SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 26
26 9. maí 2010 S tjórnmálaflokkarnir eru allir í vandræðum með hvernig þeir eigi að bregðast við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnarflokkarnir töldu, að skýrslan yrði meiriháttar áfellisdómur yfir Sjálfstæðis- flokknum en standa frammi fyrir því, að í grundvallaratriðum er hún staðfesting á því, sem nokkrir talsmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa haldið fram um viðskipta- lífið á undanförnum árum. Vandi Sam- fylkingarinnar er sá, að á þeim tíma héldu helztu talsmenn hennar því fram, að sú gagnrýni væri sprottin af annarlegum hvötum. Nú liggur fyrir staðfesting á því, að svo var ekki. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins virðast hins vegar ekki hafa áttað sig á þessum kjarna skýrslunnar og þess vegna hafa þeir lítið sem ekkert haldið því á lofti að skýrslan sé í raun vitnisburður um, að þeir forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndu ákveðin vinnubrögð í viðskiptalífinu á fyrstu árum nýrrar aldar höfðu rétt fyrir sér. Í stað þess að hefja nýja pólitíska sókn í krafti skýrslunnar leggja þeir enn áherzlu á að verjast. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru á báðum áttum um, hvernig þeir eiga að taka á þeirri gagnrýni, sem einstakir þingmenn og frambjóðendur þeirra standa frammi fyrir vegna kostnaðar við prófkjörsbaráttu. Eiga flokkarnir að taka sökina á sig að hafa látið prófkjörin þróast í þennan farveg? Og jafnvel þótt þeir tækju hana á sig mundi það duga kjós- endum? Þótt Vinstri grænir hafi að mestu hreint borð í samskiptum sínum við viðskipta- lífið á undanförnum árum standa þeir frammi fyrir öðru vandamáli í kjölfar skýrslunnar, sem er mjög alvarlegt og lítið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum. Í ein- um kafla skýrslunnar, löngum og ítarleg- um, er mjög nákvæmur rökstuðningur fyrir því, að íslenzku þjóðinni hafi ekki borið skylda til að taka á sig skuldbind- ingar vegna Icesave-reikninga Lands- bankans. Þegar þessi kafli skýrslunnar er lesinn vaknar sú spurning, hvernig á því standi að núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi í tvígang undirritað samninga við Breta og Hollendinga um að leggja á íslenzku þjóðina gífurlega skulda- byrði, sem rannsóknarnefndin sýnir fram á, að þjóðinni bar ekki að taka á sig. Um þetta hafa fjölmiðlar lítið fjallað. Þeir ráðherrar, sem mesta ábyrgð bera á þeim samningum, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, hafa ekki brugðizt við þessum kafla skýrslunnar og stjórnarandstaðan hefur ekki krafið ráð- herrana sagna um þetta mikilvæga at- riði. Þótt rannsóknarnefndin sjálf álykti um marga þætti í skýrslunni bregður svo við, að hún dregur ekki nema takmarkaða ályktun af þeim staðreyndum, sem hún hefur dregið fram í dagsljósið í þessu til- tekna máli. Hins vegar er full ástæða til að spyrja, hvort þeirri þingnefnd, sem hefur verið falið það verkefni að gera tillögur um aðgerðir í framhaldi af skýrslunni beri ekki skylda til að taka þetta mál til ná- kvæmrar skoðunar. Vanmáttur stjórnmálaflokkanna allra til þess að bregðast við skýrslu rannsóknar- nefndarinnar vekur athygli. Að sumu leyti verka þeir á áhorfanda, sem stendur utan við sviðið eins og hnefaleikamenn, sem húka hver í sínu horni, uppgefnir og ör- magna, vita ekki sitt rjúkandi ráð og hafa ekki krafta í sér til þess að standa upp og takast á við verkefnið, sem blasir við. Stjórnmálaflokkar eru hins vegar mikil- vægar stofnanir í samfélagi, sem byggir á lýðræðislegum stjórnarháttum. Þess vegna skiptir máli, að þeir nái áttum. Til- hneigingin í umræðum hér er að persónu- gera alla hluti. Er Jóhanna að tapa trú- verðugleika sínum? Ræður Bjarni Benediktsson við verkefnið? Er Stein- grímur J. Sigfússon búinn að tapa tengslum við grasrótina? Er Sigmundur Davíð horfinn og Framsóknarflokkurinn með? Þetta snýst ekki um persónur. Þetta snýzt um stefnu og hugsjónir, ástríðu í pólitík. Á hvaða vegferð eru þessir flokk- ar? Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn? Er hann búinn að gera það upp við sig? Það er mikilvægt fyrir þann flokk að á land- fundi flokksins, sem væntanlega verður haldinn á næstu mánuðum verði sleginn nýr tónn. Hvað vill Samfylkingin? Það er orðinn of mikill munur á orðum og gerð- um. Þess vegna er flokknum ekki treyst. Vinstri grænir þurfa hins vegar að sýna fram á, að þeir séu einn flokkur en ekki tveir. Þótt merkilegt kunni að virðast eru flokkarnir allir í einum og sama báti eftir birtingu skýrslu rannsóknarnefnd- arinnar, þótt með mismunandi hætti sé. Forystumenn þeirra hafa hins vegar ekki mikinn tíma. Það eru sveitarstjórn- arkosningar eftir þrjár vikur. Þær kosn- ingar snúast ekki bara um hefðbundin verkefni sveitarstjórna. Úrslit þeirra munu fara mjög eftir því, hvernig flokk- unum tekst að takast á við þau viðfangs- efni, sem hér hafa verið gerð að umtals- efni. Hvernig bregðast þeir við niðurstöðum skýrslunnar? Þetta er mikil áskorun. Kannski sú mesta, sem íslenzka flokkakerfið hefur staðið frammi fyrir í mjög langan tíma. Vandi frambjóðenda í sveitarstjórn- arkosningum er sá, að þeir verða að geta svarað spurningum kjósenda um hvernig flokkar þeirra ætli að bregðast við. Svo lengi sem flokkarnir og forystumenn þeirra hafa ekki svarað þessum spurn- ingum verður erfitt fyrir frambjóðendur að svara spurningum fólksins. Og þá fer Jón Gnarr að eygja möguleika á meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur! Næstu þrjár vikur leiða í ljós, hvort lömun flokkanna er slík, að þeim verði ekki við bjargað. Flokkarnir eru lamaðir M ikill sigur vannst í jafnréttisbaráttu kvenna þennan dag fyrir 50 árum en þá ákvað bandaríska lyfjaeftirlitið, FDA, að heimila sölu og dreifingu á Enovid, fyrstu hormóna- getnaðarvörninni fyrir konur. Samsetta pillan veitti kon- um áður óþekkt frelsi til þess að stjórna eigin barneignum og komust þær nær því að stýra viðveru sinni á vinnu- markaðnum með sama hætti og karlmenn. Sigurinn var sérstaklega sætur fyrir Margaret Sanger, sem hafði lengi barist fyrir lögleiðingu getnaðarvarna í Bandaríkjunum og var einn af stofnendum The Planned Parenthood Federation of America. Í upphafi sjötta ára- tugarins hafði mikill árangur náðst í baráttunni fyrir lög- leiðingu þeirra getnaðarvarna sem þá voru til, þrátt fyrir mikla andstöðu, sér í lagi frá kaþólsku kirkjunni, sem var andsnúin inngripi í hringrás náttúrunnar. Eitt var Sanger þó ósátt við, að eftir 40 ára baráttu var draumur hennar um „töfrapilluna“ ekki orðinn að veru- leika, en Sanger sá fyrir sér að konur gætu einfaldlega gleypt pillu sem kæmi í veg að þær yrðu óléttar. Fjárskortur og gagnrýni Árið 1951 hitti Sanger, þá orðin 72 ára, fyrir tilviljun vís- indamann sem gat hjálpað henni að láta drauminn rætast. Gregory Pincus, sérfræðingur í æxlunarfræði og frum- kvöðull í rannsóknum á hormónum, taldi víst að þróa mætti lyf sem stjórnaði hormónaframleiðslu kvenna. Eftir tveggja ára sleitulausa vinnu með tilheyrandi mót- læti og fjárþröng fengu þau loksins þann stuðning sem þurfti til að ýta verkefninu af stað fyrir alvöru. Kunn- ingjakona og dyggur stuðningsmaður Sanger, Katherine D. McCormick, veitti þeim ótakmarkaðan fjárstuðning til þess að þróa lyfið. Einnig fengu þau kvensjúkdómalækn- inn og ófrjósemissérfræðinginn John Rock til liðs við sig en hann hafði áður unnið að rannsóknum á kvenhormónum. Árið 1954 hófu þeir Rock og Pincus rannsóknir á áhrif- um prógestrónhormónagjafar og tóku um 50 konur þátt í rannsókninni, sem var gerð undir formerkjum frjósemis- rannsókna því lög um getnaðarvarnir í Massachusettes, þar sem rannsóknin fór fram, voru afskaplega ströng. Rock og Pincus ákváðu að lyfið skyldi tekið í 21 dag með sjö daga hléi til þess að inngripið virtist sem náttúrulegast, vitandi að pillan myndi þykja mjög framúrstefnuleg og yrði líklegast ákaflega umdeilt lyf. Niðurstöður rannsóknanna reyndust sláandi, engin kvennanna hafði egglos meðan á lyfjatöku stóð. Við tók löng barátta fyrir samþykki lyfjaeftirlitsstofnunar Banda- ríkjanna en skilyrðin fólust meðal annars í viðamiklum og ítarlegum rannsóknum á áhrifum pillunnar. Þar sem lögin voru, eins og áður segir, afar ströng færðu Rock og Pincus sig til Púertó Ríkó til frekari rannsókna. Árið 1956 fóru fréttir um lyfið að spyrjast út til almenn- ings og árið 1959 gaf forseti Bandaríkjanna út þá yfirlýs- ingu að getnaðarvarnir eins og pillan „kæmu okkur ekki við“. Til að slá á gagnrýnisraddir, sér í lagi frá kaþólsku kirkjunni, tilkynnti Rock bandarískum fréttablöðum að þar sem pillan lengdi aðeins hið „örugga tímabil“ kon- unnar, þá gæti hún alveg fallið undir lög Vatíkansins um náttúrulegar „getnaðarvarnir“. 100 milljón konur Ári síðar samþykkti lyfjaeftirlitið pilluna. Sanger fékk þar ósk sína uppfyllta sem og margar aðrar konur þar sem val- ið stóð ekki lengur á milli hjónabands og frama. Miklar þjóðfélagsbreytingar fylgdu í kjölfarið og konur streymdu út á vinnumarkaðinn. Sanger lést árið 1966, þá 86 ára og hæstánægð með framlag sitt til jafnréttisbaráttunnar. Pillan hefur fyrir löngu sannað gildi sitt sem örugg getn- aðarvörn sem kemur í veg fyrir egglos. Ýmsar gagnrýnis- raddir hafa þó verið uppi í gegnum tíðina og felast þær að- allega í heilsufarslegum áhrifum af langtímanotkun. Talið er að yfir 100 milljón konur noti pilluna að staðaldri á heimsvísu, en þó er dreifingin æði misjöfn, t.d. notar að- eins um 1% kínverskra kvenna pilluna og í Japan er pillan á undanhaldi, þar sem japönsk yfirvöld mæla frekar með smokkum til að stemma stigu við kynsjúkdómum, en pill- an veitir ekki slíka vernd. Ásgerður Júlíusdóttir „Töfra- pillan“ Getnaðarvarnarpillur voru stórt framfaraskref. Baráttukonan Margaret Sanger. Á þessum degi 9. maí 2010 ’ Sanger fékk þar ósk sína uppfyllta sem og margar aðrar konur þar sem val- ið stóð ekki lengur á milli hjónabands og frama. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.