SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 14
14 9. maí 2010 S etja á svið Shakespeare eða skal ekki að setja á svið Shakespeare, það er spurning? Ef þessi spurning yrði borin upp í Borgarleikhúsinu þá væri svarið einfaldlega stórt, JÁ! Á árinu mun leikhúsið bjóða upp á tvö verka Williams Shakespeare í leikstjórn lithá- enska leikstjórans Oskaras Koršunovas. Það fyrra er ein rómaðasta uppsetning Korsunovas á Rómeó og Júlíu, sem sýnd hefur verið víða um heiminn síðastliðin tíu ár við frábærar undirtektir. Um jólin býður leikhúsið svo upp á eigin uppsetningu á Ofviðrinu í upp- setningu Koršunovas. Undirbúningur fyrir uppsetninguna hefur staðið í ár og æfingar hefjast í haust. Blaðamaður settist niður með Koršunovas eftir æfingu í Borgarleikhúsinu á dögunum og grennslaðist fyrir um hvers vegna Ísland hefði orðið fyrir valinu og hverju leik- húsgestir mættu búast við í uppsetningum hans á verkum Shakespeares. – Hvernig kom það til að þú tókst að þér leikstjórn fyrir Borgarleikhúsið á Íslandi? „Upphafið má rekja til vinskapar míns og Magnúsar Geirs Þórðarsonar, leikhússtjóra Borgarleikhússins. Það eru rúm tvö ár síðan hann bauð mér að leikstýra við leik- húsið sem hann hafði þá nýtekið við stjórnartaumunum á. Í framhaldinu hófst samtal og svo kom ég hingað fyrir rúmu ári og kynnti mér leikhúsið og leikhóp þess. Það er skemmst frá því að segja að ég varð mjög hrifinn. Mér finnst mikill eldmóður í leikhúsinu og ég er mjög hrifinn af þeirri sýn sem Magnús hefur á leikhúsið. Leik- hópurinn er einstaklega sterkur. Eft- ir þessa heimsókn mína var ég alveg ákveðinn í að vinna fyrir þetta leik- hús, mig langaði virkilega til þess. Síðastliðið vor var það svo fastmæl- um bundið að ég myndi setja upp jólasýningu leikhússins árið 2010 og það skyldi vera Of- viðrið eftir William Shakespeare. Þá þegar hófst undirbún- ingur og ég er mjög spenntur fyrir uppsetningunni.“ – Nú í maí er væntanleg hingað til lands margverðlaun- uð uppsetning þín á Rómeó og Júlíu sem sýnd verður í Borgarleikhúsinu á Listahátíð. Við hverju mega leikhús- gestir búast í uppfærslu þinni af Rómeó og Júlíu? „Ég vona að þessi saga í mínum búningi eigi erindi við nútímann. Það þekkja flestir þessa sögu sem gerðist fyrir ekkert svo löngu og þessi nýliðna fortíð er ávallt með okk- ur og fylgir okkur sterkt í nútímanum. Á hverju augnabliki hafa hlutir úr fortíðinni áhrif á nútíðina. Ef við horfum á söguna um Rómeó og Júlíu í gegnum rómantískt litróf gæti virst sem þetta sé saga sem snerti okkur ekki beint, en ef við tökum niður þessi gleraugu og horfum í eigin barm þá sjáum við að þetta er saga sem snertir okkur beint. Ástin þá sérstaklega og að mínu mati er hún sterkasti krafturinn sem í manninum býr. Með þessari sýningu er ég að reyna að færa verkið nær áhorfandanum þannig að hið óraun- verulega verði raunverulegt. Uppsetningin hefur farið til ótal landa og virðist snerta taug í áhorfendum frá ólíkum menningarheimum. Það er alltaf gaman að upplifa við- brögð ólíkra þjóða við sýningunni.“ – Finnst þér þörf á að samtímavæða verk Shakespears og gera þau aðgengilegri fyrir leikhúsgesti? „Ég lít þannig á að klassískar leikbókmenntir séu klass- ískar vegna þessa að þær búa yfir einhverju sem höfðar til Saga sem á erindi við nútímann Oskaras Koršunovas er af mörgum talinn í hópi fremstu leikstjóra Evrópu en auk þess stýrir hann borgarleikhúsinu í Vilnius í Lithá- en. Gefst íslenskum leikhúsgestum tækifæri til að sjá sýningu hans, Rómeó og Júlíu, á vegum Borgarleikhússins og Listahátíðar. Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Oskaras Koršunovas Leikararnir Giedrius Savickas og Rasa Samuolytë í hlutverkum sínum sem Rómeó og Júlía.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.