SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 52

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 52
52 9. maí 2010 F æstir gerast svo háðir skólabók- um að þeir finni þeim stað í bókahillum á heimili sínu. Eftir notkun verða skólabækur sjálf- krafa afgangsbækur. Sennilega af því mað- ur var skyldaður til að lesa þær. En það eru alltaf undantekningar. Ein skólabók, og aðeins ein, er í hillu á heimili mínu. Þetta er bók sem er í sér- stökum hávegum höfð vegna þess að við hana eru einungis tengdar góðar minn- ingar. Það fer ekki mikið fyrir þessari bók og hún er orðin nokkuð snjáð af mikilli notkun. Útgáfuárs hennar er ekki getið en hún er sannarlega komin til ára sinna. Kápan er blá. Þetta er bókin Skólaljóð sem Ríkisútgáfa námsbóka gaf út. Kristján J. Gunnarsson valdi kvæðin og Halldór Pét- ursson gerði myndirnar. Bókin hefst á heilræðavísum Hallgríms Péturssonar og endar á Tímanum og vatninu eftir Stein Steinarr. Þetta var bókin sem flest skóla- börn lásu á árum áður, á þeim tíma þegar sjálfsagt þótti að börn lærðu ljóð utan að. Og við börnin lærðum hvert ljóðið á fætur öðru utan að, og þurftum stundum að hafa þó nokkuð fyrir því. Við áttuðum okkur engan veginn á því meðan við þuldum: Nú andar suðrið … að verið væri að mata okk- ur á dýrmætu veganesti. Nú, áratugum seinna, hugsar maður með sér að það væri blessun að kunna enn meira utan að en maður kann. En þessi bláa bók, sem í huga manns stóð fyrir utanbókarlærdóm, varð aldrei óvinur. Í ljóðunum var reyndar allt fullt af sérkennilegum orðum sem maður skildi ekki alltaf en þau voru samt heillandi og hljómuðu svo vel. Maður vissi innst inni að seinna myndi maður skilja þau réttum skilningi. Svo var bókin full af myndum og hugurinn tengdi saman orð og mynd og á þann veg talaði bókin til manns. Það var eitthvað sérstaklega vingjarnlegt við hana, þótt maður þyrfti að leggja nokkuð á sig til að kynnast henni. Þarna var allt fullt af dramatík eins og mynd af Ásdísi á Bjargi, móður Grettis, þar sem hún situr og grætur. „Ein á Bjargi allar nætur/Ásdís bað og grét“ stóð í kvæði Jak- obs Thorarensen, sem við börnin þurftum ekki að læra utan að en vorum látin lesa. Þessi mynd af hinni grátandi móður festist í minnið og varð til þess að nokkrum árum seinna, þegar Grettis saga var lesin, náði maður sérstöku sambandi við Ásdísi, af því maður hafði séð mynd af henni. Bláu skólaljóðin höfðu sín sannarlega sín áhrif. Bláa skóla- bókin Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is ’ En þessi bláa bók, sem í huga manns stóð fyrir ut- anbókarlær- dóm, varð aldrei óvinur. N jósnasöguhefðin er orðin nokkuð við aldur – fyrstu sögurnar voru skrifaðar í upphafi nítjándu aldar og gjarnan nefna menn James Fenimore Cooper sem einn af fyrstu höfundum slíkra bókmennta, en betra dæmi þó er bókin Kim frá 1901 eftir Rudyard Kipling þar sem pilturinn Kim tekur að sér að njósna fyrir breska heimsveldið í glím- unni við Rússa um áhrif og völd í norður- héruðum Indlands. Hefðin hefur jafnan fylgt heims- viðburðum, til að mynda var skrifaður grúi bóka um njósnir stórveldanna í að- draganda átakanna í Evrópu á síðustu öld, ýmist þar sem óþokkarnir voru að njósna fyrir Frakka eða Þjóðverja, ef höf- undurinn var enskur, eða fyrir Englend- inga eða Rússa ef hann var þýskur. Sigur bolsévikka í borgarastyrjöldinni í kjölfar rússnesku byltingarinnar bjó til nýjan óvin, alþjóðasamsæri kommúnista, og segja má að njósnasagan hafi komist á nýtt stig, nýtt flækjustig, með bókum Erics Amblers þar sem engum var að treysta, ekki einu sinni eigin yfirvöldum, því njósnarinn var orðinn að peði í ref- skák og eins líklegt að honum yrði fórn- að, aukinheldur sem allskyns persónuleg vandamál flæktu málin enn frekar. Annar höfundur sem nýtti sér þá ógn sem menn töldu stafa af kommúnism- anum var John le Carré sem skrifaði grúa bóka þar sem misgöfugir þjónar vest- rænna ríkisstjórna glímdu við misgöfuga starfsmenn austantjaldsríkja. Getur nærri að hrun Sovétríkjanna hafi sett þá bókmenntahefð í uppnám, því ógnin hvarf og áhuginn um leið. Víst tók ný ógn við, ógnin sem stafar af ofsatrúar- mönnum, en bækur um slíkt eru flestar hálfgerðar ævintýrabækur uppfullar af sprengingum, limlestingum og ámóta, enda er andstæðingurinn lítið gefinn fyr- ir diplómatíska uppgerð. Njósnasagnahöfundar hafa þó ekki lagt árar í bát og þónokkur endurnýjun orðið í hefðinni á síðustu árum og þá aðallega í því að menn hafa tekið að skrifa sögu- legar njósnasögur sem aldrei fyrr. Gott dæmi um slíkt er bókin Restless eftir William Boyd sem kom út 2006 og segir frá konu sem ráðin er til njósna á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, en neyðist síðan til að fara í felur vegna þess að yfir- maður hennar er ekki allur þar sem hann er séður. Árin fyrir seinni heimsstyrjöldina eru góður vettvangur fyrir njósnasögur því allir vita að hverju stefnir, hvaða voða- atburðir eru framundan, og sú vitneskja kryddar bækurnar svo að erfitt væri að ná eins þrúgandi andrúmslofti með hreinum skáldskap. Þannig hjálpar um- hverfið til að gæða lífi bækur eins og The Maze of Cadiz eftir Aly Monroe, sem seg- ir frá ungum starfsmanni leyniþjónustu Bretlands sem sendur er til Spánar í sept- ember 1944 og lendir þar í sérkennilegu umhverfi landflótta fólks. Bækur Philips Kerrs, sem er skoskur rithöfundur, skera sig nokkuð úr í því að þær eru ekki ekki beinlínis njósnasögur heldur leynilögreglusögur þar sem lög- regluforinginn Bernhard Gunther glímir við glæpi í Berlín á árunum fyrir seinna stríð og framyfir það reyndar, því síðasta bókin í hinum eiginlega Berlin Noir- þríleik gerist í í lok fimmta áratugarins og þá má segja að Bernhard Gunther sé farinn að starfa eins og njósnari. Þess má geta að Kerr hefur skrifað fleiri bækur um Bernhard Gunther en áðurnefndan þríleik. Bandaríski rithöfundurinn Alan Furst skrifar njósnabækur sem gerast að miklu leyti í Austur-Evrópu á árunum eftir seinna stríð. Hann er því að feta í fótspor höfunda sem skrifuðu um ógnina sem stafar af kommúnistum, en leggur meiri áherslu á umhverfi og sagnfræðilegar staðreyndir en gengur og gerist; í bókum hans má segja að kaldranalegt umhverfi austan járntjalds sé í stóru hlutverki og ömurlegt líf almennings. Að lokum má nefna einn höfund til, David Downing, sem skrifað hefur bækur sem gerast í Þýskalandi á árunum fyrir seinna stríð. Hann hefur skrifað ýmsar bækur og meðal annars um fótbolta. Bækur hans um blaðamanninn og njósn- arann John Russell heita áþekkum nöfn- um sem öll eru fengin frá brautar- stöðvum í Berlín; Zoo Station (2007), Silesian Station (2008), Stettin Station (2009) og Potsdam Station (2010). Í þeim bókum er lesandanum ljóst að hverju stefnir og hvaða örlög bíða þeirra sem John Russell á samskipti við, ekki síst gyðinganna, og villimannslegt ofbeldi nasismans ólgar undir og brýst fram óforvarandis. Síðasta bók Davids Downings heitir eftir Potsdam-járnbrautarstöðinni. Þessi mynd frá þriðja áratugnum sýnir næturlíf við Potsdam-torg. Njósnasögur ganga aftur Eftir erfiða daga í kjöl- far falls Sovétríkjanna hefur njósnasögu- hefðin sótt í sig veðrið með bókum sem gerast á árunum um og eftir seinna stríð. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.