SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 2
2 9. maí 2010
14 Glímir við Shakespeare
Litháski leikstjórinn Oskaras Koršunovas kemur fyrst með Rómeó og
Júlíu í Borgarleikhúsið og setur svo upp Ofviðrið.
24 Amma rokk
Andrea Jónsdóttir kveðst vera of sérvitur fyrir ástarsamband og ætlar
að ganga aftur eftir dauðann.
34 Utanáliggjandi líffæri
Enn er samfélagið að umbyltast vegna
tækniframfara. Nú eru það farsímarnir sem
opna nýjar samskiptaleiðir.
37 Hvítþveginn engill
Helgi Ólafsson fjallar um einvígi Anands og
Topolovs um heimsmeistaratitilinn í skák og
tæpir á sögunni.
38 Grænmetisréttir í
Níkósíu
Á besta stað í gamla hluta höfuðborgar Kýpur er veitingastaður sem
rekinn er af íslenskri konu, Ingu Karlsdóttur.
Lesbók
48 Horfa í sömu átt
Malísku hjónin Amadou og Miriam leika á opnunartónleikum Listahá-
tíðar í Reykjavík næstkomandi miðvikudag.
52 Njósnasögur ganga aftur
Njósnasöguhefðin átti erfitt uppdráttar eftir fall Sovétríkjanna en hef-
ur sótt í sig veðrið með bókum sem gerast um og eftir seinna stríð.
54 Þankar um þjóðminjar
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður skrifar um Ísland og heims-
minjaskrá UNESCO.
20
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Golli af fyrirbura á vökudeild. Hún er birt með leyfi
foreldra og í samráði við starfsfólk vökudeildar.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
40
Augnablikið
F
ólk hleypur eins og fætur toga út af veit-
ingastaðnum. Er kominn upp eldur? Er
maturinn svona vondur? Eða leysti ein-
hver vind? Nei, það er kominn gestur í
hús – maður á mótorhjóli. Hann nálgast okkur óð-
fluga upp stigann. Leiknin er aðdáunarverð enda
uppsker hann lófatak viðstaddra.
Á flestum öðrum veitingastöðum yrði maður á
mótorhjóli skilgreindur sem boðflenna en ekki á
lúxusveitingastaðnum í Veröld BMW í München.
Hann er þvert á móti á vegum húsbænda því Ver-
öld BMW er í senn sýningarsalur og afhending-
arstaður fyrir nýja eðalvagna af því tagi.
Frá hjólfiminni sný ég mér að matnum. Panta
einhvern kjúklingarétt. Það renna þó á mig tvær
grímur þegar þernan kemur með prjóna. Fram á
þennan dag hefur mér tekist að sneiða hjá því að
snæða með prjónum en nú er það vandræðalega
augnablik sumsé runnið upp – við fullt borð af
ókunnugu fólki. Ég svitna milla tánna. Þegar
sessunautarnir veita klunnalegum tilburðunum
athygli heggur einn þeirra mig hins vegar snarlega
niður úr snörunni. „Blessaður borðaðu þetta bara
með skeiðinni.“ Málið dautt. Guð blessi manninn!
Þegar ég sporðrenni síðasta bitanum stendur
óvænt upp stór hundur á þarnæsta borði. Gengur
út. Kem ekki tegundinni fyrir mig.
Eftir matinn tekur við skoðunarferð um undra-
heim BMW. Lóðsinn er einskonar vasabrotsútgáfa
af Brad Pitt, dragfínn í tauinu og vel greiddur.
Hann talar ensku með tilþrifamiklum amerískum
hreim, slíkar eru munnviksgeiflurnar að maður
skilur hvorki upp né niður á köflum. En pilturinn
er kurteisin uppmáluð og rekur hvergi í vörð-
urnar. Þjóðverjar mæta ekki óundirbúnir til leiks.
Á aðalgólfinu er einhver auðkýfingur að sækja
Bjammann sinn. Með stjörnur í augum. Brad Pitt
lýsir ferlinu sem leiðir til þeirrar sælustundar með
þeim hætti að einna helst má bera það saman við
að eignast erfingja. Auðkýfingurinn kyssir gripinn
og kjassar áður en hann ekur út. Kannski verð ég
einhvern tíma í hans sporum.
Og þó. Þegar ég fæ að setjast eitt augnablik upp í
flaggskipið, Der BMW Individual 760Li, átta ég
mig nefnilega á því að Blaðamannafélag Íslands
þarf að bretta ærlega upp ermarnar í kjarabarátt-
unni ef sá draumur á að rætast. Verðið er nefnilega
180.000 evrur. Litlar 29.700.000 krónur á gengi
föstudagsins. Vel í lagt fyrir Lazy Boy á hjólum. En
helvíti fer samt vel um mann í svona kerru.
Brad fer líka með okkur í geymslur hússins, þar
sem bílarnir eru vistaðir síðustu klukkustundirnar
fyrir afhendingu. Vel er hlúð að þeim áður en þeir
„fá sér kríublund“, eins og Brad kemst að orði. Ég
gleymi að spyrja hvort lesið sé fyrir bílana áður.
Hvert eintak hefur víst sinn persónuleika.
Heimsókninni lýkur í BMW-safninu handan
götunnar. Þar spyr ég starfsstúlku hvort ég megi
taka myndir. „Af mér?“ spyr hún á móti. Klumsa
„Nei, nei, af bílunum,“ flýti ég mér að segja. „Að
sjálfsögðu.“ Þeir kunna sig, Þjóðverjarnir.
orri@mbl.is
BMW 535i Limousine gerðarlegur í sýningarsalnum í BMW-safninu í München.
Morgunblaðið/OPO
Á bjamminu
12. maí
Amadou & Mariam kynntust á heimili fyrir blind ungmenni í Malí fyrir 30
árum og hafa starfað saman síðan. Þau spila líflegan og skemmtilegan
tónlistarbræðing og hafa vakið heimsathygli fyrir. Amadou & Mariam spila
á opnunartónleikum Listahátíðar í Reykjavík sem verða haldnir í Laug-
ardagshöll og hefjast kl. 20.30. Með þeim kemur heil hljómsveit og
stendur til að bjóða upp á tónlistarfjör og sannkallaða taktveislu.
Amadou & Mariam
Við mælum með…
9. maí
Í tilefni Kópavogs-
daga verður boðið
upp á Klassískt
diskótek í Salnum, en
það eru barnatónleikar þar sem
áhorfendum er boðið upp á svið að
hjálpa til við flutninginn. Sérstakur
gestur er tenórinn Jóhann Friðgeir
og hefjast tónleikarnir kl. 13.
12. maí
Kvennakórinn Vox
feminae heldur veg-
lega óperutónleika í
Íslensku óperunni kl.
20, en með þeim
syngja Sigrún Hjálmtýsdóttir og fé-
lagar úr Fóstbræðrum og Stúlkna-
kór Reykjavíkur.
12. maí
Stúdentaráð Háskóla Íslands efnir
til próflokadjamms á Nasa þar
sem stórsveitirnar Dikta og Blood-
group stíga á svið. Húsið opnaðkl.
23.30.Sjónvarpsmaðurinn Dr. Oz fylgist með spjallþáttastjórnandanum Oprah
Winfrey raka yfirvaraskeggið af sálfræðingnum Dr. Phil. Uppátækið var í
tilefni af tíu ára afmæli O Magazine, en haldið var upp á það í Radio City
Music Hall í New York á föstudag.
Reuters
Flottur án mottu
Veröldin