SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 42

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Page 42
42 11. apríl 2010 E kki er við öðru að búast en að velgengni Avatar eigi eftir að breyta ímynd stórmyndanna næsta áratuginn. Mynd sem af- rekar það að bæta gamla heimsmetið hvað aðsókn snertir úr 1,8 milljörðum dala í 2,8, eða yfir 50%, er álitleg fyr- irmynd. Nýtt viðmið sem öll kvik- myndaverin í Hollywood vonast til að geta jafnað og helst bætt. Við skulum því ekki láta okkur bregða þótt þrívídd- arstórmyndir verði talsvert áberandi næsta áratuginn, allavega þangað til ný tækni leysir hana af hólmi. Fjölmörg slík stórvirki eru í vinnslu eða á prjónunum og núna um helgina verður frumsýnd sú nýjasta, The Clash of the Titans, endurgerð ævintýramyndar sem gerist á tímum Forn-Grikkja. Slíkar fantasíur aftan úr fortíð og framtíð virð- ast ákjósanlegt efni fyrir hið nýja, bylt- ingarkennda form. Það kemur ekki á óvart að Fox er að hefja endurgerð á einni frumlegustu vís- indafantasíu sögunnar, The Fantastic Vo- yage, sem gamli stórmyndaleikstjórinn Richard Fleischer gerði 1981. Afar óvenjuleg, vísindaskáldsöguleg fantasía sem fjallar um hóp vísindamanna sem eru smækkaðir niður í örverur og spraut- að inn í blóðrás deyjandi vísindamanns. Tilgangur aðgerðarinnar er að gera loka- tilraun til þess að bjarga lífi mannsins. Myndefnið hefur heillað fjölmarga stórmyndaleikstjóra á undanförnum ár- um (m.a. Roland Emmerich), og nú fannst framleiðendunum loksins komin nógu byltingarkennd tækni til að hugsa sér til hreyfings. Cameron hugðist setjast í leikstjórastólinn en af því verður ekki, Avatar II gengur fyrir. Það hefur verið rætt við nokkra úrvalsleikastjóra og nafnið sem er efst á óskalistanum kemur á óvart. Það er enginn annar en Bretinn snjalli, Paul Greengrass. Hann er fram- arlega í röðum leikstjóra, en hefur fengist að mestu við sjónvarpsmyndir og til- tölulega „einfaldar“ myndir lengst af, en hefur verið að færa sig upp á skaftið síð- ustu árin. Fyrsta myndin sem færði hon- um heimsfrægð er The Bourne Supre- macy (́04), sem var aðeins fimmta langa myndin hans, en síðan hefur hann ein- göngu fengist við stórmyndaformið og farnast það vel. Næsta mynd Greengrass var hin rómaða, United 93 (́06), sem seg- ir sögu hryðjuverkamannanna sem ætl- uðu að fljúga á Hvíta húsið örlagadaginn 11. september, en því var afstýrt af far- þegum og áhöfn sem öll lét lífið ásamt ar- abísku illvirkjunum er vélin brotlenti í Pennsylvaníu. Þá var röðin komin að hinni hröðu og æsispennandi The Bourne Ultimatum (́07), og nú síðast lauk hann við The Green Zone, gæðaádeilu á Íraksstríðið, en myndin er enn í sýningu hérlendis. Í Fantastic Voyage mun Greengrass notast við sömu þrívíddartækni og Cameron hannaði fyrir Avatar, en sá síð- arnefndi er einn framleiðenda mynd- arinnar. Það verða augljóslega engir und- urfagrir tökustaðir í Fantastic Voyage, en engu að síður framandi. Það er marg- sannað að mannskepnan þekkir ekki mikið til síns „innri manns“; beinabygg- ingar, líffæra eða hvaða hlutverki þau þjóna til að halda okkur gangandi. Því ætti þetta ferðalag um bris, milta, goll- urhús og guð má vita hvað að geta orðið ekki síður forvitnilegt en ferðalag Came- rons í útgeimi. Greengrass er ekki byrjaður að ráða leikara sem fara í „geimskipi“ inn fyrir skráp vísindamannsins í nýju myndinni, en á sínum tíma voru það Raquel Welch og Donald Pleasence sem höfðu þar mannaforráð. Paul Greengrass og Matt Damon kynna Græna svæðið (e. The Green Zone). Reuters Innyflin og líffærastarf- semi manneskjunnar Paul Greengrass, leik- stjóri „Bourne“- myndanna, í viðræðum um endurgerð Fantas- tic Voyage. Sæbjörn Valdimarsson Ekki er meiningin að rekja í þessum dálkum ódauðleg at- riði úr perlum kvikmyndasögunnar, líkt og sturtumorð- ið í Psycho; barnavagninn á Odessa-tröppunum í The Battleship Potemkin; loftárásina á Cary Grant í North By Northwest. Augnablik af slíkri stærðargráðu þekkja vel- flestir bíóáhugamenn, hér verður vettvangur fyrir óvænta glaðninga sem gerðu góða mynd betri og minn- isstæðari sakir framúrskarandi uppbyggðra myndskeiða. Sem sagt, konfektmolarnir í flottustu umbúðunum verða að mestu látnir liggja ósnertir, en rifjaður upp gómsætur keimurinn af hinum sem komu svo skemmtilega á óvart. Af nógu er að taka og ábendingar vel þegnar því flest eig- um við okkar uppáhaldssenur úr ólíklegustu myndum. Nú verða rifjaðar upp nokkrar, sín úr hverri áttinni. 28 Days Later (2002) Danny Boyle (Slumdog Millionaire) er í hópi fjölhæfustu og eftirtektarverðustu leikstjóra samtímans. Myndir hans fjalla um óskyldustu efni, ein sú besta er tryllirinn 28 Days Later. Hún er mikið til samsett úr dæmalaust góðum atriðum en upphafið er líklega minnisstæðast. Sendill (Cilian Murphy) vaknar úr dái inni á sjúkrahúsi og heldur út á götu. Það sem við blasir er ægileg sjón; gjörsamlega líflaus Lundúnaborg, þakin illa förnum hræjum manna og dýra og hreyfingarlaus ökutæki eins og hráviði um allt. Bráðdrepandi veirusjúkdómur hefur farið eins og eldur í sinu um landið og áhorfandinn stendur frammi fyrir heimsendi. Því má bæta við að um sólsetur fara afskræmdar, glor- soltnar náætur, fórnarlömb veirunnar á stjá í matarleit – og verða ekki sakaðar um matvendni. Svipaðar hug- myndir hafa skotið upp kollinum áður en ekki jafn listi- lega útfærðar og ógnvekjandi og hjá Boyle. Duel (1971) Steven Spielberg sýndi hvers hann var megnugur, reynslulaus og með lítið fé á milli handanna í sínu fyrsta leikstjóraverkefni, sjónvarpsmyndinni The Duel, sem þótti það mögnuð að henni var dreift í kvikmyndahús utan Norður-Ameríku (þ.á m. Laugarásbíó). Dennis Weaver leikur sölumann á kraftlausri Plymouth-pútu, sem verður fyrir barðinu á geggjuðum bílstjóra á risa- vöxnum flutningabíl á fáförnum, varasömum vegi. Ekillinn reynir allt til að drepa sölumanninn með því að bola honum út af veginum en hápunkturinn gerist inni á áningarstað vörubílstjóra sem Weaver fer inn á því hann veit að einn gestanna er kvalari hans – en þekkir hann ekki í sjón. Being There (1979) Í klassískri kvikmyndagerð háðsádeilu Kosinskis er því lýst hvernig Chance (Peter Sellers), vangefinn garð- yrkjumaður, fetar sig með misskilning einan að vopni upp metorðastigann. Eftirlætis tómstundaiðja hans er að „horfa á“ sjónvarpið. Þegar eiginkona (Shirley McLaine) velgjörðarmanns hans reynir allt hvað hún getur til að koma Chance til við sig eru einu viðbrögð hans: „Ég vil horfa á.“ („I like to watch.“) saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndaklassík Eitt lítið andartak … Peter Sellers var óborganlegur í Being There. Sunnudagur 11.04. (RÚV) kl. 19:35: Frábær, íslensk heimildarmynd segir sögu Margrétar sem hefur reynt allt til að koma Kela, 11 ára syni sínum til hjálpar. Hann er með hæsta stig einhverfu og flest sund lokuð hvað bata snertir. Annað kem- ur í ljós er þau halda til Bandaríkjanna þar sem hún ráðfærir sig við vísindamenn á sviði einhverfu og kynnir sér ýmiss konar meðferð við henni. Jafnframt hittir hún for- eldra einhverfra barna sem eiga sama bar- áttumál og hún og að lokum eygir hún von um að mögulegt sé að brjóta niður múrinn milli barnanna og umheimsins. Hér sýnir Friðrik Þór að hann hefur engu gleymt sem höfundur bestu heimildarmynda (Eldsmið- urinn, Rokk í Reykjavík, Kúreki norðurs- ins), hver veit nema hún eigi eftir að verða hans frægasta mynd. **** For Your Consideration – Vinsamlegast athugið Sunnudagur 11.04. (RÚV) kl. 22:30: Þótt hér sé ekki um bestu mynd Guests að ræða, er Vinsamlegast athugið engu að síður bráðfyndin og uppfull af litríkum persónum og vandræðalegum augnablik- um. Leikstjóri: Christopher Guest. Aðal- leikarar: Christopher Guest, Eugene Levy, Parker Posey, Catherine O’Hara, Fred Will- ard og Jennifer Coolidge. **** Myndir vikunnar í sjónvarpi Sólskinsdrengurinn Kvikmyndir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.