SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 17
9. maí 2010 17 M ikilúðlegur með úfið al- skegg, stór og sterkur sem naut, harður í horn að taka. Sannkallaður víkingur. Gefur aldrei tommu eftir; ekki óskamót- herji þeirra sem er illa við að tapa. Mað- urinn sem Ólafur Stefánsson vildi fá í vörnina hjá handboltalandsliðinu fyrir nokkrum árum. Þetta er körfuboltamað- urinn Hlynur Bæringsson, innan vallar. Rólyndur faðir sem veit ekkert betra en eyða tíma með fjölskyldunni; bíða eftir tvíburunum sem koma í heiminn síðar í mánuðinum og leika við dótturina Heið- rúnu Björgu sem verður þriggja ára í haust. Maður sem leyfir sér að hugsa um lífið og tilveruna og veltir fyrir sér stórum spurningum eins og þeirri hvort líf sé eftir dauðann. Og þorir að segja frá vangaveltum sínum. Þetta er Hlynur Bæringsson utan vallar. Mjúkur nagli. Merkilegur áfangi Þessi mikli kappi fór fyrir öflugri liðs- heild Snæfells úr Stykkishólmi sem gerði sér lítið fyrir og varð bæði Íslands- og bikarmeistari í körfuknattleik á nýaf- staðinni leiktíð. Hlynur var fremstur meðal jafningja og kjörinn besti leik- maður úrvalsdeildarinnar, Iceland- Express deildar, og besti leikmaður úr- slitakeppninnar. Þetta er í fyrsta skipti sem lið utan suðvesturhornsins hampar Íslandsbik- arnum og sú staðreynd athyglisverð að íbúar bæjarfélagsins eru innan við 2000 talsins. Fimmtudagurinn 29. apríl verður væntanlega óopinber þjóðhátíðardagur Hólmara héðan í frá. Sigurinn var langþráður; Snæfell hefur þrisvar áður komist í úrslit Íslandsmóts- ins en tapað, í öll skiptin fyrir liði Kefla- víkur, 2004, 2005 og 2008. Allt er því þá fernt er hjá okkar manni. Hlynur Elías Bæringsson fæddist í Stykkishólmi 6. júlí 1982 en ólst upp í Grundarfirði. „Ástæðan fyrir því að ég fæddist í Hólminum er einfaldlega sú að þar var fæðingardeildin fyrir Snæfellsnes,“ segir Hlynur aðspurður í upphafi samtals okk- ar. Hann er sem sagt Grundfirðingur. Gulldrengurinn, sem býr við Silfurgötu í Stykkishólmi, er í sambúð með Unni Eddu Davíðsdóttur og þau eiga dótturina Heiðrúnu Björgu sem áður er getið. Unnur Edda ber nú börn undir belti; tvíbura eru væntanlegir í heiminn síðar í mánuðinum. Hlynur skaut fyrst í körfu á Grund- arfirði fyrir margt löngu, eftir að í bænum brast á með æði fyrir bandarísku NBA- deildinni eins og víðar í heiminum. „Það var þegar Michael Jordan og Charles Barkley voru upp á sitt besta; þá byrj- uðum við að leika okkur í körfubolta á skólavellinum. Það var alveg frábært og ég festist í þessari íþrótt. Áður var ég í fót- bolta í sumrin eins og flestir aðrir og spil- aði meira að segja með Fram í eitt eða tvö sumur sem gutti eftir að ég fór í knatt- spyrnuskóla hjá félaginu. Í minningunni finnst mér ég hafa lofað ofboðslega góðu – en þegar ég horfi á stráka í 5. flokki núna er ég nokkuð viss um að ég hafi ofmetið sjálfan mig töluvert...“ Fyrstu skrefin í meistaraflokki í körfu- bolta steig Hlynur í Borgarnesi þar sem hann lék með Skallagrími frá 1997 til 2002. „Ég bjó til 13 ára aldurs í Grund- arfirði en fjölskyldan flutti í Borgarnes 1996. Mamma býr þar enn en ég hef verið í Hólminum síðan 2002 fyrir utan einn vet- ur þegar ég spilaði í Hollandi,“ segir Hlynur. Honum finnst gott að búa á litlum stað. „Geturðu hringt í mig eftir smástund?“ spurði Hlynur í vikunni þegar ég hringdi. „Ég er að setja stelpuna upp í bílinn og verð kominn heim eftir tvær mínútur.“ Sjálfsagt mál. Þegar ég hringdi aftur nokkru síðar viðurkenndi Hlynur að hann hefði ýkt að- eins. „Ég var ekki nema eina mínútu heim! Hér er allt við höndina. Maður er orðinn dálítið háður því að vera fljótur að gera allt og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að langan tíma taki að koma sér á milli staða.“ Frábærar minningar úr Grundarfirði Lítið samfélag heillar; Stykkishólmur, Borgarnes, Grundarfjörður. „Ég á frábærar minningar frá Grund- arfirði. Þar var ofboðslegt frjálsræði, eins og fólk á landsbyggðinni þekkir vel og talar oft um; maður kann mjög vel að meta það sem krakki og ekki síður þeg- ar maður hugsar til baka. Það var þægi- legt að búa á Grundarfirði, þar er gott fólk og margir af mínum bestu vinum í dag eru þaðan og sumir búa þar enn. Ég hef því enn tengingu við bæinn þó ætt- menni mín séu ekki mörg þar. Það er stutt að héðan úr Hólminum í Grund- arfjörð og ég rúlla stundum þangað til vina minna í kaffi.“ Hefurðu alla tíð verið stór og sterkur? „Já, ég var alltaf stærstur eða næst stærstur í mínum bekk. Pabbi minn heitinn var mjög hraustur frá náttúr- unnar hendi og í mömmu fjölskyldu eru líka massífir karlmenn. Í minningunni finnst mér ég alltaf hafa verið aðeins meiri um mig en jafnaldrarnir.“ Hlynur nefndi Holland þar sem hann lék eitt keppnistímabil. „Liðið var ágætt, mér gekk mjög vel og komst í stjörnuliðið en dvölin var samt ákveðin vonbrigði,“ segir Hlynur. Honum líkaði lífið í Hollandi afskaplega vel, and- rúmsloftið var þægilegt og lífsstíllinn við hans hæfi, en það olli honum von- brigðum að ekki var nógu vel staðið að málum hjá félaginu að ýmsu leyti. „Mér fannst því best að koma heim aftur. En ég var ákveðinn í að þetta yrði ekki eina árið mitt í útlöndum.“ Í vikunni samdi Hlynur við sænska félagið Sundsvall Dragons, sem Jakob Sigurðarson félagi hans í landsliðinu leikur með, og heldur út í sumar með fjölskylduna. „Félagið varð sænskur meistari 2009 og ég er ánægður með að sigurhefðin er fyrir hendi. Ég vil vera í aðstöðu til að geta unnið titla.“ Hann segist hlakka mikið til að fara ut- an. „Ég er viss um að það er gott að búa í Svíþjóð. Það er barnvænt samfélag og fyrst og fremst þess vegna ákvað ég að semja við Sundsvall og velta ekki öðru fyrir mér.“ Hlynur gerir ráð fyrir því að búa ein- hvers staðar annars staðar eftir dvöl í Svíþjóð áður en fjölskyldan sest aftur að til frambúðar á Íslandi, því hann vilji skoða heiminn. „En á endanum mun ég örugglega búa í litlu samfélagi. Menn leita rótanna; fara þangað sem þeir þekkja til og þeim líður vel.“ Miðherjinn sterki segist oft hafa fengið tilboð að utan sem og frá íslenskum lið- um. En það hefur aldrei hvarflað að hon- um að fara úr Hólminum til þess að klæð- ast búningi annars félags innanlands. „Ég hef alltaf getað farið í besta liðið og hefði örugglega unnið titla, en mig langaði að gera það hér. Ég hef alltaf haft á tilfinn- ingunni að ég myndi ekki njóta þess eins mikið að verða meistari með einhverju öðru liði.“ Nú ertu búinn að vinna Íslandsmeist- aratitilinn með Snæfelli og getur því farið með góðri samvisku... „Það skipti miklu máli. Lið utan af landi hefur ekki orðið meistari áður og ekki lið úr svona litlu bæjarfélagi.“ Skynjarðu að það sé mikilvægt fyrir samfélagið þegar svona árangur næst? „Já, það er mjög auðvelt að finna það. Dagana eftir að við urðum Íslandsmeist- arar var mjög létt yfir fólki; maður fann hvað sigurinn gaf fólki mikið. Ekki bara leikmönnum og þeim sem standa að lið- inu heldur öllum bæjarbúum.“ Því má heldur ekki gleyma, bætir Hlynur við, „að þetta er ekki bara afrek okkar sem erum í liðinu þótt við hljótum mestu athyglina heldur líka þeirra sem Mjúkur nagli Er líf eftir dauðann? Hvernig varð jörðin til? Hlynur Bæringsson fór fyrir liði Snæfells sem varð Íslands- meistari í körfubolta á dögunum, fyrst landsbyggðarliða, en fleira kemst að en boltinn; hann veltir gjarnan fyrir sér spurningum sem hugsanlega fást aldrei nein svör við. Viðtal Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.