SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 50
50 9. maí 2010 M egas treður upp í Háskólabíói 24. þessa mánaðar, á stórtónleikum á vegum Listahátíðar. Hann segir að um þessar mundir séu 47 ár síðan hann fékk það emb- ætti að mála leiktjöld fyrir uppfærslu menntaskólapilta á Útilegumönnum Matthíasar Jochumssonar. „Þá var Há- skólabíó nýreist og ég þurfti að gera á gasbindi málverk sem var á stærð við allt sviðið,“ segir hann. Megas, Magnús Þór Jónsson, stillir ekki upp málverki að þessu sinni heldur stíga margir og ólíkir tónlistarflytj- endur á svið með honum. Þar á meðal strengjakvintett sem sonur Megasar, Þórður Magnússon tónskáld, hefur útsett fyrir. „Þetta er gömul hugdetta. Það var kominn tími á að ég syngi með kvartett eða kvintett,“ segir Megas þegar þeir feðgar eru spurðir út í verkefnið sem er framundan. Hann segist hinsvegar ekki muna hvað leiddi til þessa að þeir réðust í þetta einmitt núna. „Ég man það ekki heldur,“ segir Þórður. „Ég var allt í einu kominn með hugmyndina – og hún kom ekki frá mér.“ „En mér fannst þetta mjög snjallt þegar þetta var kom- ið upp á borðið,“ segir Megas. „Drengurinn er tónfræði- menntaður, og menntaður sem kompónisti, en ég lærði bara af dægurlagaútsetningum í gamla daga.“ Megas hefur þó alltaf skrifað sína tónlist og kunn eru lagaheftin sem hann myndskreytti sjálfur og komu fyrst út fyrir löngu. „Eitt það glataðasta sem ég hef lent í var þegar ég spil- aði fyrst með rokkbandi og kom með lögin skrifuð,“ seg- ir hann. „Það las enginn nótur! En ég hef skrifað allt og þegar ég fékk sessjónmenn úr Sinfóníunni til að spila með mér á sínum tíma var ég með lögin skrifuð fyrir þá og þeir urðu hvekktir við, margir hverjir. Þeir litu svo á að sessjónir með poppmúsíköntum væru ekkert mál. Þeir vildu hafa það rólegt og héldu að við poppararnir vildum bara fá sándið úr hljóðfærunum þeirra. Ég var hinsvegar með hugmyndir um hvernig þeir ættu að spila saman, með laglínu og fleiru. Víbrafónalínurnar urðu til dæmis mikið djobb fyrir Reyni (Sigurðsson). En á barna- plötunni impróvíseruðu þau Scott (Gleckler) og (Guðný Guðmundsdóttir) mikið. Svo ég tali ekki um Hjörleif Valsson þegar hann hefur spilað með mér. Hann hefur farið út og suður.“ Nóg af rokki í byrjun og í bláendann en mildast um miðj- una En hvað munu gestir upplifa á tónleikunum Aðför að lögum í Háskólabíói? „Þetta verður venjulegur konsert nema þessi strengja- kvintett verður óvenjulegur og svo er það stúlknakór- inn,“ segir Megas. Hann segist hafa sungið með stúlk- unum á dögunum í dagskránni Dyndilyndi í Listasafni Íslands á dögunum og þær séu mjög góðar söngkonur. Hann hafi notið sín sem kórfélagi með þeim. „Það verður annars nóg af rokki í byrjun og í bláendann en mildast um miðjuna, fer út í akústík, kántrí, og svo koma streng- irnir eftir hlé,“ segir hann. „Ég fékk lagalista, tólf lög, sem ég hef verið að útsetja,“ segir Þórður. „Ég er kominn langleiðina, með hugmyndir fyrir öll lögin og nokkurnveginn klárar útsetningar. Ég á eftir að setja út fyrir sjálfa strengjasveitina en það er bara tæknilegt atriði.“ Strengjasveitina skipar einvalalið: Þau Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Bryndís Halla Gylfadóttir, eig- inkona Þórðar, á selló, Helga Þórarinsdóttir á víólu, Zbig- niew Dubik á aðra fiðlu og Sigrún Eðvaldsdóttir á þá fyrstu. En hvaða leið fer Þórður við útsetningarnar? „Verður það ekki bara að koma á óvart?“ svarar hann íbygginn. Megas tekur orðið: „.Þegar ég var að spila með Guðmundi Péturssyni hvíslaði ég að honum þegar hann tók sólóin, að spila sem súrast. Hann er veikur fyrir sýru- tónlist. Ef hann fær læsens til að spila sem súrast þá fær maður allt fjörið fram í honum, þá lifnar hann allur við og hárið á honum verður eins og geislabaugur. En þegar einn útsetur þá verða allir í hljómsveitinni að fá að njóta sín.“ „Lögin segja mikið um það hvernig útsetningin verð- ur,“ segir Þórður þá. „Ég get ekki valið að búa til músík eins og eftir Bartok, það felst ekki í tónlistinni. Ég verð að velja einhverskonar stíl sem er tónal. Í rauninni tek ég bara grindina og útkoman getur hljómað talsvert öðruvísi en ef hljómsveit væri látin impróvísera í kringum þetta, þá yrði niðurstaðan allt önnur.“ „Þegar aðrir hafa tekið lög eftir mig þá finnst mér þeim mun skemmtilegra sem þeir komast lengra frá minni gerð,“ segir Megas. Þórður segist hafa gert svolítið af því að útsetja tónlist annarra og finnst það skemmtilegt. „Það er áskorun að út- setja línur eftir aðra,“ segir hann. „Í mínum tónsmíðum er ég líka oft að leika mér með eitthvað sem er löngu komið úr höfundarrétti, eins og þjóðlög.Ég er þannig alltaf að út- setja að einhverju leyti.“ „Hilmar Örn (Agnarsson) hringdi í mig og var að fara að jarða mann sem hafði haldið upp á tónlistina mína. Hann vildi spila einhverja tónlist eftir mig í útförinni, var með Gamla skrjóðinn, sem er nú nokkuð þungt stykki, en bar mig að útsetja Spáðu í mig fyrir jarðarför. Ég spurði hvað ég hefði langan tíma. Svona klukkutíma, sagði hann. Það hljómar absúrd en það má draga lag eins og það áfram í jarðarfararstíl...“ „Það mætti fara í sammarka moll,“ skýtur Þórður inn í. „Ég geri það á einum stað fyrir tónleikana. Ef eitthvað er í dúr má fara í mollinn þríund neðar. Þá kemur annar blær.“ „En að fara úr a-dúr yfir í c-moll er líka dálítið skemmtilegt,“ segir faðirinn þá. „Já, það er skemmtilegt,“ samþykkir sonurinn. „Eitt sem einkennir mörg lögin hjá pabba eru þessi tíunda- stökk,“ segir hann svo við blaðamann. „Það eru ekki margir sem gera tíundastökkin sann- ferðuglega,“ segir Megas þá. „Ef menn stökkva yfir átt- und er hætt við því að það verði tortryggilegt. En ef það er sannfærandi er það nokkuð vel af sér vikið. Það getur hljómað abnormalt að stökkva svona en hefur alla tíð verið ósköp eðlilegt hjá mér.“ Bæði fjölþreifinn og fíflskur Eitt af einkennum ferils Megasar er að hann hefur aldrei hikað við að taka upp samstarf við nýja tónlistarmenn, og leitar leiða við útsetningar á klassískum söngvum. „Ég er bæði fjölþreifinn og fíflskur,“ segir hann. „Það er með mig eins og aðra sem eru ekki með grúppu sem þeir eru límdir við, að þeir ná ekki alltaf saman bandinu sem þeir unnu síðast með. Svo er líka gaman að gera eitt- hvað sem maður er ekkert vanur að gera!“ Stundum er haft á orði að Listahátíð sé hámenningarleg stofnun en Megasi líst vel á samstarfið. „Ég hef aldrei komist svo langt inn að það sé ekki mjög stutt út aftur,“ segir hann og brosir. „Ég get tekið þátt í hverju sem er, nema að taka í höndina á ráðherrum – öðrum en Birni Bjarnasyni þegar hann var mennta- málaráðherra. Og ég hef aldrei komið á Bessastaði, þrátt fyrir ítrekuð boð.“ Hann segir umgjörð tónleikanna verða góða. „Þetta virkar vel í lýsingu. Vonandi verður þetta ekki eins og kvikmyndahandrit eftir Hrafn Gunnlaugsson sem eru mjög interessant þegar hann segir frá þeim en á leið- inni á filmuna fer einhver vírus í gang og spillir öllu. Þetta er fjölbreytilegt og mikið prógramm en þunginn dreifir sér. Tónleikarnir á Bræðslunni á Borgarfirði eystra voru tveir eða þrír tímar, þegar ég söng þar í fyrsta skipti með Senuþjófunum. Það var geysilangur konsert.“ Það hlýtur að vera erfitt að syngja slíkt prógramm? „Ja, þegar ljónin eru á eftir manni þá hleypur maður langtum hraðar! Þegar við vorum einhverntímann að spila á Græna hattinum á Akureyri þá var ég algjörlega búinn í síðustu lögunum; var líka með flensu og var kom- inn bakvið og búinn að klæða mig úr að ofan því ég var svo ofboðslega sveittur. Þá sé ég á hæla hljómsveitinni sem fer aftur út og ég heyri þá byrja á intrói að ákveðnu lagi. Ég gat ekki hugsað mér að það yrði bara spilað instrúmental þannig að ég skellti á mig gítarnum og hljóp eins og ég var. Ég er ekki einn af þeim sem fara mikið úr að ofan – eða að neðan; eða eins og þeir sem geta státað af einhverjum skrokki, eins og Bubbi; ég hljóp bara út bull- sveittur og ber að ofan og söng þetta lag. Það gekk...“ Tónlist Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Sannferðugt stökk yfir tíund „Þetta er gömul hugdetta. Það var kominn tími á að ég syngi með kvartett eða kvintett,“ segir Megas. Á tónleikum á Listahátíð lítur hann yfir farinn veg, meðal annars með aðstoð Þórðar sonar síns sem útsetur lög hans fyrir strengjakvintett. ’ „Ég hef aldrei komist svo langt inn að það sé ekki mjög stutt út aftur.“ Lesbók Megas kemur fram í Háskólabíói 24. maí á stórtónleikum á vegum Listahátíðar í Reykjavík sem nefnast Aðför að lögum. Á tónleikunum mun Megas horfa á merkan feril sinn í bak- sýnisspegli. Ásamt honum koma fram hljómsveit, gesta- söngvarar, stúlknakórinn Karítur Íslands og strengjakvintett. Sonur Megasar, Þórður Magnússon tónskáld, hefur útsett lög Megasar fyrir kvintettinn. Megas á Listahátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.