SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 10
10 9. maí 2010 E ins og flestir vita hefur sagan svo margoft sýnt, að þeir sem skara fram úr á einhverju sviði fá ekki að njóta sann- mælis í okkar fámennisþjóðfélagi. Þeir verða að sýna það og sanna hversu framúrskarandi þeir eru á erlendri grund, áður en við heimsmeistararnir í sjálfsánægju og hroka erum tilbúnir til þess að viðurkenna ágæti viðkomandi manna og kvenna og því hefur verið sagt: Upphefðin kemur að utan. En það má örugglega útfæra þetta orðatiltæki og víkka, því eftir hrun virðist það vera deginum ljósara, að skynsemin kemur líka að utan. Ég varð einmitt vitni að slíkum inn- flutningi á skynsemi á frábærum fyrir- lestri í Háskóla Íslands nú á miðviku- dag, þar sem William K. Black, prófessor við Háskólann í Missouri í Bandaríkjunum, talaði fyrir troðfullum sal af leiftrandi skynsemi, húmor og innsæi um hvað sé til ráða, nú þegar reiðin ræður ríkjum á Íslandi og allur þorri manna vill bankamennina og fjárglæframennina, sem fóru með efnahag okkar Íslendinga til helvítis, á bak við lás og slá. Hann talaði út frá eigin reynslu, því hann var í hlutverki eins saksóknaranna í Bandaríkjunum sem sóttu um eitt þúsund manns til saka á síðustu tveimur áratugum lið- innar aldar, sem voru taldir hafa gerst brotlegir í krísu sem ávallt hefur verið kennd við „Savings and Loans“ eða sparifé og lán. Hann lýsti því hversu lítils þeim hefði orðið ágengt í málsóknum sín- um, því samtals náðist einungis að endurheimta um 1,5 milljarða dollara af ég veit ekki hve mörgum tugum milljarða, eða hundruðum. En prófessor Black var ekki hér til þess að upphefja sjálfan sig af þeim afrekum að hafa komið 600 bankamönnum í fangelsi, sem nota bene voru flestir millistjórn- endur, ekki hinir raunverulegu bankaræningjar, og ég held hann hafi sagt að einn endurskoðandi hafi verið dæmdur í fangelsi. Black var að miðla til okkar, með upplýstri samræðu, eigin reynslu, til þess að við gætum lært af þeim mistökum sem Banda- ríkjamenn gerðu við sínar umfangsmiklu rannsóknir og málsóknir. Black er fullkomlega sannfærður um að fall íslensku bankanna megi fyrst og fremst rekja til fjársvika íslenskra bankamanna og eigenda bankanna. Hann taldi að hefðbundnar rannsóknar- aðferðir, þ.e. gagnasöfnun í langan tíma og síðan hin hefðbundna dómstólaleið, væru ekki vænlegar til árangurs, ættu raunverulegir fjármunir að endurheimtast. Þeir sem stæðu í fjársvikum á annað borð væru að jafnaði mjög hugmyndaríkir um það hvernig þeir sóuðu hinu illa fengna fé. Hann benti okkur á, að skoða hér í miklu ríkari mæli en gert hef- ur verið, hvort ekki væri hægt að kyrrsetja strax eigur þeirra sem lægju undir grun. Slíkar aðgerðir settu þrýsting á hina grunuðu, sem gætu áfrýjað, eða það sem væri kannski vænlegra, lýst sig reiðubúna til samstarfs og hugsanlega látið af hendi eignir sem skiptu máli, með dómsátt. Black virtist vera fullkomlega raunsær þegar hann sagði að menn mættu ekki vænta þess að Íslendingar endurheimtu allt það fé sem hér hefði verið svikið út, en verulegar fjárhæðir ætti að vera hægt að endurheimta. Hann gerði alls ekki lítið úr heilagri reiði almenn- ings, sem beinlínis hrópaði á réttlæti. Krafan um réttlæti væri ein- faldlega svo réttmæt, að allir, ekki síst dómarar, yrðu að vera reiðubúnir til þess að refsa, ekki bara millistjórnendum, heldur líka „ríku hvítflibbunum“. Það yrði einfaldlega að koma í veg fyrir, að þeir sem breyttu ranglega, gætu gengið auðugir frá uppgjöri og tekið upp fyrri iðju, eins og ekkert hefði í skorist. Ég gat ekki betur heyrt, en full þörf væri á manni eins og pró- fessor Black við hreinsunar- og endurreisnarstörf hér á landi. Eld- móður hans er slíkur, að hann getur hrifið her manna með sér og talað í þá dug, kjark og þor. Hann myndi sóma sér vel við hliðina á Evu Joly. Skynsemin kemur líka að utan Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is William K. Black ’ Það verð- ur að koma í veg fyrir, að þeir sem breyttu ranglega, geti gengið auðugir frá uppgjöri og tekið upp fyrri iðju, eins og ekkert hafi í skorist. Markús H. Guðmundsson, for- stöðumaður Hins hússins, hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Bæði þarf að undirbúa umfangsmikið sum- starf menningar- og mannlífs- miðstöðvarinnar en að auki heldur Markús utan um skipulag hátíðahalda í mið- borginni 17. júní og vinnur úr umsóknum um 4.000 ung- menna sem fá starf hjá borg- inni og íþróttafélögunum í sumar. Markús segir síðasta mánu- dag hafa verið nokkuð dæmi- gerðan: „Ég ætti kannski að halda svona dagbók oftar því áður en ég skrifaði listann fannst mér eins og ég hefði ekki komið neinu að ráði í verk,“ segir hann. 08:15 Vaknaði. Las blöðin, fékk mér djúsglas og tók með jógúrt á fund. Fann ekki gift- ingarhringinn minn sem var frekar óþægilegt. 09:15 Hitti Ragnheiði Stefánsdóttur á B1. Fund- arefnið var aukafjáveiting til Skapandi sumarstarfs, Jafn- ingjafræðslunnar og Götuleik- hússins. Mjög jákvætt fyrir ungmennin í Reykjavík. 10:15 Hitti Ómar Ein- arsson og ræddi við hann um 17. júní, fjárhagsáætlun og dagskrá. Ætlum að funda með þjóðhátíðarnefnd seinna í vik- unni. 11:30 Keypti hamborgara á Hamborgarabúllunni og fór með hann til pabba á Bílds- höfða. Skoðuðum bíl, er alltaf að spá. Hitti mömmu þar líka. Harpa systir einnig í bíla- hugleiðingum. Hún ræddi við pabba. Ætli þetta sé í gen- unum? 12:30 Kom við í Markinu og keypti framskipti á hjólið mitt. Það verður allt að vera klárt, ég er að fara hjóla 800 km Jakobsstíginn á Spáni. Gisti í kirkjum og klaustrum á leið- inni. 13:00 Fæ sms frá Atla Árnasyni, forstöðumanni í Gufunesbæ. Hafði ætlað að reyna að kíkja á aðalfund Sam- fés í Hveragerði þennan dag. Átti að vera í síðasta mánuði á Höfn í Hornafirði en því var frestað vegna goss. 15:30 Steök út í Ráðhús og tala við Ástvald Guðmundsson um 17. júní. Sá Sigrúnu systur mína koma hjólandi. Stoppaði hana. Var á leiðinni í leikfimi. 16:00 Fundaði með Ásu, deildarstjóra menningarmála, um útfærslu á þeirri auka- fjárveitingu sem Hitt húsið fékk. 17:19 Fékk sms frá Björgu konunni minni: „Vantar gos og kaffi fyrir kvöldið!“ 18:30 Fór að kaupa fisk í fiskbúðinni Hafberg. Tók eftir að grasið er farið að grænka í Seljahverfinu. Þegar ég lagði bílnum á bílaplaninu heima áttaði ég mig á því að ég hafði gleymt gögnunum í vinnunni en ég á að fara á fund á Bæj- arhálsi kl. 09:00 í fyrramálið. Varð að sækja gögnin niður í Hitt hús. Guðmundur Fannar, yngri sonur minn, setur upp hrísgrjón og býr til kokteil- sósu. 19:00 Kominn heim. Steikti þorsk með eggjum, hveiti og karrí, lauk, sítrónu. Borðuðum. Sagði frá því að blaðamaður hafi hringt frá Morgunblaðinu og óskað eftir því að fá dagbókina mína í dag og birta hana næstu helgi. Björgu finnst það áhugavert að heyra hvað ég sé að gera á daginn í vinnunni. Björg sagði: „Þetta er mjög gott“ en enginn þakkaði fyrir sig. 20:00 Þrettán manns mættu heim á kynningarfund vegna Laugavegsgöngu sem verður farin 26.-30. júní. Farið yfir leiðirnar, útbúnaðarlista, b-plan ef gosið verður áfram. Björg búin að baka eplabökur sem við borðuðum með ís, rjóma og bláberjum 22:30 Gestirnir farnir. Sest niður við tölvuna til að kíkja á hugmyndir sem Jón Heiðar og Rósa í Jafningjafræðslunni ætl- uðu að senda mér. Náði ekki að horfa á Fréttir og Kastljós yfir daginn. Horfi á það á miðnætti. 01.00 Leggst á koddann. Get ekki sofnað. Lít á klukkuna 01:40 og sofna. asgeiri@mbl.is Dagur í lífi Markúsar H. Guðmundssonar forstöðumanns Markús segist oft á þeytingi milli funda og algengt að tveir hlutir komi upp á sama tíma. Morgunblaðið/Ernir Sumarið undirbúið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.