SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 33
9. maí 2010 33 „Fæðing dóttur okkar var yfirvofandi allt frá því á 25. viku meðgöngu. Það var mikill sig- ur að hún skyldi ekki fæðast fyrr en á 34. viku,“ segir Kristinn Björnsson, faðir Mel- korku Kristinsdóttur. Hann segir að foreldrarnir hafi fengið góðan tíma til aðlögunar og læknar færðu þeim reglulega upplýsingar um ástand dóttur þeirra og við hverju mætti búast. „Mér brá óneitanlega þegar við fórum fyrst að skoða nýburagjörgæsluna, mér fannst ótrúlegt að svo lítil börn gætu á annað borð lifað.“ Þegar þeim bárust þær fregnir að barnið myndi fæðast fyrir tímann voru fyrstu við- brögðin ótti. „Við unnum vel úr þeirri tilfinn- ingu strax á meðgöngunni, þannig að þeg- ar hún fæddist var sú tilfinning yfirbuguð. Óttinn varð aldrei ráðandi tilfinning, við tók mikið þakklæti.“ Frá upphafi segir hann að þau hafi verið jákvæð, æðrulaus og sann- færð um að allt færi vel. „Fyrsta nóttin eftir fæðingu dótturinnar var hálfsúrrealísk,“ rifjar hann upp. Nýbak- aður faðirinn hélt heim, án konu sinnar og barns sem héldu til á vökudeild. „Tilfinn- ingarnar báru mig nánast ofurliði, ég ætl- aði að bólstra alla íbúðina og hefla horn af húsmunum að ótta við að dóttir mín gæti farið sér að voða. Tilfinningin um að hún myndi aldrei stækka var mjög sterk,“ segir hann en margir foreldrar hafa upplifað smæð fyrirbura á þennan hátt. Hann segir það hafa verið ótrúlegt að fylgjast með henni vaxa og þroskast þess- ar fyrstu vikur. „Ég var umfram allt þakk- látur guði fyrir það hversu falleg og dugleg hún var,“ segir Kristinn að lokum. Þess má geta að Melkorka er rúmlega eins árs í dag, fílhraust og hefur dafnað ákaflega vel. Hélt hún myndi aldrei stækka urinn og geta lífslíkur barns allt að því tvöfaldast við hverja viku sem þau ná í móðurkviði ef fæðing er yfirvofandi löngu fyrir áætlaðan fæðingardag. Í samantekt sem unnin var árið 2008 úr niðurstöðum nokkurra rannsókna kemur fram að 79% barna á Íslandi sem fædd eru eftir 25. viku lifa af en aðeins um 15% þeirra sem fædd eru eftir 23 vikna meðgöngu. Þekkt er meðal fyr- irbura að lífslíkur stúlkna eru að jafnaði betri en hjá drengjum. Vandmeðfarin hjúkrun Meðferð minnstu fyrirburanna fyrstu dagana eftir fæðingu er vandasöm, að- allega vegna vanþroska helstu líffæra þeirra. Reynt er að líkja eftir verunni í móðurkviði með því að dempa ljós, skapa ró, öryggi og varma. Eftir fremsta megni er leitast við að draga úr hávaða en það fylgir því óneitanlega mikið áreiti að vera á vökudeild. Inger Sofía Ásgeirsdóttir, sjúkraliði og hjúkrunarfræðinemi, starfaði á deildinni í tvö ár. Aðspurð segir hún að áhersla á fjölskylduhjúkrun hafi verið þungamiðja í starfinu. „Í rauninni eru foreldranir á vissan hátt skjólstæðingar okkar fyrstu dagana, ekki síður en börnin.“ Hún segir að foreldrar hafi oft verið ósáttir við að mega ekki vera viðstaddir og hlýða á stofugang læknanna. „Þeim fannst eins og læknarnir væru að segja eitthvað sem þeir mættu ekki heyra. Ástæðan sem liggur að baki því að for- eldrar eru hafðir utan við stofugang lækna er sú að verið er að hlífa þeim við upplýsingum um önnur og kannski veikari börn. Ég varð margoft vitni að því að nýbakaðar mæður tóku mjög nærri sér ástand annarra barna á deild- inni, jafnvel þótt þeirra barn braggaðist vel.“ Það erfiðasta við starfið kveður hún að hafi verið að horfa á eftir börnum heim sem bjuggu við bágar heimilisaðstæður. „Það var oft mun erfiðara en að sætta sig við veikindi barns eða dauða. Burtséð frá öllu er afar vinsælt að vinna á vökudeild. Í raun voru forréttindi að fá vera þátt- takandi í því gjöfula starfi sem þar fer fram,“ bætir hún við. „Þetta er mikið áfall“ Flest erum við sammála um að fæðing barns auðgi lífið. Fáir eru þó undir það búnir að barn þeirra fæðist fyrir tímann eða sé veikt þegar það kemur í heiminn. Þegar öllu er á botninn hvolft reikna flestir með því að eignast fullburða og heilbrigt barn. Foreldrahlutverkið hefst því við óvenjulegar aðstæður. Því fylgir mikið áfall þegar barn er að- skilið frá móður sinni við fæðingu og hópur sérfræðinga hleypur með það á harðaspretti yfir á nýburagjörgæslu. Stundum líða nokkrir tímar þar til for- eldrar fá að sjá barnið sitt. Sumir fá jafn- vel ekki að halda á barninu fyrr en að nokkrum dögum eða vikum liðnum. Viðbrögð foreldra við að sjá barnið sitt í fyrsta skipti eru æði misjöfn. Það getur reynst erfitt að sjá barnið sitt í fyrsta sinn, lítið og veikburða, umkringt lækn- um og tengt við vélar og tæki á gjör- gæslu. Algengar tilfinningar sem foreldrar upplifa í kjölfar fyrirburafæðingar eru vanmáttur, ótti, reiði, sektarkennd og missir. Undir þessum kringumstæðum er ótti eðlilegur, ótti við að barnið hafi skaðast og ótti við missi. Feður hafa lýst því sem erfiðri reynslu að eignast barn fyrir tímann. Þeir upplifa sig oft utanveltu og finnst þeir ekki hafa stjórn á aðstæðum. Það getur tekið tíma að átta sig á því að barnið þurfi að dvelja á sjúkrahúsinu vikum saman og því fylgir mikið álag. Sjúkrahúsprestur og sálfræðingur eru foreldrum innan hand- ar á vökudeild ef þeir óska. Foreldrar eru hvattir til að vinna vel úr tilfinningum sínum við þetta mikla áfall. Skin og skúrir „Eruð þið búin að fá nýjustu tölur?“ spyr einn faðirinn spenntur. Svipur hans ber vott um stolt. Fagnaðarópin berast út þegar sonur hans klífur yfir tvö þúsund gramma múrinn. Þá styttist í væntanlega heimför. Kappsfullar mæður berjast í hvívetna við að þyngja agnarsmá börn sín. Þær sem mjólka vel frysta morgunmjólkina og næra börn sín eingöngu á síðdegis- og kvöldmjólkinni, sem er orkuríkari. Minnstu börnin fá trölladuft, sem er annað heiti yfir fæðubótarefni. Mæliein- garnar eru smærri en við eigum að venj- ast, allt snýst um grömm og millilítra. Vikugamalt barn er „háaldrað“ en þá hefur merkum áfanga verið náð. Áhætt- an í lífi barnsins er mest við fæðingu, fyrsta sólarhringinn og fyrstu vikuna. Flestir foreldrar fyrirbura velta fyrir sér framtíðarhorfum barna sinna. Ekki er hægt að spá um hvort að barn beri skaða af því að hafa fæðst fyrir tímann. Einstaka fyrirburar eru með meðfæddan sjúkdóm og er framtíð þeirra háð honum að einhverju leyti. Hvað sem því líður eru margir fyrirburar á engan hátt frá- brugðnir jafnöldrum sínum í þroska og vexti, enda þótt koma þeirra í heiminn hafi verið ótímabær. Ást, nærvera og umhyggja eru nauðsynlegar forsendur þess að barnið þroskist og eflist. Einstaka meðganga eða fæðing getur reynst lífshættuleg. Öflugt mæðraeftirlit og góð fæðingarhjálp eru hornsteinn að velferð nýburans. Ávallt þarf að gera ráð fyrir að nýfætt barn geti þurft á hjálp að halda á fyrstu mínútum lífsins. Þrátt fyr- ir að tíðni burðarmálsdauða á Íslandi sé með því lægsta sem þekkist í heiminum verður aldrei hægt að bjarga öllum börn- um. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst lífið á vökudeild um að lifa af. Þar gerast kraftaverk á hverjum degi. Ljósmynd/ Nói Steinn Einarsson Mikið er lagt upp úr keng- úruaðferðinni. Hér er Ísgerð- ur Esja skömmu eftir fæð- ingu, ásamt móður sinni, Ingunni Eyþórsdóttur. ’ Þrátt fyrir að vísindunum fleygi fram kem- ur ekkert í stað ná- lægðar ástríkra for- eldra. Um leið og aðstæður leyfa eru for- eldrar hvattir til þess að hafa barnið bert á bringu sinni, húð við húð. Öndunin og hjart- slátturinn hvetur barn- ið til þess að anda. Að- ferðin hefur hlotið nafnið „kengúran“ og á rætur að rekja til Kól- umbíu. Þar í landi voru lengi vel engir hita- kassar og mæður fyr- irbura báru þá á bringu sér til þess að halda á þeim hita. Meðferðin er liður í þroskahvetjandi hjúkrun og eykur tengslamyndun á milli barns og foreldra. Kengúran hefur verið notuð sem meðferð- artæki á fyrirburum um heim allan með góðum árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.