breytist
hugsunarhátturinn. Einnig eftir að maður eignast
börn.“
Þú getur alvega samsamað þig þessu fólki.
„Já, ég finn mjög mikið fyrir því núna. Ég passa mig
að keyra mjög hægt, sérstaklega þegar ég er með börn í
bílnum. Eftir því sem maður eldist spáir maður meira í
þetta.“
Hefur þú verið í bíl þar sem er bílstjórinn hefur
verið undir áhrifum áfengis?
„Ég var einu sinni tekin fyrir ölvunarakstur þegar ég
var 17 ára og missti þá prófið.“
En hefur þú setið í bíl þar sem hraðakstur fer fram?
„Ég var mikið að því þegar ég var yngri en geri það
ekki í dag, mér fannst það voðalega gaman þá. Svo
byrjaði ég að klessa á og það stoppaði mig svolítið.“
Heldur þú að þessi verkefni og myndbönd eigi eftir
að sitja í þér lengi?
„Já, ég man til dæmis þegar það komu fréttir um
Sesar Þór, þá sat það svolítið lengi í mér. Eins með
stelpurnar í Vestmannaeyjum. En ég veit ekki þegar
maður er krakki, þá er skynsemin ekki til staðar. Það
er svo gaman að prófa og taka áhættu.“
Heldur þú að þessi kennslustund hafi áhrif á aðra
nemendur?
„Já, ég held það, fólk hugsar sig kannski tvisvar um.
Það er samt erfitt að segja, því á þessum aldri, þegar
allt snýst um augnablikið, gerir maður ýmislegt undir
þrýstingi. En ef maður er einn í bíl þá eru ekki teknar
sömu ákvarðanir eins og undir þrýstingi frá vinum,
eða ég persónulega held það. Það var erfiðara að segja
nei þegar maður var yngri.“
Þekkir þú einhvern sem hefur lent í alvarlegu slysi?
„Já, ég þekki einn sem lenti í alvarlegu slysi. Það var
ekkert ólöglegt, hann var að koma út úr hliðargötu og
það keyrði jeppi á hann. Hann var á spítala í marga
mánuði, mjaðmagrindarbrotnaði þegar hann kastaðist
út úr bílnum.“ Sylvia Vias, nemi í Tækniskólanum.
Morgunblaðið/Ernir