SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Síða 40
40 11. apríl 2010
Á
hugafólki um nepalska mat-
argerðarlist býðst nú einstakt
tækifæri til að skerpa á þekk-
ingu sinni og hæfni en nep-
alski matreiðslumeistarinn Deepak
Panday býður fólki upp á námskeið í eld-
húsinu á veitingastað sínum Kitchen –
Eldhús á Laugavegi – því að kostn-
aðarlausu.
„Fólk þarf bara að hringja í mig eða
senda mér tölvupóst og við finnum tíma.
Þægilegast er að áhugsamir komi í hóp-
um, til dæmis sex eða sjö saman en ég er
líka til viðtals um að leiðbeina smærri
hópum. Get þess vegna tekið á móti ein-
um og einum í einu,“ segir Panday sem
þegar hefur leiðbeint nokkrum Íslend-
ingum í eldhúsi sínu.
Spurður hvers vegna hann geri þetta án
endurgjalds svarar Panday því til að hann
líti á það sem skyldu sína að miðla af
þekkingu sinni og reynslu. Og hún er
ekki af skornum skammti, hann starfaði
um 26 ára skeið sem matreiðslumeistari í
Lundúnum eftir að hafa flutt þangað frá
Nepal. Panday þekkir indverska mat-
argerðarhefð líka eins og lófann á sér.
„Maður veit aldrei hvenær tími manns er
á þrotum. Ég gæti hrokkið upp af í dag
eða á morgun. Þess vegna finnst mér
mikilvægt að miðla þekkingu minni til
annarra sem hafa áhuga á nepalskri eða
indverskri matargerð. Af viðtökum Ís-
lendinga að dæma virðist sá áhugi um-
talsverður hér á landi,“ segir hann.
Sjálfur man Panday vel eftir lærimeist-
urunum sínum og nafngreinir tvo mat-
reiðslumeistara með svo löng nöfn að úti-
lokað er að hafa þau eftir hér. „Maður
gleymir ekki velunnurunum sínum.“
Panday hefur ekki áhyggjur af því að
kennslan verði til þess að fólk hætti að
sækja veitingastaðinn hans, töfri bara
fram nepalskar krásir heima. „Þvert á
móti. Fólkið sem lærir hjá mér kemur til
með að bjóða vinum og vandamönnum í
mat og vonandi vekja áhuga þeirra á nep-
ölskum mat. Til að svala forvitni sinni
kemur þetta fólk síðan til okkar,“ segir
hann brosandi.
Annars er þetta aukaatriði, að áliti
Pandays. „Vitaskuld þarf maður að hafa í
sig og á en persónulega fæ ég miklu meira
út úr því að láta gott af mér leiða en að
græða peninga,“ segir hann.
Þegar Panday er spurður hvort hann líti
á sig sem einskonar matarsendiherra
þjóðar sinar baðar hann út öllum öngum.
„Nei, nei, nei, ég myndi aldrei taka mig
svo hátíðlega.“
Hráefnið engin fyrirstaða
Panday segir hráefnið enga fyrirstöðu vilji
Íslendingar matreiða að hætti Nepala.
Grunnurinn í vinsælustu réttunum þar
eystra er ekki ólíkur því sem við eigum að
venjast, fiskur og aðrir sjávarréttir, kjúk-
lingur og lamb. Það er helst að kryddjurt-
irnar séu framandi. „Lendi fólk í vand-
ræðum með þær kemur það bara til mín.
Hér er nóg til, ég panta kryddjurtir reglu-
lega beint frá Nepal. Ég bý til dæmis til allt
masala sjálfur. Það er ekki svo flókið.“
Í Kitchen – Eldhúsi er Nemari-
matargerð í öndvegi. Maturinn er mjög
bragðmikill og talinn heilsusamlegastur
af nepölskum mat, hann þykir leika við
bragðlaukana, þar sem notuð er sinneps-
olía og fjöldi krydda, svo sem cumin, se-
samfræ, turmeric, hvítlaukur, engifer,
fennikka, lárviðarlauf, negull, kanill,
pipar, chili, sinnepsfræ og síðan en ekki
síst er Lapsi (súraldin) mikið notað ásamt
öðrum sérstökum jurtum og kryddi.
Kitchen – Eldhús hélt upp á eins árs af-
mæli sitt í lok síðasta mánaðar og Panday
er á heildina litið ánægður með viðtök-
urnar. „Þetta hefur gengið upp og niður
en við vorum undir það búnir. Þetta er
eini nepalski veitingastaðurinn á Íslandi
og það tekur tíma að ryðja brautina. Ne-
pölsk matargerðarhefð er ákaflega frá-
brugðin þeirri íslensku. Síðasta sumar og
haust voru býsna góð en það var rólegt
hjá okkur kringum jólin. Kannski er það
bara eðlilegt á Íslandi? Traffíkin er hægt
og rólega að aukast núna og við erum
bjartsýnir á sumarið.“
Enda þótt Kitchen – Eldhús njóti vin-
sælda meðal erlendra ferðamanna segir
Panday meirihluta viðskiptavina sinna
vera Íslendinga. „Ætli Íslendingar séu
ekki um 60% matargesta okkar. Við
stefnum að því að auka það hlutfall.“
Þeir Eldhúsmenn eru duglegir að kanna
viðhorf gesta sinna til gæða matar og
þjónustu á staðnum og viðbrögðin hafa
verið á einn veg: „Mjög gott,“ stendur á
miklum meirihluta seðlanna. „Ég held ég
megi fullyrða að 98% gesta hafi farið héð-
an ánægð. Einu athugasemdirnar sem við
höfum fengið lúta að sjónvarpinu á neðri
hæðinni, einhverjar konur kvörtuðu
undan því að mennirnir þeirra hefðu
horft fullmikið á það,“ segir Panday og
hlær dátt.
Hann ætlar sjónvarpinu raunar nýtt
hlutverk á næstunni. Hyggst láta taka
Blandaður réttur að hætti hússins, kjúklingur, lamb, stór rækja, bjúga og ferskt grænmeti.
Sláðu aldrei
af gæðunum!
Nepalski veitingastaðurinn Kitchen – Eldhús
fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir.
Matreiðslumeistarinn Deepak Panday vill ekki
aðeins elda fyrir Íslendinga, heldur jafnframt
kenna þeim til verka. Án endurgjalds.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Matur
Forréttur sem samanstendur af djúpsteiktu og fersku grænmeti. Með er höfð tómatsósa.
Steikt ýsa með hrísgrjónum, fersku grænmeti og sterkri tómatsósu.