SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 20
20 9. maí 2010 Þórdís Guðmundsdóttir setur upp gulli slegna grímu. P ilsaþytur, spenna í lofti og gjallandi hlátrasköll. Undirbúningur kvennanna í Vox feminae fyrir óperutónleika kórsins í Íslensku óperunni sem haldn- ir verða í næstu viku er í algleymingi þessa dag- ana. Og þegar takast skal á við helstu óperukóra og aríur tónlistarsögunnar dugar ekki aðeins að halda lagi heldur skal öllu tjaldað til: rykið er du- stað af galakjólunum, dularfullar skrautgrímur settar upp, sporin æfð, hárið krullað og varir málaðar – allt til þess að undirbyggja seiðandi stemningu í takt við tónlist gömlu meistaranna. Fjörug fljóð á öllum aldri eru full tilhlökkunar að takast á við verkefnið og láta ekki nægja eigin raddir, heldur kalla til kalla og krakka úr öðrum kórum; félagar úr karlakórnum Fóstbræðrum sjá fyrir örlitlu mótvægi við allan kvenleikann og englaraddir úr Stúlknakór Reykjavíkur ljá tón- myndinni himneskan hljóm. Þarna er Diddú díva meðal díva og allir þurfa að stilla saman strengi sína – ekki bara harpan, víólan og þverflautan, heldur allur syngjandi herskarinn með. En þrátt fyrir umstangið allt og ómældan tím- ann sem fer í undirbúninginn er kátt á hjalla – enda ekki á hverjum degi sem konurnar fá að glíma við viðlíka verkefni. Það er augljóst að brennandi áhuginn drífur þær áfram; nú skal efnt til tónlistarveislu og eins og góðum gest- gjöfum sæmir er allt lagt í sölurnar til að boðið heppnist sem best. Í stað stórsteika eru safaríkir og bragðmiklir óperukórar á borð bornir og í bikurum söngvaranna er höfug tónlist. Ykkar skál! Grímur og gala- kjólar Bak við tjöldin Ljósmyndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Hinar glæsilegustu hefðameyjar þurfa líka að hysja upp sokkabuxur, og gera það óhikað við hrifningu söngsystra sinna. Seiðandi og svipmiklar með fjöðrum skreyttar grímur eru konurnar klárar í slaginn fyrir tónleikana í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.