SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 38
38 9. maí 2010 Ferðalög N álægt línunni sem skiptir Níkó- síu, höfuðborg Kýpur, í tvennt svífur undarlega kunnugur andi yfir vötnum. Hér, á besta stað í gamla hluta borgarinnar, rekst ferða- langur óvænt á íslenskan veitingastað, hinn „himneska græna kost“ Ingu Karls- dóttur frá Keflavík; að vísu með góðri að- stoð Lonely Planet-ferðabókarinnar sem mælir sérstaklega með „Inga’s Veggie Hea- ven“, „ómetanlegri viðbót við veitinga- húsaflóru Níkósíu“, eins og þar stendur. „Eru Íslendingar hér?“ spyr ég um leið og ég gægist inn um dyrnar á litlu, fallegu, nýuppgerðu, hvítu steinhúsi og veit þó svarið fyrirfram, búin að koma auga á konu sem hefur þannig yfirbragð að hún ein- hvern veginn getur ekki verið neitt annað en Íslendingur. „Skipta höfuðborgin“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar reka inn nefið hjá Ingu, sem búið hefur á Kýpur í næstum þrjá áratugi, en þeir eru þó býsna sjaldséðir, segir hún mér. Kannski vegna þess að þeir Íslendingar sem yfirhöf- uð ferðast til Kýpur hafa í gegnum tíðina verið þar á vegum ferðaskrifstofa og þá oft- ast nær niðri í Limassol, á suðurströnd landsins. Níkósía er hins vegar uppi í miðju landi og kannski vinsælli meðal annars háttar ferðalanga, þeirra sem vilja kynna sér síðustu „skiptu höfuðborgina“, eða svo kalla ferðahandbækur Níkósíu, og fara yfir „landamærin“ sem skipta borginni og landinu í tvennt milli Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja. Aðeins tvær aðrar íslenskar konur búa að staðaldri á Kýpur. Báðar eru þær giftar Kýpverjum, önnur í borginni Larnöku og hin í Limassol. Inga segir þær þó ekki hitt- ast ýkja oft. Auk þess á einn Íslendingur hús í Limassol en er þar ekki nema sum- armánuðina. „Hingað á veitingastaðinn kom síðan kona í fyrra sem bókstaflega rann á hljóð- ið,“ segir hún. „Þá var ég að spila geisladisk með Björgvini Halldórssyni og hún varð furðu lostin yfir því að heyra allt í einu ís- lenska tónlist inni í miðri Nikósíu.“ Það er eitthvað sérstakt við það að rekast fyrir tilviljun á Íslending við þessar að- stæður og maður sér það á Ingu að þrátt fyrir þrjátíu ára fjarveru frá Íslandi hefur Íslendingseðlið ekki yfirgefið hana, þessi tilfinning að við þekkjumst í raun öll, til- heyrum sömu familíunni, og að þegar Ís- lendingar hittist á fjarlægum stað hljóti þeir að taka tal saman. Raunar er augljóst að Ísland býr ríkt í Ingu því að ofan á bókahillu eygi ég ljósmyndabók eftir Sig- urgeir Sigurjónsson og á korktöflu hangir nýleg úrklippa úr íslensku dagblaði með mynd af eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Beiðni minni um viðtal er vel tekið og stutt í íslenska gestrisni því Inga býður til veislu heima hjá sér daginn eftir, á sjálfan föstudaginn langa. Lét kylfu ráða kasti Eins og áður sagði hefur Inga búið á Kýpur síðustu þrjátíu ár ásamt eiginmanninnum, Demetris Hadjipanayi, og fjórum börnum þeirra. Húsmóðurstarfið hefur lengst af verið hlutskipti Ingu – en hún segir að það hafi smám saman orðið til innra með henni sterk löngun til að gera eitthvað ein og sjálf, fyrir utan heimilið. „Ég hafði gengið með þennan draum í maganum í 10 ár,“ segir hún. „Fyrir fimm árum var ég síðan á Íslandi, gerði mér ferð á Grænan kost, settist þar niður og pantaði mér mat. Þegar ég hafði kyngt síðasta munnbit- anum lá ákvörðun fyrir í huga mér og ég vissi að ég ætlaði að láta drauminn rætast um að opna grænmetisstað á Kýpur.“ Inga’s Veggie Heaven var svo opnaður fyrir fjórum árum, mitt á helstu gönguleið erlendra ferðamanna, í borgarhluta þar sem nú á sér stað mikil uppbygging. Í þessu gamla, uppgerða húsi hefur verið veitingarekstur í yfir fimmtíu ár. „Það var hérna dæmigerð kaffistofa með kýpversku kaffi og samlokum, rekin af konu sem var orðin mjög fullorðin. Ég kom hingað einu sinni og fékk mér kaffi hjá henni, féll strax fyrir húsinu og sá mikla möguleika fyrir veitingastað eins og þann sem mig langaði til að opna. Þegar gamla konan féll frá, einu og hálfu ári síð- ar, hringdi í mig dönsk vinkona sem upp- haflega ætlaði að taka þátt í þessu ævintýri með mér og sagði: „Nú er tækifærið fyrir þig Inga. Gamla konan er dáin og þú skalt hringja strax á bæjarskrifstofuna og sækja um að leigja húsið.“ Inga lét kylfu ráða kasti og eftir heilla- ngt umsóknarferli fékk hún leyfið. Ekki voru þó allir sáttir við úthlutunina og son- ur fyrrverandi rekstraraðila, sem einnig sótti um að leigja húsið, skrifaði kvört- unarbréf í bæjarblaðið, býsnaðist yfir því að þessi „Englendingur“ skyldi hafa verið valinn til að taka við rekstri í húsinu, en ekki heimamaður. Borgarstjóri Nikósíu svaraði hins vegar bréfinu og sagði að sá umsækjandi sem hefði haft uppi best áform um rekstur í húsinu hefði fengið leyfið, og sá umsækjandi hefði verið Inga Hadjipanayi, Kýpverji sem ekkert væri upp á að klaga.“ Skemmtilegt umhverfi Veitingastaðurinn er opinn frá klukkan níu til fimm og Inga segir reksturinn hafa gengið vel frá byrjun, hún hafi fljótt eign- ast sína fastagesti og að til hennar komi alls konar fólk, ekki bara grænmetisætur. Í upphafi var hún með aðstoðarkonu sem aðeins gat unnið til klukkan eitt, svo það sem eftir lifði dags var hún ein á staðnum. Kom fyrir að hún lenti í vand- ræðum með að anna eftirspurn gesta seinnipart dagsins. „Stundum fylltist staðurinn eftir að ég var orðin ein og þá kom fyrir að ég þurfti að kalla einhverja fastakúnna inn í eldhús til að hjálpa mér. En þeir tóku því mjög vel og voru alveg til í að taka aðeins til hendinni,“ segir hún og hlær. Í dag hefur Inga ráðið heilsdagsmann- eskju sér til halds og trausts, ítalska að- stoðarkonu sem tekur þátt í því dag hvern að elda allan mat frá grunni. Inga segist styðjast töluvert við uppskriftir frá Sól- veigu Eiríksdóttur sem hún síðan breytir og bætir eftir eigin höfði í til- raunaeldhúsinu sínu. Þær stöllur baka sitt eigið brauð úr lífrænu spelti og bjóða einnig upp á syk- urlausar kökur og sojaís. Veitingasal- urinn er lítill og heimilislegur með opnu eldhúsi, en flest borðanna eru úti undir beru lofti á stórri verönd sem er um- kringd vinnustofum listamanna. „Borgin á þessi hús og leigir út til lista- manna sem eru hér með sína starf- semi,“ segir Inga. „Nágrannar mínir hér eru tvær keramiklistakonur, maður sem blæs í gler, annar sem málar íkona á tré og ung kona sem er skartgripahönn- uður. Þannig að umhverfið allt er mjög lifandi og skemmtilegt.“ Veitingastaðurinn hennar Ingu er eini grænmetisstaðurinn í Níkósíu. Tvær eða þrjár tilraunir hafa verið gerðar til að halda úti slíkum stöðum í borginni en allar hafa þær mistekist. Inga segir að Kýpverjar hafi ekki haft mikla trú á þessu uppátæki hennar í byrjun. „Meira að segja Demetris spurði mig hver ég héldi eiginlega að færi að kaupa grænmetismat á Kýpur. Undirstaðan í grískum mat er kjöt og það er það sem fólk er vant að borða hér. Ég er ekki Eini græn- metisstaður- inn í Níkósíu Á besta stað í gamla hluta höfuðborgar Kýpur er veitingastaður sem rekinn er af íslenskri konu, Ingu Karlsdóttur frá Keflavík. Innblásturinn að staðnum sótti hún til Íslands. Sigrún Erla Egilsdóttir Inga Karlsdóttir með svuntuna á veitingastaðnum, hinum himneska græna kosti. ’ Meira að segja Demetris spurði mig hver ég héldi eiginlega að færi að kaupa grænmet- ismat á Kýpur. Undirstaðan í grískum mat er kjöt og það er það sem fólk er vant að borða hér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.