SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 42
42 9. maí 2010
R
óm var ekki byggð á einum
degi og það er búið að taka
Lionsgate 15 ár að verða
„sýnilegt“ í kvikmyndafram-
leiðslu og -dreifingu. Hollt er að hafa í
huga að á sama tíma hafa fjölmargir
óháðir kvikmyndaframleiðendur dreg-
ið saman seglin eða lokað sjoppunni,
líkt og Revolution Studios, Rouge Pict-
ures og Triumph Films.
Þá hafa óháðir armar stóru kvik-
myndaveranna gefist upp á tímabilinu,
t.d. Warner Independent Pictures og
Miramax (Disney). Þá varð Dream-
Works, stórfyrirtæki Spielbergs, Jerrys
Katzenberg og Davids Geffens að láta
reksturinn af hendi til Paramount og
Warner Bros gafst upp á að leyfa New
Line að vasast í sjálfstæðri framleiðslu.
Um þessar mundir er verið að reyna að
selja hræið af MGM, enn eina ferðina
og líkt er komið fyrir United Artists,
öðru gamalfrægu kvikmyndaveri.
Á meðan á þessum sviptingum stóð
hafa nokkrir „dvergar“ verið að spjara
sig, líkt og Searchlight, sem er í eigu
20th Century Fox, Focus Features
(Universal), Summit Entertainment,
Overture Films og Lionsgate, sem hóf
rekstur norður í Vancouver í Kanada
árið 1995 en er fyrir löngu flutt til Los
Angeles. Undanfarin 6-7 ár hefur það
verið eitt af 10 stærstu dreifingarfyr-
irtækjunum vestra, oftast næst á eftir
risunum. Það vakti ekki verulega at-
hygli fyrr en 1998, þegar það sendi frá
sér gæðamyndina Affliction, sem færði
kempunni James Coburn Ósk-
arsverðlaunin. Sama ár dreifði það
sinni bestu mynd til þessa, Gods and
Monster, þar sem meistari Ian McKel-
len á ógleymanlegan leik í hlutverki
leikstjórans James Whales (Franken-
stein, o.fl. gamlar og góðar skrímsla-
myndir).
Lionsgate fór að vaxa fiskur um
hrygg á nýrri öld, árið 2000 vöktu
Amores Perros og American Psycho
verðskuldaða athygli líkt og Monster’s
Ball árið eftir (sem færði Halle Berry
Óskarinn óverðskuldað, en það er
önnur saga). 2002 var metár, afrakst-
urinn 10 myndir þar sem hin minn-
isstæða Narc stóð upp úr. 2003 birtist
gæðamyndin The Cooler, með William
H. Macy, Mariu Bello og Alec Baldwin.
2004 kom metaðsóknarmynd Michaels
Moore, Fahrenheit 9/11, fram á sjón-
arsviðið og Lionsgate var búið að festa
sig í sessi. Það var líka ár hrollvekj-
unnar Saw, sem naut svo mikilla vin-
sælda að sjöunda myndin er væntanleg
í ár. 2004 var einnig ár hinnar hrika-
legu Hotel Rwanda, um borgarastríðið
í Afríkuríkinu.
Áfram hélt litli risinn að dafna og
2005 gerði hann sér lítið fyrir og fram-
leiddi Crash, Óskarsverðlaunmynd
ársin. Á hinum endanum var kassa-
stykkið og ófögnuðurinn Hostel, sem
„kom undir“ austur í Flóa. 2006 var
fæðingarár nokkurra eftirtektarverðra
mynda eins og The Descent, Hard
Candy og tónlistarmyndarinnar I’m
Your Man, með meistara Leonard Co-
hen.
Á móti gæðunum komu svo að jafn-
aði upp undir 10 B-myndir árlega, sem
flestar gáfu það vel af sér að Lionsgate
gat haldið virðingu sinni með örfáum
minnisstæðum myndum í bland og er
það til vitnis um bratt hugarfarið hjá
fyrirtækinu. 2007 voru sýndar yfir 30
myndir frá Lionsgate, flestar auð-
gleymdar, en inn á milli glitti í gæða-
framleiðslu eins og stórvestra James
Mangolds, 3:10 to Yuma, og heimild-
armyndina Sicko, eftir Moore. Oliver
Stone lyfti framleiðslunni umtalsvert
upp með W., og á síðasta ári gerði Sam
Raimi hrollinn góða, Drag Me to Hell,
á vegum Lionsgate, líkt og tvær aðrar
gæðamyndir; Brothers, sem var fram-
leidd af okkar eigin Sigurjóni Sighvats,
og hin sláandi umbúðalausa Precious:
Based on the Novel „Push“ by Sapp-
hire, ein besta mynd ársins og tvöfald-
ur óskarsverðlaunahafi.
Í ár hefur Lionsgate dreift m.a. hinni
stórskemmtilegu Kick-Ass, sem verið
er að sýna við miklar vinsældir um
heiminn og 10. ágúst kemur dvergr-
isinn með mynd sem ekki er fráleitt að
leggja á minnið. Þetta er The Exp-
andables, og státar af einhverju
skrautlegasta, afdankaða harðhausaliði
kvikmyndasögunnar: Sylvester Stal-
lone (sem jafnframt leikstýrir), Jason
Statham, Jet Li, Dolph Lundgren, Eric
Roberts og Mickey Rourke. Auk þess
koma Bruce Willis og Arnold
Schwarzenegger við sögu. Það mætti
segja mér að þarna hefði Lionsgate hitt
naglann á höfuðið og The Expandable
verði vinsælasta myndin í sögu þess.
Það getur líka allt farið á verri veginn.
Hvað sem því líður er löngu ljóst að
Lionsgate er komið til að vera. Það
siglir í humátt á eftir risunum og
kryddar vonandi sem lengst tilveru
bíógesta með sinni einstaklega vel
heppnuðu blöndu af hortittum og heil-
agfiski.
Mo’Nique fékk Óskarinn fyrir Precious.
Reuters
Litli risinn Lionsgate
Í kvikmyndaiðnaðinum virðist takmarkað svigrúm fyrir fleiri en gam-
algrónu risana sex en nú bendir margt til að nýr kraftur sé að hasla sér
völl, kanadíski dvergurinn Lionsgate.
Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is
Það er allt slétt og fellt á hinni gam-
alfrægu Nantucket-eyju, sem áður fyrr
var miðstöð hvalveiðimanna undan
strönd Massachusetts. Þrír vinir á tán-
ingsaldri, Hermie (Cary Grimes), Oscy
(Jerry Houser) og Benjie (Oliver Conant),
hugsa sér gott til glóðarinnar, þeir ætla
sér að njóta sumarsins og vonandi kóróna
það með því að tapa sveindómnum. Her-
mie er sá eini þeirra sem er líklegur til
einhverra afreka, hinir eru frekar aula-
legir.
Þrátt fyrir sumarfegurðina og háleit
markmið hvílir skuggi yfir mannlífinu,
Bandaríkjamenn eru í miðju kafi hern-
aðarátaka síðari heimsstyrjaldarinnar,
þeirra á meðal eiginmaður hinnar stór-
glæsilegu og þokkafullu Dorothy
(Jennnifer O’Neill), sem býr dálítið afsíð-
is og drengirnir láta sig dreyma um og
eru ekki lausir við afbrýði og öfund þegar
bóndi hennar kemur heim í stutt frí af
blóðvellinum.
Hermie er sá eini sem hefur manndóm
til að kynnast gyðjunni sem reynist blíð
og indæl kona sem fær hann til að gera
fyrir sig smáviðvik. Af þeim sökum lítur
hann til hennar í heimsókn kvöld eitt
þegar harmur stríðsins knýr dyra á Nan-
tucket-eyju.
The Summer of ’42, stendur enn skýr
fyrir hugskotssjónum eftir öll þessi ár og
við endurskoðun er hún sem fyrr, um-
vafin eftirminnilega saklausri en harmi
þrunginni fegurðinni og blíðunni sem
skapast á milli Dorothy og Hermie. Hann
fær drauma sína uppfyllta en á allt annan
veg en hann vonaði. Pilturinn reynist
Dorothy skjól í storminum, veitir henni
augnabliks frið og stuðning þegar mest á
reynir. Leikstjórinn, Robert Mulligan
(1925-2008), var mikill smekkmaður og
fagurkeri sem skildi eftir sig verk á borð
við To Kill a Mockingbird, Love With a
Proper Stranger og Inside Daisy Clover.
Kvikmyndatökusnillingurinn Robert
Surtees og franska tónskáldið Michel
Legrand lífga tilfinningaríka söguna hlýj-
um litum og tónum (Legrand fékk Ósk-
arinn). Hjarta myndarinnar, aðal-
uppspretta fegurðarinnar,
viðkvæmninnar og tilfinninganna er hin
undurfagra O’Neill, sem er sköpuð í þetta
hlutverk lífs síns, og má segja það sama
um frammistöðu Grimes, sem einnig átti
snubbóttan feril.
saebjorn@heimsnet.is
Kvikmyndaklassík: Sumarið ’42 (1971) ****
Harmur stríðsins knýr dyra
Cary Grimes, Jerry Houser og Oliver Conant
í hlutverkum sínum í Sumrinu ’42 frá 1971.
Sunnudagur 9. maí 2010 kl. 22.05.(RÚV)
Michael (Ulrich Thomsen) og Jannik (Nikolaj
Kaas) eru gjörólíkir bræður. Sá fyrrnefndi er
hamingjusamlega giftur heimilisfaðir og her-
maður, Jannik mannleysa. Þegar Michael er
kvaddur til Afganistans, þar sem hann er
síðar talinn af, sest kötturinn í ból bjarnar –
en Michael snýr óvænt til baka. Eftirtektar-
verð mynd sem Sigurjón Sighvats lét endur-
gera vestan hafs og var sýnd hér fyrir örfáum
vikum. Fróðlegt að bera ólíkar útgáfurnar
saman, þar kemur okkar maður vel út. Leik-
stjóri: Susanne Bier. bbbb
Bræður – Brødre
Laugardagur 8.5. kl. 22:45 (Stöð 2)
Frú Henderson (Lady Judy Dench) missir
mann sinn, leiðist ekkjustandið og kaupir
Windmill-leikhúsið til að lífga upp á til-
veruna. Ræður Van Damm (Bob Hoskins) til
að stjórna rekstrinum og von bráðar er það
orðið vinsælt og víðfrægt fyrir djarfar upp-
færslur. Síðari heimsstyrjöldin skellur á, rík-
isstjórnin vill loka The Windmill, en frú Hend-
erson er ekki á þeim buxunum. Myndin mun
fylgja sannleikanum að talsverðu leyti, leik-
húsið og aðalpersónurnar eru þekkt nöfn úr
bresku leikhúslífi, einkum fyrir „listrænar“
nektarsýningar og seigluna í leikhúsfólkinu
sem hélt sýningunum ótrautt áfram á hverju
sem gekk undir sprengjuregni loftárása nas-
ista. Skemmtilegur kafli úr leikhússögunni
með stjörnunum í ham. Leikstjóri Stephen
Frears. bbbb
Myndir vikunnar í sjónvarpi
Frú Henderson kynnir –
Mrs. Henderson
Presents
Kvikmyndir