SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Síða 55

SunnudagsMogginn - 11.04.2010, Síða 55
11. apríl 2010 55 Laugardagurinn fer að stórum hluta í vinnu. Það hefur verið mikið um að vera hjá Kraumi tónlistarsjóði undanfarið og dagurinn verður nýttur til að hreinsa aðeins upp eftir vik- una og senda nokkur nauðsynleg erindi með tölvupósti. Klukkan 16 ætla ég síðan að sjá Stafrænan Hákon og hljóm- sveit spila í Havarí, held hann hafi verið að gefa út nýja plötu. Stefnan síðan tekin á tónleika Hjaltalín á Rósenberg og Mínus á Sódómu, verður gaman að heyra nýtt efni frá köppunum. Á sunnudaginn verður síðan aðalfundur Félagsins Ísland- Palestína í Norræna húsinu. Aðalfundurinn er fastur og oft- ast gleðilegur þáttur í starfsemi félagsins, en þar sem ég gegni stöðu gjaldkera verð ég sveittur að klára ársreikninga félagsins fram á síðustu stundu. Eftir fundinn verður rennt í að heim- sækja ömmur og afa eins og venjulega á sunnudögum. Á þessum tímapunkti helgarinnar er maður orðinn svo latur að ég ætla að reyna plata mömmu til að bjóða litlu fjölskyldunni í mat. Eiginkonan er líka búin að taka fyrir fleiri matarboð á Skúlagötunni í bili. Dexter- þættirnir eru dottnir úr leik á sunnudagskvöldum þannig að þetta er allt opið. Maður reynir kannski að fá einhverja vini yf- ir í spil þegar líður á kvöldið. Það er leyfilegt. Helgin mín Eldar Ástþórsson, fram- kvæmdastjóri og kynningarfulltrúi Stafrænn Hákon, Hjaltalín og Mínus Deilt er um það vestur í Toronto í Kanada hvort verjandi sé að bókin The Shepherd’s Grand- daughter eftir Anne Laurel Car- ter sé í hillum skólabókasafna, en ýmsir höfðu beitt sér fyrir því að hún yrði bönnuð. Bókin segir frá stúlkunni Am- ani sem langar til að taka við af fjárhirðinum afa sínum. Á end- anum fær hún starfann og veddur starfinu betur en nokk- urn hefði grunað, en landnáms- byggð Ísraelsmanna ógnar af- komu fjölskyldunnar því landnemarnir vilja byggja á beitilandi hennar og hafa sitt fram; beiti- lendur verða að húsa- grunnum og eitrað er fyrir hjörðinni, en þegar frændi Amai og faðir eru handteknir fyrir mótþróa koma rabbíi og kristnir friðsemjendur þeim til hjálpar. Þessi söguþráður fór öfugt í einhverja foreldra sem sneru sér til samtaka sem berjast fyrir því að málstaður Ísraelsmanna sé ekki affluttur og þau sneru sér síðan til skólayfirvalda í To- ronto. Í umfjöllun skóla- yfirvalda kemur fram að þó bókin sýni Palestínumenn í já- kvæðu ljósi hvetji hún til þess að vandamál séu leyst án ofbeldis og í ljósi þessa ákveðið að bókin fengi að sitja áfram í hillum. Anne Laurel Carter hefur gef- ið út fjölda bóka, sjö bækur fyrir börn, níu fyrir ungmenni og eina fyrir fullorðna. Hún er margverðlaunuð og nefna má að bókin umdelda hefur hlotið fimm bókmenntaverðlaun sem besta ungmennabók ársins. Eigi skal banna Kápa bókarinnar umdeildu. Sigurbjörn Þorkelsson hefur sent frá sér ljóða- safnið Eilíft líf, en það hefur að geyma 212 valin ljóð úr fimm fyrri ljóða- bókum Sigurbjörns sem eru Ástráður, sem kom út 2008, Svalt frá 2007, Sítenging, 2006, Lífið heldur áfram, 2002 og Aðeins eitt líf sem út kom áriið 2000. Ljóðin í Eilífu lífi fjalla um missi, sorg og söknuð, viðbrögð við áfalli, úrvinnslu til- finninga og trú, von og kærleika, sér- staklega valin með þau í huga sem ein- hvern tíma hafa misst og vita því af eigin raun hvað það er að syrgja og sakna. „Þau eru þannig tileinkuð þeim sem orðið hafa fyrir hvers kyns vonbrigðum eða upplifað áföll og gengið í gegnum erfiða tíma. Þá ekki síst þeim sem daglega ganga til sinna hversdaglegu verka og heyja þannig sína stöðugu lífsbaráttu. Öllum þeim sem elska lífið, þrá að höndla það, fá að halda í það og njóta þess.“ Sigurbjörn gefur bókina út sjálfur. Heimir Óskarsson sá um uppsetningu og útlit eins og á öllum fyrri sautján bókum Sigurbjörns. Bókin Eilíft líf er 280 blað- síður og er prentuð hjá Litrófi ehf og bundin inn hjá Bókavirkinu ehf. Ljóðasafnið Eilíft líf Kápa Eilífs lífs. GÓÐA nótt, yndið mitt eftir Do- rothy Koomson, höfund Dóttir hennar, dóttir mín, segir frá æskuvinunum Novu og Mal sem ólust upp saman og voru óað- skiljanleg. Nú búa þau hins veg- ar hvort í sinni borginni og hafa ekki talast við í átta ár eftir að Nova tók að sér að vera stað- göngumóðir fyrir Mal og konu hans. Eftir að barnið, Leo litli, fellur í djúpan dásvefn sem eng- inn veit hvort hann mun vakna úr kemur hins vegar glufa í þagnarhjúpinn sem umlykur fullorðna fólkið. Viðfangsefnið Koonsom, staðgöngumæðrun, býður upp á fjölmarga nálgunarmöguleika, tilfinningaflækjur og vandamál – ófyrirséð sem augljósari. Að ganga með barn fyrir náinn vin kallar á fjölda spurninga, ekki hvað síst er mál æxlast með ófyrirséðum hætti og vinurinn virðist eftir áralöng kynni ekki hafa verið traustsins verður. Koonsom gerir sér vissulega mat úr viðfangsefninu, þó að ýmsa þætti hefði ófyrirsynju mátt skoða betur. Um leið hefði efalítið náðst fram heilsteyptari persónusköpun, en ekki er laust við að sögupersónurnar vanti meiri fyllingu. Góða nótt, yndið mitt eignast engu að síður efalítið sinn aðdá- endahóp. Bókin, sem teljast verður rökrétt framhald skvísu- skruddnanna svonefndu [e. chick lit], er auðlesin og höf- undur leikur á tilfinningaskal- ann af mikilli fimi. Húmorinn sem leikið hefur stórt hlutverk í skvísuskruddunum er hér hins vegar víðs fjarri og tár líklegri til að læðast niður kinnar. Ekki hvað síst hjá ungum mæðrum sem telja má öruggt að séu stór hópur lesenda. Sprungan sem myndast í hina fullkomnu glansmynd sem Koonsom dregur upp í fyrstu ristir hins vegar ekki nógu djúpt. Vandamálin eru vissulega til staðar, en reiðin, sálarflækj- urnar og sú ormagryfja óupp- gerðra tilfinninga sem þar hefði átt að opnast er of snyrtilega af- greidd. Grunnurinn sem undir er virkar fyrir vikið engu minna skínandi en yfirborðið. Snyrtilegar tilfinn- ingaflækjur BÆKUR Góða nótt, yndið mitt bbnnn Eftir Dorothy Koomson. Forlagið gefur út 485 bls. kilja. Dorothy Koomson Anna Sigríður Einarsdóttir LISTASAFN ÍSLANDS ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Ævispor Útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur Endurfundir Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna Aðgangur ókeypis fyrir börn Opið alla daga nema mánudaga 11-17 www.thjodminjasafn.is – s. 530 2200 Söfnin í landinu 13. mars - 2. maí 2010 Í barnastærðum Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis í samstarfi við Listasafn Íslands ÍSLENSK MYNDLIST hundrað ár í hnotskurn OPIÐ: Fim.–sun. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði ANGURVÆRÐ Í MINNI 11.3.-2.5. VINNUSTAÐIR ALVÖRU KARLA 11.3.-11.4. SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 11. apríl kl. 14 í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra. SAFNBÚÐ Fermingar- og útskriftartilboð á listaverkabókum. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR • www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna. Myndgerð: Páll Steingrímsson. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Ljósmyndasýningin Spegilsýnir: Bára Kristinsdóttir, Einar Falur, Jónatan Grétarsson, Katrín Elvarsdóttir, Spessi, Þórdís Erla Ágústdóttir. Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.