SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 39
9. maí 2010 39
V
orið er
loksins
komið til
Árósa
eftir langan og
harðan vetur.
Kirsuberjatrén
standa í fullum
blóma og dreifa
ljósbleikum laufum
um göturnar. Grill-
reyk leggur frá
húsagörðum þar
sem stúdentar koma
saman og gera sér
dagamun með
ódýrum svínakóte-
lettum sem þeir
skola svo niður með
Ceres bjór, staðar-
bjór Árósa.
Borgin er þekkt
sem höfuðborg Jót-
lands, önnur stærsta
borg Danmerkur, og
búa í henni um
300.000 manns. Það
er merkilegt við Ár-
ósa að þó svo að borgin sé stór, hefur hún marga kosti
smábæjarins. Hér er fólk afslappað, lítil umferð og stutt í
alla þjónustu.
Árósar eru einstaklega vel skipulögð borg, full af görð-
um, kaffihúsum, söfnum og verslunum. Það fallegasta
við borgina er áin, sem borgin heitir eftir, en hún rennur
í gegnum miðbæinn og eru raðir af kaffihúsum við ár-
bakkann. Við skreppum þangað reglulega til þess að fá
okkur brunch og bjór af krana og borða svo úti við ána í
kraumandi mannlífi og sólskini.
Ofar við árbakkann stendur Listasafnið Aros, stolt
bæjarbúa, sem dregur nafn sitt af upprunlega nafni bæj-
arins frá víkingaöld. Þangað geta menningarþyrstir ávallt
komið við og skoðað list frá öllum heimshornum sem
spannar breitt bil listasögunnar, þó með áherslu á sam-
tímalist. Við fjölskyldan litum þar við um daginn og
sáum merkilega sýningu sem kallast „I love you“ þar
sem sjá mátti listaverk sem fjalla á einn eða annan hátt
um sterkustu tilfinningu mannsins, ástina. Þar voru verk
eftir ekki ómerkari listamenn en Pablo Picasso og Da-
mien Hirst en einnig eftir unga og óþekktari listamenn
sem vöktu mikla lukku gesta.
Við fjölskyldan búum í miðbæ Árósa ekki langt frá
grasagarðinum. Við förum þangað þegar veðrið er gott
með heimatilbúið „smørrebrød“ og tökum því rólega.
Árósar eru frábærir að því leyti að þar er næga afþrey-
ingu að finna fyrir fjölskylduna. Bærinn er fullur af nátt-
úru þar sem skrúðgarðar og skógar virðast ekki aðeins
umlykja bæinn heldur fá þeir sitt afmarkaða svæði í
flestum hverfum borgarinnar. Skóg drottningarinnar er
til dæmis að finna fyrir sunnan höfnina. Um helgina fór-
um við í göngutúr þangað til að skoða dádýrin. Þau voru
að komast úr vetrarhamnum og bambarnir þáðu af okk-
ur gulrætur og kex, enda svangir og hraktir eftir langan
vetur. Hirtirnir hlupu um í kring, öllu hlédrægari, og
voru ansi hlægilegir þar sem þeir sperrtu sig framan í
gesti, sumir aðeins með eitt horn og aðrir einungis horn-
stubba eftir átök hver við annan.
Veðrið fer hlýnandi með degi hverjum og núna styttist
í það að við fjölskyldan getum kíkt á eina af ströndum
borgarinnar, buslað í sjónum og sólað okkur í sandinum.
Lífið er frábært hér í Árósum á vorin.
Garðar Stefánsson og Magdalena Sigurðardóttir
Póstkort frá
Árósum
Það fer vel um þau Garðar Stefánsson,
Magdalenu Sigurðardóttur og hana Guð-
björgu Lóu litlu Garðarsdóttur í Árósum.
’
Við fjölskyldan
búum í miðbæ
Árósa ekki langt
frá grasagarðinum. Við
förum þangað þegar
veðrið er gott með
heimatilbúið „smørre-
brød“ og tökum því ró-
lega.
einu sinni grænmetisæta sjálf en það eru
bara svo miklir möguleikar á að gera spenn-
andi hluti í eldamennsku með grænmeti.“
Sviptur æskuheimilinu
Maðurinn hennar Ingu, Demetris, er fædd-
ur og uppalinn í „tyrkneska hluta“ Kýpur,
en Tyrkir tóku norðurhlutann með hervaldi
árið 1974 og þar var síðar stofnað „sjálfstætt
ríki“ Kýpur-Tyrkja sem engin þjóð hefur þó
viðurkennt nema stjórnvöld í Tyrklandi.
Demetris hefur að sögn aðeins farið einu
sinni á æskuslóðirnar eftir að það varð
mögulegt, en landamærin voru opnuð fólki
árið 2004 þegar viðræður stóðu sem hæst
um endursameiningu eyjunnar, viðræður
sem síðan sigldu í strand. „Hús fjölskyld-
unnar var tekið yfir af öðru fólki eftir innrás
Tyrkja og eftir að hafa séð æskuheimili mitt
einu sinni, í höndum ókunnugs fólks, hef ég
ekki haft áhuga á að fara þangað aftur,“
segir Demetris.
Það má því kannski segja að Inga og De-
metris séu bæði aðskilin frá heimahög-
unum, þótt af ólíkum ástæðum sé.
Demetris er rafeindaverkfræðingur og
starfar nú hjá Mercedes Benz-bifreiðafram-
leiðandanum. Börnin eru fjögur, eins og áð-
ur kom fram: Yanni, 24 ára, er í listnámi í
Aþenu á Grikklandi en miðbörnin tvö sækja
háskóla á Kýpur, Elías, 21 árs, nemur tölv-
unarfræði og hin tvítuga Elísa stúderar
tyrknesku og Mið-Austurlandafræði. Yngst
er Kristjana, 14 ára. Inga segist hafa lært
grísku í gegnum börnin. „Ég byrjaði á því að
sækja tíma þegar ég flutti hingað fyrst en
síðan lærði ég tungumálið bara með börn-
unum mínum, það má kannski segja að ég
hafi farið fjórum sinnum í fyrsta bekk,“
segir hún og kímir.
Engin þörf á heimanmundi
En hvernig kom það eiginlega til að ung
kona frá Keflavík fluttist búferlum til Kýp-
ur? „Það var nú bara þannig að ég kom
hingað í frí fyrir 30 árum og fór aldrei heim
til Íslands aftur,“ segir Inga brosandi.
„Þegar ég var tvítug langaði mig til að
skipta um umhverfi og ákvað að fara til Sví-
þjóðar að vinna fyrir Volvo í eitt ár. Um jól-
in árið 1981 kom ég hingað til Kýpur með
finnskri vinkonu minni, nánar tiltekið til
Larnaka. Þar hitti ég Demetris sem var þá að
gegna herskyldu. Um sumarið kom ég síðan
aftur hingað en þurfti að yfirgefa landið í
lok ársins af því ég var ekki með kýpverskt
landvistarleyfi. En Demetris elti mig til Ís-
lands og við giftum okkur þar í ágúst 1983.“
Í kjölfarið fóru ungu hjónin til Óman og
síðar til Dubai, þar sem Demetris var við
störf, en fluttu síðan alfarin til Kýpur árið
1986 þar sem Demetris hóf störf hjá Merce-
des Bens, sem fyrr segir.
Inga segir að þegar þau Demetris stóðu í
tilhugalífi sínu hafi jafnan verið borgaður
heimanmundur með kýpverskum konum.
„Það var auðvitað ekkert borgað með
mér,“ segir Inga, „og ég get sagt þér að ég
fékk stundum að heyra það. Á þessum tíma
var það heilmikið mál fyrir mann héðan að
giftast útlenskri konu.“ Þegar Demetris er
inntur eftir þessu þvertekur hann hins veg-
ar fyrir það að hafa séð eftir heimanmund-
inum og segir: „Nei það var sko alls engin
þörf fyrir heimanmund í Ingu tilfelli, hún er
mín Brika [gríska orðið yfir heim-
anmund].“
Ræktar tengslin við Ísland
Aðspurð hvernig hún haldi tengslum við Ís-
land segir Inga að hún hafi reynt að fara
heim með reglulegu millibili. „Það hefur
orðið auðveldara í seinni tíð, því flugmiðar
eru orðnir ódýrari. Hér áður fyrr kostuðu
flugfarmiðar fyrir okkar sex manna fjöl-
skyldu hátt í mánaðarlaun.“
Og fjölskylda Ingu hefur verið dugleg að
heimsækja hana til Kýpur. „Ég á þrjú systk-
in sem öll búa í Njarðvík; Jóhönnu, Oddgeir
og Þórð. Þau hafa komið hingað að heim-
sækja mig, og móðir mín, Elín Þórðardóttir,
hefur komið manna oftast. Í fyrra átti ég
fimmtugsafmæli og þá komu þau öll hingað
í heimsókn, þrátt fyrir erfitt ástand á Ís-
landi. Bróðir minn sá reyndar alfarið um
framkvæmdina á því, hann leitaði á netinu
þar til hann fann yndislegt hús í Pafos [á
vesturströnd Kýpur] þar sem við héldum
upp á afmælið með pomp og prakt.“
Inga hefur fulla ástæðu til að vera bjart-
sýn á framtíð veitingastaðarins Inga’s Veg-
gie Heaven því í miðborg Nikósíu og gamla
hluta hennar á sér nú stað mikil uppbygg-
ing, styrkt af Evrópusambandinu, undir
þeim formerkjum að rækta beri menning-
ararfleifð landsins.
Borgin er afar áhugaverð heim að sækja
og hefur mikla ónýtta möguleika hvað
ferðamannaiðnaðinn varðar. Og þrátt fyrir
efasemdaraddir í upphafi hefur það komið á
daginn að heimamenn kunna vel að meta
þessa viðbót við veitingahúsaflóruna í
Nikósíu.
„Það væri möguleiki fyrir mig nú þegar
að byrja með heimsendingarþjónustu. Það
hafa komið þónokkuð margar fyrirspurnir
varðandi það frá fólki sem vinnur í fyr-
irtækjum hérna í nágrenninu og myndi
gjarnan vilja borða mat frá mér í hádeginu
en kemst ekki frá. Oft fæ ég líka sérpantanir
og reyni að sinna þeim eftir bestu getu ef
það er með skynsamlegum fyrirvara. Þá
hefur fólk smakkað eitthvað hjá mér og þótt
sérlega gott og vill bjóða upp á það heima
hjá sér við sérstök tækifæri. En ég ætla að
fara varlega í að færa út kvíarnar í veit-
ingarekstrinum. Ég vil helst halda þessu
smáu í sniðum og gera það vel,“ segir Inga
Karlsdóttir Hadjipanayi að lokum.