SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Síða 53

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Síða 53
11. apríl 2010 53 Bækur Péturs Gunnarssonar ÞÞ í forheimskunarlandi og ÞÞ í fátækt- arlandi, sem segja frá ævi Þórbergs Þórðarsonar, hafa vakið athygli og umtal og skemmst að minnast þess að Pétur fékk viðurkenningu Hagþenkis árið 2009 fyrir bækurnar. Nú stendur sýning á frum- drögum Péturs að bókunum í Þjóðarbókhlöðunni, en á henni má sjá hvernig Pétur hagaði vinnu sinni við ritun þeirra. Frumdrögin hand- skrifar hann með blýanti í fjölmargar skissubækur og á sýningunni eru einnig nótubækur Péturs frá ritunarferlinu auk allra blýantanna sem hann notaði. Pétur leitaðist við að endurskapa andrúmsloft tímans frá aðdrag- anda heimsstyrjaldarinnar síðari til endadægurs Þórbergs þjóðhátíð- arárið 1974 og segir meðal annars frá því hvað var að gerast í bók- menntum, stjórnmálum og einkalífi Þórbergs. Hann sótti upplýs- ingar í dagbækur Þórbergs og Þóru Vigfúsdóttur, eiginkonu Kristins E. Andréssonar, og eru möppur með köflunum sem hann sló inn í tölvu sína einnig á sýningunni ásamt spólum með viðtölum sem hann tók við dóttur Þórbergs og fólk sem þekkti hann. Sýningin er við upplýsingaborðið á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðunni, öllum opin á afgreiðslutíma safnsins og aðgangur er ókeypis. Nótubækur og blýantar Péturs Gunnarssonar frá ritunarferli bóka hans um Þórberg. ÞÞ í forheimskunarlandi og ÞÞ í fátæktarlandi Sýning á frumdrögum Eymundsson1. 501 Must-See Destinations - Bounty Books 2. 8th Confession - James Pat- terson 3. The Complaints - Ian Rankin 4. The Human Body - Dorling Kindersley 5. Breaking Dawn - Stephenie Meyer 6. Readers Digest Atlas of the World - Readers Digest 7. Dead to the World - Char- laine Harris 8. The Return Journey - Maeve Binchy 9. Twenties Girl - Sophie Kin- sella 10. Gone Tomorrow - Lee Childs New York Times 1. Caught - Harlan Coben 2. The Help - Kathryn Stockett 3. House Rules - Jodi Picoult 4. The Silent Sea - Clive Cuss- ler og Jack Du Brul 5. Bite Me - Christopher Moore 6. Abraham Lincoln: Vampire Hunter - Seth Grahame- Smith 7. Matterhorn - Karl Marlantes 8. Think Twice - Lisa Scottoline 9. Shattered - Karen Robards 10. Angelology - Danielle Trus- soni Waterstones 1. The Girl with the Dragon Tattoo - Stieg Larsson 2. Eclipse - Stephenie Meyer 3. Twilight - Stephenie Meyer 4. The Girl Who Kicked the Hor- nets’ Nest - Stieg Larsson 5. Breaking Dawn - Stephenie Meyer 6. New Moon - Stephenie Meyer 7. The Girl Who Played with Fire - Stieg Larsson 8. The Lost Symbol - Dan Brown 9. Driven to Distraction - Je- remy Clarkson 10. Delia’s Happy Christmas - Delia Smith Bóksölulisti Eitt af því sniðugasta – en um leið eitt af því erfiðasta – sem ég gerði í menntaskóla var að taka íslenskuáfanga sem kallaðist yndislestur. Ég gerði þetta í von um að sleppa nokkuð auð- veldlega og í leiðinni lesa nokkrar fínar bækur. Fram að því hafði ég ekki lesið marg- ar bækur og þá síst mér til yndisauka. Mér gat þó ekki skjátlast meira og var þetta einn erfiðasti áfanginn sem ég tók. Kostaði hann margar andvökunæt- ur en skaðabæturnar voru ríflegar, fullt af góðum bókum lá í valnum þegar honum var lokið. Bókin sem liggur á náttborðinu mínu núna er myndasöguútgáfa af Meist- aranum og Margarítu eftir Mikhaíl Búlgakov. Myndskreytt af Klimowski og Schejbal. Ég er þó ekki svo húðlöt að ég geti ekki lesið bækur án þess að þær séu í myndasöguformi, því ég las Meist- arann og Margarítu í þessum yndis- lestursáfanga og varð heltekin af þessari bók og sögunni í kringum útgáfu hennar en hún kom út heilum 26 árum eftir dauða Búlgakovs. Ég leitaði vel og lengi að henni í forn- bókabúð niðri í bæ; var áfjáð í að bæta henni í einmanalegu bókahilluna mína. Ég varð síðan svo heppin að fá tvær út- gáfur af henni í gjöf. Sagan er stórkost- leg, ég er nýbyrjuð á bókinni en hef þó svindlað nokkrum sinnum og gluggað í galdrasýningu Wolands. Kölski, illur feit- ur köttur, ást og Pontíus Pílatus … und- arlega góð uppskrift að bók sem er án efa mín uppáhaldsbók. Lesarinn Nanna Bryndís Hilmarsdóttir tónlistarkona Kölski, illur feitur köttur, ást og fleira Svo teiknar Andrzej Klimowski skolla eins og hann birtist í meistaraverki Búlgakovs. Camilla Läckberg hefur notið mikillar hylli á undanförnum árum og bækur hennar selst í milljónavís víða um Evr- ópu. Þær hafa líka gengið vel hér á landi og það að verðleikum; hún kann formúl- una upp á tíu, býr til líf- og forvitnilegar persónur og fléttan er jafnan snúin. Í nýj- ustu bók sinni, Hafmeyjunni, finnst mér henni þó alls ekki hafa tekist nógu vel upp, eins og nú mun greina frá. Hafmeyjan hefst þar sem vel liðinn og vinsæll maður, ástríkur eiginmaður og skilningsríkur faðir er myrtur á hrotta- legan hátt og líkið síðan falið. Út alla bókina vitum við ekki hvers vegna eða hver, sem er óneitanlega kúnst sem að- eins færir rithöfundar ráða við. Fleiri ódæðisverk bætast við, en svo virðist sem allt tengist nýútkominni bók, Hafmeyj- unni, og höfundi hennar. Hljómar svo sem vel, en málið það að lausn flækj- unnar er óttalega klén, svo klén reyndar að hún er eiginlega billeg og það er ófyr- irgefanlegt í glæpasagnaritun. Einn er og ljóður á ráði hennar og það er það hve henni er gjarnt að troða inn í bækur sínar aukaatriðum og auka- persónum. Það kemur ekki alltaf að sök, oft finnst manni indælt að stíga inn í bók eftir Läckberg, hlusta á masið í mann- skapnum og leggjast aðeins á glugga hjá venjulegu fólki ekki síður en óvenjulegu. Ekki nenni ég þó að lesa meira um lög- regluforingjann Mellberg sem er hallær- isleg klisja (góðs viti að hann virðist á leið út í bókarlok). Fleiri misheppnaðar per- sónur eru í bókinni, til að mynda bóka- útgefandinn Gaby og svo er mér spurn: af hverju eyðir Läckberg svo miklu bleki í aukapersónur sem engu skipta (hálf fimmta síða fer þannig í mann sem finnur lík og skiptir engu máli fyrir framvind- una) og færi ekki betur á því að tóna að- eins niður tilfinningaklámið? Þýðing á bókinni er fín. Aukapersónur í aðalhlutverkum Bækur Hafmeyjan bbnnn Eftir Camillu Läckberg. Uppheimar gefa út, 497 bls. kilja. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Árni MatthíassonCamilla Läckberg hefur notið mikillar hylli á undanförnum árum.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.