SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 23
9. maí 2010 23 Fyrirséð er að útblásturskvótar eigi eftir að hafa áhrif á rekstur flugfélaga til framtíðar og er Icelandair engin undantekning þar á. „Það er bara þannig, að menn mynda sér rétt inn í framtíðina, sem miðast við árið 2010,“ segir Björgólfur. „Talað er um að reglan verði þannig, að það verði 85% fríregla og svo þurfi að kaupa 15% kvótans. Það á eftir að koma í ljós hvernig verðmyndunin verður, en þetta mun hafa áhrif á flugið í framtíðinni.“ Hann segir skrýtið að íslensk stjórnvöld skyldu ekki reyna að halda til haga sér- stöðu Íslendinga. „Ísland er eyland og sérstaðan algjör; við eigum enga aðra sam- göngumöguleika en flugið. En þetta er niðurstaða og við þurfum að lifa við það. Óvissan er veruleg í framhaldinu, hvernig verðlagningin verður og hvað mun ganga kaupum og sölum.“ Og hann veltir upp nýjum fleti á umræðunni.„Við höfum stundum tekið dæmi um það hvað þessi pópúlismi er öfugsnúinn. Ef við tökum flugið á milli Akureyrar og Reykjavíkur sem dæmi, þá gefur auga leið að mengunin yrði miklu meiri ef öllum flug- farþegunum væri gert að ferðast á bíl. Ég held að flugið sé ábyrgt fyrir 2% af útblæstr- inum sem barist er gegn. Eru beljur ekki ábyrgar fyrir 70%?“ Hann nefndir dæmi frá Evrópusambandinu, sem sýni hversu bjöguð umræðan sé. „Forstjóri Finnair hélt fyrirlestur í Brussel á dögunum, þar sem hann benti á sóun í flugumsjón í Evrópu, því hún væri ekki samræmd. Það þýddi, að þegar hann flaug frá Helsinki, þá þurfti hann að fljúga í mörgum krókum til Brussel. Hann sagði að menn gæfu sér að skortur á samræmdri flugumsjón yki útblástur um 20% heilt yfir, en út- blásturskvótum er aðeins ætlað að minnka útblástur um 10%. Það liggur ekki heldur fyrir hvort Evrópa og Bandaríkin nái samkomulagi um þetta fyrirkomulag. En fyrst og síðast eru það Evrópureglur sem við horfum til núna. ESB gengur hart fram í að takmarka útblástur, en það er líka auðvelt fyrir lönd eins og Þýskaland, þar sem fólk getur valið um flug, bíl eða lestir. Ef við Íslendingar viljum komast út fyrir landsteinana, þá er valið ekki eins auðvelt. Og maður var svolítið óhress að baráttan skyldi ekki vera meiri fyrir þeirri sérstöðu af hálfu stjórnvalda.“ Áhrif útblásturskvóta á flugið sérfélag sem bankarnir eiga. Þá er spurt: „Af hverju? Er þá verið að afskrifa eitt- hvað?“ En ástæðan er einfaldlega sú, að í svona ástandi skiptir tíminn máli – því skemmri tíma sem það tekur að vinna að lausn og selja, því meiri líkur eru á því að bankarnir fái allt sitt. Því sem eftir stendur, munu bankarnir breyta í hlutafé. Í heild er verið að ná nið- ur 15 milljörðum af vaxtaberandi skuldum með sölu eigna og öflun hlutafjár og áætl- að er að reksturinn standi undir eft- irstöðvunum. Í framhaldi af því ætlum við að vinna að því að auka hlutafé og styrkja eiginfjárstöðu, þannig að við eflum sjálf- bærni félagsins. Ferðaþjónusta er mjög sveiflukenndur rekstur og fyrirtæki þurfa að vera sterk og sjálfbær til að standa þær af sér, sérstaklega á meðan íslensku bank- arnir eru að taka á sig mynd.“ Mjög mikilvægt er að hafa í huga, að með falli bankanna haustið 2008, þá fór í raun öll bankaþjónusta. Við misstum allar lánalínur úti í heimi, vorum í raun án bankaþjónustu, því ábyrgðir íslenskra banka á flugvélalínum voru ekki teknar gildar. Við þurftum því að leggja út háar fjárhæðir í stað þessara ábyrgða, og þetta olli mikilli krísu hjá okkur, því við eigum mikið undir samskiptum við erlenda markaði og erlenda banka. Í raun lokaðist landið og við vorum upp við vegg. En við náðum einhvern veginn að klóra okkur út úr því, auðvitað með upphafshjálp frá Ís- landsbanka, og höfum farið í gegnum tvo vetur við þessar erfiðu aðstæður. En nú vilja menn vinna þannig, að eigið fé verð- ur styrkt með útgáfu hlutafjár, og við horfum til íslenskra hlutahafa, því við viljum halda félaginu í íslenskri eigu, fyrst og síðast.“ – Þetta er almennt útboð? „Annars vegar er horft til lokaðs útboðs og hins vegar opins útboðs í framhaldinu. Við teljum það mikilvægt að ná stærri fjár- festum inn í lokuðu ferli, þannig að við séum komnir með traustan grunn, og get- um þá í framhaldinu efnt til útboðs á opn- um markaði. Svo er auðvitað óvissa um það, hvernig þessi hlutabréfamarkaður á Íslandi þróast í framhaldinu, hvort hann nái sér upp, því hann er nánast ónýtur eins og er.“ – En félagið var of skuldsett? „Auðvitað var það bara andinn árið 2006. Menn keyptu á háum margföld- urum og það ríkti almenn bjartsýni í fjár- mögnun, sama hvað gert var. Menn gáfu sér ákveðnar forsendur, að hægt væri að kaupa félög með verulegri skuldsetningu, og síðan breyttist heimurinn á einni nóttu. Þá kom að skuldadögum. Ljóst er að hlut- hafar í þessu félagi hafa brennt sig mjög. Yfir 80% af hlutafénu eru í eigu bankanna og skilanefnda bankanna, þannig að þeir sem keyptu í upphafi árs 2006 hafa tapað gríðarlegum fjármunum. En markmiðið í þessari endurskipulagningu allri er að það verði engin afskrift á skuldum. Við höfum fulla trú á því að það geti tekist. Það er talað um að afla 8 til 10 milljarða af nýju hlutafé, sem eru verulegir fjár- munir, og þá er félagið komið á mjög góð- an grunn, eiginfjárhlutfall um og yfir 30%. Um leið tökum við snúning á stefn- unni, hendum út þessari stækkun með uppkaupum, hættum erlendum fjárfest- ingum og seljum þær frá okkur, setjum stefnuna á Ísland og byggjum félagið utan um leiðarkerfi Icelandair og tengdra fé- laga. Við stefnum að alhliða ferðaþjónustu- fyrirtæki með sýn á Ísland, en erum samt með 80% af okkar tekjum erlendis frá. Við sjáum fram á að allur vöxtur verði innri vöxtur og eigum ágætis möguleika þar. Við getum tekið sem dæmi Seattle-flugið, Evrópuflug og svo má nefna Grænlands- flugið hjá Flugfélaginu. Það eru ágætis möguleikar á að fyrirtækið vaxi, þó að það sé ekki keyptur vöxtur, og þetta er veru- leg stefnubreyting frá því félagið fór af stað árið 2006.“ – Eftir því var tekið að Icelandair greip til harkalegs niðurskurðar í maí árið 2008, mörgum mánuðum fyrir bankahrunið. Það hefur bjargað miklu? „Já, við vorum farin að sjá teikn á lofti um hræringar á íslenska markaðnum, vetrareftirspurnin hafði ekki tekið al- mennilega við sér og við töldum okkur þurfa að bregðast við því. Þegar Birkir Hólm var ráðinn, þá höfðum við undir- búið þessa aðgerð í nokkurn tíma og hóf- umst handa við niðurskurðinn. Við ákváðum að fækka vélum um veturinn og uppsagnirnar gengu í gildi í lok september þegar bankahrunið dundi yfir, þannig að félagið var ágætlega búið undir það högg. Flugfélag Íslands og Icelandair Cargo höfðu einnig þurft að taka verulega á í niðurskurði. Engu að síður voru áhrifin gríðarleg, neikvætt innflæði farþega í þrjár vikur og höggið var ekki langt frá því að drepa okkur. Við vorum reyndar búin að kynna níu mánaða uppgjör, sem var ágætt, og það stefndi í fínt ár, en botninn hrundi al- gjörlega. Það bættist ofan á mikla skuld- setningu, að við misstum allar lánalínur og trúverðugleiki íslenska bankakerfisins var horfinn. Ef félögin hefðu ekki ráðist í niðurskurð og verið að skerpa á stefnunni, þá hefði þetta farið mjög nærri því að drepa okkur. Og fyrst og síðast bjargaði það miklu að vera þó búin að taka til í rekstrinum með uppsögnum – eins og það er nú skemmti- legt. Það er auðvelt að stækka, en menn þurfa að vanda sig miklu meira við nið- urskurðinn. Annars verður eitthvað fyrir hnífnum, sem er fínn tekjumyndandi grunnur. En okkur tókst að ráða fram úr þessu.“ – Þetta er breyttur heimur frá því þú horfðir á einkaþoturnar út um gluggann hér á Hótel Loftleiðum, þar sem varla varð þverfótað fyrir þeim? „Heldur betur,“ segir Björgólfur. „Það var reyndar þannig, að þegar ég kom að borði um miðjan janúar 2008, þá voru þær ennþá. Ég horfði á þær lenda, hvort sem þær voru svartar eða hvítar, en síðan hef- ur það breyst allverulega. Það var greini- legt að menn höfðu ekki áttað sig á breyttu umhverfi.“ – Olli bankahrunið miklum álitshnekki fyrir Íslendinga erlendis eða var það orð- um aukið? „Nei, það er nú svo merkilegt. Við ákváðum að einhenda okkur í það haustið 2008 að selja Ísland erlendis og settum alla markaðspeningana í það, því Ísland var ónýtt í bili. Við fengum strax verulega góð viðbrögð, meðal annars frá Bretlandi, sem maður hefði haldið að yrði mjög snúið í ljósi sögunnar. Farþegum til landsins fjölgaði mikið, enda var það í fyrsta skipti sem 50% af farþegum Icelandair komu að utan. Íslenski markaðurinn hvarf hins vegar algjörlega, eins og ég sagði áðan var innflæðið neikvætt, fleiri sem afbókuðu en bókuðu. Það er ekki góð reynsla fyrir flugfélög.“ – Er allur munur á því að höndla með flugfarþega og fisk? „Þetta er mjög töff spurning,“ segir Björgólfur og hlær. „Í sjávarútvegnum sækja skipin fiskinn á miðin, reyna að há- marka verðmætin og hafa eins lítinn kostnað og mögulegt er. Það er flóknara ferli að fá fólk til að kaupa flugfar, en lög- málin eru þau sömu að öðru leyti, því auðvitað reynum við að hámarka verð- mætin með lágmarks tilkostnaði. Að því leyti er reksturinn ekkert ósvipaður.“ Björgólfur Jóhannsson, forstjór Icelandair Group, segir stefnuna setta innri vöxt með áherslu á að gera út frá Íslandi. Morgunblaðið/Golli ’ Ef félögin hefðu ekki ráðist í niður- skurð og verið að skerpa á stefnunni, þá hefði þetta farið mjög nærri því að drepa okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.