SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 6
6 9. maí 2010
Fyrirsætan í verki
Picassos er hjá-
kona hans Marie-
Thérèse Walter.
Þau kynntust árið
1927, þegar hún
var á átjánda ári
og hann kominn
yfir hálffimmtugt.
Á þessum tíma-
punkti var Pi-
casso giftur rúss-
nesku
ballerínunni Olgu
Khokhlovu og
tókst málaranum
að halda ást-
arsambandinu við Maríu Teresu leyndu allt til 1935 þegar ástkonan
varð ólétt. Sagan segir að þegar Olga heyrði það frá vinkonu sinni að
eiginmaður hennar ætti unga og ólétta hjákonu pakkaði hún þegar
föggum sínum, yfirgaf listmálarann og tók með sér son þeirra hjóna,
hann Paulo. Þó kom aldrei til lögskilnaðar, að sögn vegna þess að Pablo
vildi síður þurfa að helmingaskipta búinu eins og frönsk lög kváðu á um.
María Teresa bjó með málaranum, ásamt dóttur þeirra Mæju. Árið
1940 fluttu María og Mæja aftur til Parísar og lauk með því samvistum
hennar og málarans, en hann hélt þó áfram að sjá þeim farborða.
María Teresa varð Picasso innblástur að sumum af hans merkustu
verkum. Nu au Plateu de Sculpteur er þeirra á meðal og markar einn af
mörgum hápunktum í ferils hans sem listamanns.
Hin fagra og ljósa María Teresa
Starfsmenn Christies sýna hér verkið Nu au collier á
uppboði árið 2002. María Teresa að vanda nakin og
blíð í augum málarans og elskhugans Picasso.
Reuters
N
ýtt heimsmet féll hjá
Christie’s uppboðs-
húsinu á þriðjudag
þegar málverkið Nu
au Plateu de Sculpteur eftir Pi-
casso var slegið á 106,5 milljónir
bandaríkjadala, rétt tæplega
13,9 milljarða króna á með-
algengi vikunnar.
Picasso sló þar með við
myndhöggvaranum svissneska
Alberto Giacometti en stytta
hans af göngumanni, L’Homme
Qui Marche I, fór í febrúar á
104,3 milljónir dala hjá Sothe-
bys. Verk Giacomettís hafði þá
einmitt slegið met annars Pi-
casso-verks, Garcon á la Pipe
sem seldist á 104,1 milljón dala
árið 2004.
Ekki hefur enn verið ljóstrað
upp hver var kaupandinn að
verkinu dýra, en gripurinn kom
úr dánarbúi Sidney F. Brody og
konu hans Frances Lasker Brody
sem efnast höfðu af viðskiptum
með fasteignir. Frances lést fyrir
hálfu ári, 93 ára gömul.
Verkið, sem Picasso málaði
árið 1932, hafði verið í eigu
þeirra hjóna frá 1951 og ekki
komið fyrir augu almennings
síðan þá heldur prýtt stofuvegg-
inn á heimili þeirra Sidney og
Francesar í Los Angeles.
Góð list heldur verði sínu
Þegar einn af virtustu listaverka-
sölum landsins var spurður sagði
hann það ekki endilega til marks
um eitt eða annað í fjárhag auð-
jöfra heims þó met sem þetta falli
í miðri efnahagskreppu: „Það á
við alveg frá stóru meisturunum
niður í neðstu lögin að góð
myndlist heldur verði sínu vel.
Við höfum séð að verðið á verk-
um stóru kanónanna, bæði lif-
andi og látinna, hefur varla bifast
þrátt fyrir sviptingar á öðrum
mörkuðum.“
Hitt er svo annað mál, að mati
sérfræðingsins, að meðalgóð
verk er kannski best að selja í
uppsveiflu: „Ef þú átt, segjum,
skítsæmilegan 5 milljón dollara
Picasso þá geturðu alveg fengið
rosalega mikla peninga fyrir
hann þegar vel árar, en ef þú ert
með toppverk í höndunum eftir
topplistamann þá virðist ekki
skipta máli hvenær þú sleppir
því út á markaðinn – verðið
verður alltaf gott.“
Metin falla
Holland Cotter, pistlahöfundur
New York Times, bendir jafn-
framt á að metin sem hafa verið
að falla á listaverkamarkaðinum
þennan síðasta áratug falli oft
með litlum fjárhæðum. Og hvað
er jú ein milljón dala til eða frá
þegar listunnandinn hefur á
annað borð 106 milljónum til að
dreifa. „Tvær, þrjár eða fjórar
milljónir í viðbót? Meira? Alveg
þess virði, enda ertu fyrir vikið
orðinn eyðslukló kvöldsins. Ekki
aðeins eigandi brjálæðislega
verðmæts listmunar heldur orð-
inn fréttaefni. Eyddu sömu upp-
hæð í nýja viðbyggingu við spít-
ala og sjáðu hverjum er ekki
sama.“
Verðmet
falla í miðri
kreppu
Hvernig stendur
á því að listaverk
seljast fyrir
metfjárhæðir í ár?
Málverkið margumtalaða sem slegið hefur nýtt met sem dýrasta listaverk selt á uppboði.
Reuters
Vikuspegill
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
Einn listaspekingurinn lýsir
því hvernig málverkið dýra
sýnir Maríu Teresu á líkan hátt
og hún er í öðrum verkum Pi-
cassos um þetta leyti: hvíl-
andi nakin, snúin og bjöguð,
„fáanleg“ í kynferðislegu tilliti
en með lokuð augun eins og í
sæluvímu að loknum mökum.
Í tjaldinu bláa fyrir ofan fyrir-
sætuna má jafnvel sjá hvern-
ig mótar fyrir listamanninum
brosandi, ef ekki drottnandi,
yfir ungri ástkonu sinni.
Rýnt í verkið
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Listmunauppboð
í Galleríi Fold
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
fer fram mánudaginn 10. maí,
kl. 18.15 í Galleríi Fold,
á Rauðarárstíg
Haraldur Bilson
Á uppboðinu er úrval góðra verka,
meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna
Verkin verða sýnd:
laugardag 11–17, sunnudag 12–17 og mánudag 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is