SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 30
30 9. maí 2010 Sirkussýning 1998 í Húsdýragarðinum leiddi þær Lindu Ásgeirsdóttur saman. Hér með Agnari Jóni Egilssyni. Mamman Jóhanna Bergmann, Hrefna sjö ára, bróðir hennar Jón Ástmundur tveggja ára og pabbinn Hall- grímur Smári Jónsson, 1979. H refna Hallgrímsdóttir fæddist 1971 og ólst upp í Kópavog- inum. Hún er dóttir þeirra Jó- hönnu Bergmann og Hallgríms Smára Jónssonar, en fimm árum yngri bróðir hennar er Jón Ástmundur. Hún gekk í Ísaksskóla og Snælandsskóla en varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1992. Hrefna stundaði nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins í 11 ár og tók þátt í ýmsum leik- og danssýningum í Þjóðleikhúsinu frá unga aldri. Þar fékk hún leikhúsbakteríuna beint í æð sem leiddi til leiknáms í Flórída í Bandaríkjunum. Hún útskrifaðist með BA- gráðu í leiklist árið 1997 frá University of West Florida og hefur leikið og starf- að í Bandaríkjunum með hléum síðan. Fyrsta leikhlutverk hennar á Íslandi eftir útskrift var í Hróa hetti í Húsdýragarðinum þar sem hún kynntist Lindu Ásgeirsdóttur. Leiðir þeirra lágu oft saman eftir það, s.s. í Möguleikhúsinu, Leikhússportinu í Iðnó, Syngjandi í rigningunni í Þjóðleikhúsinu og víðar. Árið 2004 fékk Hrefna Lindu í lið með sér að skapa þær persónur Skoppu og Skrítlu og síðan hafa þær farið úr einu verkefninu í annað, sett upp leiksýningar, gert kvik- mynd, hljómplötur, sjónvarpsþætti og troðið upp um víðan völl í gervi þeirra stallna. Hrefna er gift Ingva Jökli Logasyni og eiga þau þrjú börn, Bjart sem er átta ára, Dag Mána sem er sex ára og Snæfríði Sól sem er eins og hálfs árs. Sjálf segir hún að sitt stærsta hlutverk í lífinu sé að vera mamma. Á þjóðhátíðardaginn árið 1998 var Hrefna fjallkonan í Kópavogi og las upp ljóð eftir Þorstein Valdimarsson. Hrefna gifti sig 2001 en áður héldu vinkonurnar gæsapartý eins og venja er. F.v. Lena, Sólveig, Hrefna, Elín, Aino og Jarþrúður. Hrefna dansaði ballett í mörg ár en hér er hún í uppsetningu á námsárunum í Banda- ríkjunum þar sem hún bæði lék og dansaði. Snæfríður hittir Skrítlulega mömmu í fyrsta sinn. Alltaf í búningum Myndaalbúmið Hrefna Hallgrímsdóttir hefur tekið á sig hin ýmsu gervi í gegnum tíðina en er einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem hin glaðværa Skrítla. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Fjölskyldan 2008: Dagur Máni, Snæfríður Sól, Hrefna, Bjartur og Ingvi Jökull. Hrefna brá sér gjarnan í Línugervi. Hér er hún á leið á grímuball með Sólveigu vinkonu og Jóni bróður. Með skólafélögum úti í Pensacola þar sem Hrefna átti síð- ar eftir að taka upp efni í bíómynd um Skoppu og Skrítlu. Skrítla og Skoppa: Hrefna og Linda Ásgeirsdóttir. Tæplega tveggja ára í myndatöku hjá ömmu á ljósmyndastofunni Asis, 1973. Strumpur að dimmi- tera úr FB 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.