SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 35
9. maí 2010 35 ’ Við sjáum ekki annað en að heim- ilin verði meira og minna þráðlaus í nánustu framtíð. Það eru ekki mörg ár síðan fyrirtæki voru tengd með 2 Mb tengingu, jafnvel verkfræðistofur, en nú dugar það engu heimili. Það er vegna aukinnar kröfu um lifandi myndefni og öflugri tengingar.“ Og ný tækni er fljót að ryðja sér rúms. „Fólk flutti sig úr fastl- ínusímum yfir í farsíma, sem komu til Íslands árið 1994, og Netið er næsta bylting. Nú þegar eru um 30% fólks í 3G farsímaþjónustu og að nokkrum árum liðnum verður ekki hægt að kaupa far- síma, sem ekki eru með Netinu. Ekki frekar en hægt er að fá farsíma, sem ekki eru með SMS.“ Raunar hefur 3G verið lengi til staðar fyrir neytendur, allt frá aldamótum, og búið er að þróa fjórðu kynslóð farsíma fyrir löngu. „Það sjá allir í hvað stefnir,“ segir Liv. „En þetta þarf að hanga saman. Tæknin er einskis nýt, ef endabúnaðurinn er ekki fyrir hendi. Nú er hinsvegar komið fram ótrúlega mikið úrval af þjónustu fyr- ir farsíma og stærri skjáir sem fólk nennir að vafra á og horfa á. 3G er meiri bylting en fólk gerir sér grein fyrir og er að breyta landslaginu á þessum markaði.“ „Nú erum við með 3G og næst fáum við 3G+, þannig að hraðinn er alltaf að aukast,“ segir Harald Pétursson, sölustjóri hjá Nova. „Við sjáum ekki annað en að heimilin verði meira og minna þráðlaus í nánustu framtíð. Það eru ekki mörg ár síðan fyrirtæki voru tengd með 2 Mb tengingu, jafnvel verkfræðistofur, en nú dugar það engu heimili. Það er vegna aukinnar kröfu um lifandi myndefni og öflugri tengingar.“ Samkeppni símaframleiðenda Það segir sína sögu um hraða breyting- anna, að kínverska fyrirtækið Huawei var ekki á meðal fjarskiptafyrirtækja fyrir tíu árum, en nú er það risi á þessum markaði og helsti keppinautur Ericsson í símkerf- um. „Kerfisframleiðendurnir gengu í lið með gömlu símafyrirtækjunum og ætluðu að stýra þróuninni,“ segir Harald. „Þó að 3G tæknin sé löngu komin til sögunnar, þá eru aðeins um 30% notenda komin yf- ir í það kerfi. Þeir ætluðu að loka mark- aðinn af og stýra þessu. En samkeppnisumhverfið er þannig, að það er ekki hægt, því þá verður bara ein- hver annar fyrri til að veita þjónustuna. Nokia, Ericsson og Siemens fengu því spark í rassinn frá Apple, sem setti iPhone á markað með snertiskjá, og síðan sigldu Huawei og Google í kjölfarið með eigið stýrikerfi. Það er fyrst núna sem gömlu risarnir eru að koma með snertiskjái og sambærilega virkni, tveimur árum eftir að iPhone kom á markað. Nokia og Sony Er- icsson hafa því misst forskotið og það verður fróðlegt að sjá hvort börnin mín muni vita að þessi fyrirtæki hafi nokkurn tíma verið til.“ Til marks um öra þróunina segir Harald að Google-síminn sé þannig, að þegar kveikt er á honum í fyrsta skipti, þá kalli hann eftir upplýsingum um Gmail og Fa- cebook og eftir það hafi notandinn aðgang að því í farsímanum. Þá nefnir hann Android-stýrikerfið, sem Google styðji, en það sé meðal annars í farsímum frá Mot- orola og Samsung. „Allir nema Nokia eru farnir að nota Android-stýrikerfi, einnig Huawei. En Nokia sendir frá sér Symbi- an3-stýrikerfið í sumar. Það hefur hins- vegar lítið komið frá Sony Ericsson í lang- an tíma og spurning hvort þeir nái aftur fótfestu á markaðnum.“ Skype í farsímum Ein stærsta byltingin er tilkoma Skype í farsímum. „Símafyrirtæki eru að reyna átta sig á þessum nýja veruleika, hvernig símtöl verða í nánustu framtíð,“ segir Liv. „Þau eru enn að rukka mínútugjald og upphafsgjald, sem er gamaldags viðskipta- módel, en nýi tíminn snýst um netsímtöl, þar sem hringt er í gegnum þjónustu á borð við Skype úr farsímum. Auðvitað er það ógn við símafélögin og þau þurfa að spila úr því á réttan hátt. Þetta eru mikil tímamót og í þeim felast tækifæri fyrir fyrirtæki á borð við Nova, því við erum fyrst og fremst að selja að- gang að netinu. Okkur er alveg sama hvort fólk notar netið í tölvunni heima eða í far- símanum – eini munurinn er sá að skjár- inn er minni.“ Tilkoma Skype getur dregið verulega úr kostnaði við símtöl úr farsímum, en marg- ir hafa þegar tileinkað sér þessa tækni í heimatölvum. „Símtöl um Skype krefjast aðeins hefðbundinnar nettengingar,“ segir Harald. „Ég hef til dæmis Skype á iPhone- símanum mínum og er með vini mína þar inni. Svo get ég hringt í þá sem eru í síma- bókinni og þá er þetta bara eins og í tölv- unni – ég hala niður af netinu og greiði ekki mínútugjald. Þetta eru orðin fín gæði og hægt að gera þetta annarsvegar á 3G- netinu, eins og hjá Nova, en líka með því að sækja þráðlaust samband (WiFi). Það er til dæmis ókeypis nettenging á kaffi- húsum, sem maður dettur sjálfkrafa inn á, og Nova veit aldrei af því símtali.“ „Sum símafyrirtæki hafa lokað á Skype, af því að þau fá ekki símtalstekjur af sím- tölunum, en önnur vinna með þessari tækni,“ segir Liv. „Skype er komið í sam- starf við Nokia, þannig að hægt er að ná í Skype fyrir flestalla Symbian-síma, sem er bróðurparturinn af símum í umferð.“ Harald segir að einnig sé hægt að hlaða Skype niður fyrir iPod touch-tónlist- arspilara, því hægt er að tengjast Netinu í gegnum þá, og breyta þeim þar með í síma. „Þetta er eitt af þessum tækjum sem eru gríðarlega vinsæl hjá ungu fólki í dag,“ segir hann. „Skype hefur verið hlaðið nið- ur í yfir 15% af iPhone og iPod touch. Flestir þeirra sem breyta iPod touch í síma eru 17 ára og yngri, en þeir sem nota iP- hone eru á aldrinum 25-40 ára, því hann er enn sem komið er dýr. Þegar farsími er notaður með þessum hætti, þá er til dæmis nóg að kaupa netpakka fyrir 990 krónur, sem innifelur 1 GB, og þá er hægt að hringja nánast ótakmarkað í gegnum Skype – líka til útlanda. Síðan er greitt fyr- ir hefðbundin símtöl eftir gamla kerfinu, upphafsgjald og mínútuverð.“ Veröldin kortlögð Eins og nærri má geta er unga fólkið fljót- ast að tileinka sér þessa nýju tækni. „Yngra fólk notar farsíma með allt öðrum hætti en það eldra,“ segir Liv. „Það sést best á því, að markaðshlutdeild Nova var komin í um 20% í ársbyrjun, en við erum með um 70 þúsund viðskiptavini. Viðskiptavinir Nova nota hinsvegar um 60% af öllu gagna- magni í farsímum á Íslandi. Ástæðan er sú að við gerum ráð fyrir að okkar við- skiptavinir noti netið í farsímunum, og veðjum á þetta breytta neyslumynstur, sem er meiri ógnun við hin símafyr- irtækin. Þannig nýtum við okkar sér- stöðu.“ Og það má segja að veröldin sé kortlögð á nýjan hátt með farsímunum. „Nýjasta æðið eru kortin,“ segir Harald. „Farsím- arnir eru óðfluga að breytast í staðsetning- artæki, þannig að notendur geta orðið sér úti um þjónustu í næsta nágrenni, til dæmis bestu veitingastaðina og helstu söfnin. Svo er hægt að spila tónlist í far- símum og nota þá til að mæla og kortleggja hlaupavegalengdir, þannig að ýmis önnur tæki eru að verða óþörf.“ Næsta samkeppni í símtækjum á milli framleiðenda verður á milli Google Maps og annarra kortaframleiðenda. Nokia er komið með tengingu við Lonely Planet og hefur ráðist í mikla herferð undir slagorð- inu: Ókeypis kort um alla eilífð eða „Free maps forever“. „Með því að fara á ovi.com, má hlaða niður ókeypis kortum af öllum borgum í heiminum og tugþúsundum forrita, sem sum eru frí og sum ekki – stundum kostar uppfærslan einn dollar,“ segir Harald. „Þegar Nokia tilkynnti um þessi áform sín og samstarfið við Lonely Planet, þá hröp- uðu hlutabréfin í Garmin og TomTom, sem hafa verið best í GPS-tækjum. Það er engin spurning í mínum huga að fólk mun nota farsímann til að leiðbeina sér, hvort sem það er gangandi eða á bíl, hvar sem það er í heiminum.“ „Manni finnst þetta eiginlega offramboð á upplýsingum,“ segir Liv, „en yngra fólki þykir þetta sjálfsagt á meðan við sem eldri erum þurfum aðeins að setja okkur meira inn í þetta. Og sem dæmi um hvað kortin í farsímunum eru orðin flott, þá leitar far- síminn að gervihnetti sem staðsetur not- andann og kemur strax með fullt af val- kostum, verslanir, veitingastaði og gististaði.“ Hún velur Lonely Planet í símanum hjá sér og valmöguleikarnir sem bjóðast í grennd við höfuðstöðvar Nova í Lágmúla eru Vox 246 m, Múlakaffi 320 m, Café Konditori 425 m. „Þeir veitingastaðir sem ekki eru inni á þessu korti verða bara út- undan,“ segir hún. „Farsíminn er því líka orðinn auglýsingamiðill. Annað sem Nokia kortin hafa það fram yfir Google er að það sjást allir göngustígar, hver stysta leiðin er og einnig hvaða viðburðir eru í gangi í grenndinni.“ Áætlað er að Ísland komist á kortið hjá Nokia nú í sumar og þá verður hægt að ferðast um landið eftir leiðbeiningum úr farsímanum. Sjónvarpað á Netinu Einnig má geta nýrrar leiðar til að hefja sjónvarpsútsendingar um farsíma. „Það er hægt að fara inn á Qik.com, taka upp efni og senda það beint út á Netinu,“ segir Har- ald. „Ef einhver frægur verður á vegi þínum, þá geturðu tekið það upp og sett slóðina á Facebook – þannig að fólk trúi þér nú örugglega. Svo er líka hægt að senda út viðtöl í gegnum farsímana eða jafnvel net- tengja kvikmyndatökuvélar með símkorti og senda beint úr þeim til að ná meiri gæð- um. Hver sem verður vitni að fréttnæmum atburði getur sett það inn á Netið. Og svo er hægt að senda myndir úr ferðalaginu til fjölskyldunnar. Þannig er allt að breytast.“ „Eitt að lokum,“ segir Liv brosandi. „Þessi nýja tækni býður upp á nýjar leiðir í netverslun. Eitt af forritunum mínum er Shoe Salon. Ef farið er inn á Apple Store í iPhone er hægt að hlaða niður þessu ókeypis forriti, þannig er hægt að fylgjast með skótískunni á nýstárlegan hátt og jafnvel kaupa sér nýja skó. Það sama á ef- laust eftir að verða uppi á teningnum með aðrar vörur.“ Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, og Harald Pétursson, sölu- stjóri, segja netþjónustu í farsímum fela í sér byltingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.