SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 48

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Blaðsíða 48
48 11. apríl 2010 A ð hlusta á vandaðan upplestur er eitt það ánægjulegasta sem hægt er að una sér við. Upp- lestur þar sem saman fer lif- andi en látlaus lestur, góð raddbeiting, skýr og eðlilegur framburður og réttar áherslur og hrynjandi. Fréttalestur er líklega sá upplestur sem við hlustum oft- ast á. Fréttir af hörmungum heimsins, gleðilegum fréttum, sorglegum fréttum og skondnum og skrýtnum fréttum. Fréttaþulir útvarps og sjónvarps eru því þær fyrirmyndir sem flestir hafa þegar kemur að upplestri. Mér er minnisstæð unga fréttakonan sem mætti til mín í leiðsögn. Hún hafði undirbúið textann sinn vandlega með þeim lestrartóni sem henni fannst til- heyra fréttalestri, þ.e. með sönglandi les- tóni sem reis og hneig taktfast. Í ofanálag var stafsetning orðanna látin stjórna framburðinum. Þetta taldi hún hið eina sanna lestrarlag fréttamannsins. Henni til undrunar hugnaðist mér þetta ekki og gerði allt til að brjóta það upp, gæða lest- ur hennar lífi, ná fram flæði með eðlileg- um talmálsstíl. Henni tókst það auðvitað með glans. Vandaður upplestur felst í að gefa orð- unum líf, láta þau fljúga inn í eyru hlust- enda, láta flutninginn hljóma sem eðli- lega frásögn fremur en orð lesin af blaði í einhvers konar kapphlaupi við tímann. Lesturinn þarf að vera eins talmálslegur og mögulegt er án þess að stíll hans glat- ist. Vert er að hafa í huga að ritmál er skráning á talmáli en ekki öfugt. Í vönduðum upplestri má nefnilega fella brott hljóð, láta þau laga sig hvert að öðru og víkja þannig frá stafsetningu orðanna. Eðlilegt getur verið að bera ekki fram h-ið í orðinu hann ef það ber ekki áherslu líkt og í setningunni, „ég sá ánn stinga sér í laugina“. Þ verður að sama skapi gjarnan að ð-i í orðum sem ekki bera áherslu líkt og í setningunni „ég sá ðá sökkva“. Þá er ekkert athugavert við að hljóðin r og s renni saman í orðinu vorsól og verði /vossól/ og allir bera allt- af fram –bl- en ekki –fl- í orðinu kafli, þ.e. /kabli/, hvað sem stafsetningunni líður. Og –fn-, í ósamsettu orði, er borið fram –bn- líkt og í orðunum ofn og hrafn, þ.e. /obn/ og /hrabn/. Orðið hálfnað er eðlilegt að bera fram /hálnað/ og sama á við um orðið horfði sem borið er fram /horði/, þ.e. f-ið er í báðum til- vikum fellt brott. Í öllum framantöldu dæmunum telst það óeðlilegur og til- gerðarlegur framburður ef öll hljóð staf- setningarinnar eru borin fram. Loks finnst mér alltaf fara betur á því að segja börnonum fremur en börnunum. Í vönduðum upplestri þarf einnig að huga að áherslum. Þær þurfa að koma á rétta staði svo flutningurinn verði eðli- legur. Í íslensku er aðaláhersla nær alltaf á fyrsta atkvæði, í ósamsettum og sam- settum orðum. Við segjum ʹfréttir en ekki fréttʹir, ʹhraun- straumur en ekki hraunʹstraumur og ʹsjónvarpsfréttir en ekki sjón- varpsʹfréttir eins og oft heyrist í formlegum flutningi þar sem áherslan er flutt til. Einnig þurfa þau orð í setningunni sem bera mesta merkingu, eða upplýsinguna, að fá meiri áherslu en önnur. Í Kastljósi Sjónvarpsins er oft sagt: „Við komum aftur eftir stutta stund“, með áherslu á stund. Þar sem gera má ráð fyrir að við- komandi komi aftur eftir stutta – en ekki langa stund – er eðlilegra að segja: „Við komum aftur eftir stutta stund“ og láta þungann lenda á orðinu stutta. Miklu skiptir þó að áherslan sé ekki mynduð með höggi heldur fer betur á því að hægja lesturinn ögn þegar kemur að þessu orði, lyfta undir það og teygja á því. Fæstir fá þjálfun í að lesa upphátt fyrir aðra. Hafa í mesta lagi lesið upphátt fyrir kennarann og foreldrana í lestrarnámi sínu. Það er því mikilvægt strax í upphafi lestrarnámsins að leiðbeina nemendum um lögmál þau sem gilda um vandaðan upplestur. Meira um mælt mál ’ Vandaður upplestur felst í að gefa orð- unum líf, láta þau fljúga inn í eyru hlustenda, láta flutninginn hljóma sem eðlilega frásögn. Fréttaþulir útvarps og sjónvarps eru þær fyrirmyndir sem flestir hafa þegar kemur að upp- lestri og fréttalestur í sjónvarpi og útvarpi er því vandasamt verk. Tungutak Ingibjörg B. Frímannsdóttir B andaríski fræðimaðurinn Dick Ringler þekkir vel til Íslands og íslenskrar menningar enda hef- ur hann verið tíður gestur hér frá því hann kom til Íslands til að nema íslensku við Háskólann fyrir hálfum fimmta áratug. Ringler, sem er prófessor emeritus í enskum og skandinavískum fræðum við Wisconsin-háskóla í Madison í Banda- ríkjunum, fékk áhuga á íslenskum mið- aldabókmenntum sem kennari við Wis- consin-háskóla, en hann lauk doktorsnámi með enskar endurreisn- arbókmenntir sem sérgrein. Í kennslunni tók hann fyrir Bjólfskviðu og er hann tók að skoða engilsaxneskar miðaldabók- menntir í framhaldi af því áttaði hann sig á því að hann þyrfti að læra íslensku til að geta lesið Eddukvæðin og Íslendingasög- urnar. Ringler hélt því til Íslands sumarið 1964 með konu og börnum og stundaði íslenskunám við Háskóla Íslands vet- urinn 1965 til 1966. Féll fyrir Ferðalokum Í náminu við Háskólann komst Ringer meðal annars í tæri við ljóð Jónasar Hall- grímssonar í fyrsta sinn og þar á meðal var ljóðið Ferðalok sem hann segist hafa heillast svo af að hann hóf þegar að afla sér meiri fróðleiks um Jónas og eins að reyna að snara því á ensku. „Ég reyndi ótal aðferðir til að snúa því en það gekk ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég gæti þýtt það á sama form og það er í, þýtt það í ljóðhætti. Í framhaldi af því fór ég að þýða fleiri ljóð Jónasar og bætti við skýr- ingum og sögulegum upplýsingum til þess að sá sem ókunnugur er Íslandi gæti skilið þau,“ segir Ringler. Á endanum fylltu þýðingarnar hundraðið og ríflega það og þegar allt var talið var kominn grunnur að bókinni Bard of Iceland: Jón- as Hallgrímsson, Poet and Scientist sem Háskólinn í Wisconsin gaf út 2002, en hún kom svo út á vegum Máls og menn- ingar í byrjun þessa árs. Bókin er engin smásmíði, tæpar 500 síður, en í henni eru þýðingar Ringlers á 68 ljóðum, prósaverkum og ritgerðum eftir Jónas ásamt skýringum, hundrað blaðsíðna ævisöguágripi Jónasar, kafli um bragfræði, ritaskrá og atrið- isorðaskrá. Ekki eru þó allar þýðingar Ringlers á verkum Jónasar komnar á bók, því talvert er enn óútgefið og eins mikið af skýringum og athugasemdum. „Hand- rit lokaverksins var 700 síður og útgef- endur sem ég leitaði til gátu ekki hugsað sér að gefa út svo mikinn doðrant og því þurfti ég að stytta það umtalsvert,“ segir Ringler en upprunalegt handrit er meðal annars aðgengilegt í Þjóðarbókhlöðunni og eins heldur Ringler úti vefsetri um verkið, sjá: www.library.wisc.edu/ etext/jonas/. Tilraun til að skilja ljóðin betur Ringler segir að skýringar hans við þýð- ingarnar hafi meira og minna verið af- rakstur tilrauna hans sjálfs til að skilja ljóðin betur. „Ég var sífellt að uppgötva eitthvað nýtt því ég þurfti að ná góðum tökum á samhenginu í skrifum Jónasar og þá ekki síst í vísindaskrifum hans því þau voru ekki síður mikilvæg og fyrir honum mikilvægari en ljóðagerðin. Ef Jónas hefði verið spurður hvað hann hefði fyrir stafni hefði hann eflaust sagst vera vísindamaður fyrst og fremst og að ljóðagerðin hefði bara verið tóm- stundagaman, en því miður lést hann áð- ur en honum tækist að ljúka við vísinda- starf sitt á þann hátt að það hefði haldið nafni hans á lofti. Ljóðin lifa þó og tala beint til okkar enda eru þau tímalaus. Ein af ástæðum þess að ég lagði af stað í þessa þýðingarvinnu var að ég var að reyna að sigrast á hindrunum tungumáls og tíma og von mín var að ég gæti gert fólki hvaðanæva kleift að skynja hversu tímalaust skáld Jónas var og hve mik- ilvægur kveðskapur hans er. Því miður er hann lítið þekkur utan Íslands og meira að segja annars staðar á Norðurlöndum þekkja menn lítið til ljóðagerðar Jón- asar.“ Til að skilja skáldið verða menn að þekkja manninn Skáldið Jónas Hallgrímsson hefur verið í miklum metum meðal Íslendinga, en löngum hafa menn ekki viljað líta ein- staklinginn í réttu ljósi og nánast verið dregin upp af honum helgimynd. Við Jónas var tímalaust skáld Fyrr á árinu kom út doðrantur mikill sem hefur að geyma þýðingar bandaríska fræðimannsins Dick Ringlers á verkum Jónasar Hallgrímssonar, en Ringler hefur haft Jónas á heilanum í hálfan fimmta áratug og hefur enn. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.