SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 37
9. maí 2010 37 F jórtánda og síðasta umferð stórmótsins í Linares á Spáni, sem sumir hafa kallað Wimbledon skákarinnar, fór fram 10. mars 2005. Garrí Kasparov, 41 árs gamall, var með vinn- ings forskot á andstæðing sinn, Búlgarann Venselin Topa- lov. Eftir 30 leiki varð Kasparov að játa sig sigraðan. Hann gaf þá ástæðu fyrir ósigrinum að hann hefði ekki átt neina orku eftir. Ósigurinn breytti því ekki að Kasparov varð efstur á mótinu í níunda skipti, en síðar þennan sama dag steig hann í pontu og tilkynnti að hann væri hættur tafl- mennsku sem atvinnumaður og hygðist í framtíðinni snúa sér að stjórnmálum. Indverjinn Wisvantahan An- and, prúður maður til orðs og æðis, lét sér fátt um finnast og sagði við sinn gamla keppinaut: „Þú ætlar sem sagt að skipta út skákferlinum fyrir rússneska byssukúlu.“ Þetta fannst Garrí kaldranaleg kveðja. Arftakinn Topalov Um leið og hann yfirgaf sviðið var eins og hann kynnti til sögunnar arftaka sinn, Búlgarann Venselin Topalov. Um haustið 2005 kallaði alþjóðaskáksambandið FIDE saman átta sterkustu stórmeistara heims sem tefla skyldu tvö- falda umferð. Þegar mótið var hálfnað hafði Topalov hlot- ið 6 ½ vinning og sigurinn var nánast í höfn, í mótslok munaði 1 ½ vinningi á honum og næsta manni. Hann varð þá réttmætur heimsmeistari í skák en féllst á að tefla sam- einingareinvígi við Vladimir Kramnik, sem enn hékk á heimsmeistaratitli PCA-samtakanna eftir sigur yfir Kasp- arov í London 2000 og jafntefli í einvígi við Peter Leko 2004. Hneykslismál þessa einvígis, sem fram fór í Elista í Kalmykíu, heimalandi Kirsans, forseta FIDE, snerust um gagnkvæmar ásakanir keppenda um tölvusvindl og tíðar salernisferðir Kramniks. Hlaut þessi skrýtna skákveisla síðar nafnið „Toiletgate“. Að lokum bar Kramnik sigur úr býtum í bráðabana. Ótvíræður heimsmeistari Þar lauk tímabili sem hófst 1993 þegar skákheimurinn sat skyndilega uppi með tvo heimsmeistara; FIDE var aftur komið með full yfirráð yfir heimsmeistarakeppninni. Aft- ur var blásið til heimsmeistarakeppni sem fram fór í Mexíkóborg haustið 2007, fyrirkomulag með sama sniði og tveim árum fyrr. Þar reis Wisvantahn Anand aftur upp, en hann hafði áður unnið heimsmeistaraeinvígi við Shirov árið 2000, og sigraði með glæsibrag en Kramnik, sem var meðal kepp- enda og var heitið heimsmeistaraeinvígi ef hann ynni ekki mótið, varð í 2.-3. sæti. Af því leiddi að haustið 2008 settust Anand og Kramnik niður í Bonn í Þýskalandi en Kramnik tapaði án þess að fá rönd við reist, 4 ½ : 6 ½. Anand var þar með ótvíræður heimsmeistari og vinsæll sem slíkur. Indverjinn er þjóðhetja í heimalandi sínu og teflir í Búlgaríu íklæddur skyrtu með áletrun NIIT, ind- verskra samtaka sem hafa tekið að sér auka veg skák- arinnar í skólum landsins. Línur skýrast Hafi sameiningarferlið einhvern tímann þótt flókið fóru línur að skýrast í lok apríl sl. þegar Venselin Topalov var aftur dreginn á flot, nú sem áskorandi heimsmeistarans. Hið magnaða regluverk sem FIDE samdi um keppnina gerir Topalov einmitt kleift að tefla um heimsmeistaratit- ilinn fjórum árum eftir að hann tapaði í Kalmykíu. Á þeirri vegferð þurfti hann að vísu að vinna einvígi gegn Gata Kamsky, sem öllum að óvörum hafði komist lifandi frá mikilli eyðimerkurgöngu, þ.e. heimsbikarmóti FIDE í Khanty Manyisk í Síberíu. Saga heimsmeistarakeppninnar sl. fimm ár hefur vissulega verið viðburðarík, en illu heilli var hið sann- gjarna keppnisfyrirkomulag aflagt sem byggði á svæða- mótum er náðu til allra aðildarþjóða FIDE, millisvæða- mótum, áskorendaeinvígjum og loks heimsmeistara- einvígi. Silvio Danailov dularfullur Heimsmeistaraeinvígi það sem nú stendur yfir í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, er tilkomið m.a. vegna afskipta Georgi Parvanovs, forseta Búlgaríu, sem beitti sér fyrir því að veitt yrði ríkisábyrgð fyrir verðlaunaféð sem nem- ur tveim milljónum Bandaríkjadala. Teflt er í sam- komuhöll búlgarska hersins. Topalov vann áttundu skák einvígsins sl. þriðjudag og jafnaði þar með metin og enn var allt í járnum eftir jafn- tefli á fimmtudag. Hann komst yfir með sigri í fyrstu ein- vígisskákinni en Anand svaraði með því að vinna tvær skákir og virtist hafa alla þræði í hendi sér þegar einvígið var hálfnað. En Topalov er oft seinn í gang og þeim mun sterkari á lokasprettinum. Það er kannski þess vegna sem möguleikar hans á sigri eru taldir meiri auk þess sem heimavöllurinn getur skipt máli. Á móti kemur auðvitað hin víðtæka reynsla Anand og fáum dylst að hann hefur til að bera meiri hæfileika til skákarinnar en Topalov sem hefur náð svo langt, þökk sé strangri þjálfun og hálfgerðum meinlætalifnaði, ef marka má bók sem aðstoðarmenn Kramniks, þeir Bareev og Levitov, tóku saman eftir einvígið fræga í Elista. Höf- undar þeirrar bókar velta vöngum yfir því hvaða skýr- ingar séu á því að Topalov hafi skyndilega skotist fram fyrir helstu keppinauta sína og margoft trónað efstur á elo-stigalista FIDE. Helsta niðurstaða þeirra er sú að hinn áður vingjarnlegi og hvers manns hugljúfi, Venselin Topalov, sé umsetinn náungum af lakara taginu sem hafi mörg óhrein meðul í pokahorninu og hiki ekki við að beita þeim. Er þar sér- staklega nefndur til sögunnar umbinn og þjálfarinn Silvio Danailov, maðurinn sem hleypti öllu í bál og brand í Elista um árið. Hefur Danailov margoft mátt sitja undir grun- semdum um ólöglegt athæfi. Í þýska dagsblaðinu Süd- deutsche Zeitung birtist snemma árs 2007 lýsing á hátt- erni hans á meðan Topalov sat að tafli í Wijk aan Zee í Hollandi: „… Danailov yfirgefur skáksalinn með reglulegu milli- bili, hringir úr gsm-símanum, talar í nokkrar sekúndur, kemur aftur í skáksalinn, tekur sér sæti á afsviknum stað þar sem hann getur séð Topalov og upphefur einhverjar handahreyfingar …“ Skæruhernaður, hótanir og njósnir Í samanburði við ýmsa aðra heimsmeistara sögunnar er Anand hvítþveginn engill. Ekki finnst eitt einasta dæmi þess að hann hafi reynt að slá andstæðing sinn út af laginu með öðru en góðum leikjum á skákborðinu en hann er vissulega hugaður að tefla þetta einvígi í byggingu sem er í eigu búlgarska hersins. Því heimsmeistaraeinvígi eru enginn barnaleikur. Þau einkennast af mikilli tortryggni, pukri, sálfræðilegum skæruhernaði, hótunum, njósnum og jafnvel mútum. Á topp 10-listanum yfir kostulegustu uppákomur þessara merkilegu viðburða situr sá atburður þegar ljós- hjálmur var tekinn niður og stólar hlutaðir sundur undir lok einvígis Fischers og Spasskís í ágúst 1972. Þar á eftir kemur sennilega hinn magnaði gambítur Viktors Korts- nojs að skarta speglagleraugum þegar hann tefldi við Kar- pov í Baguio city 1978. Dulsálfræðingurinn Zoukhar var af sovéskum íþróttamálayfirvöldum sendur til Filippseyja og hafði það hlutverk að stara á Kortsnoj tímunum sam- an. Fyrsti sovéski heimsmeistarinn Mikhail Botvinnik krafðist þess að biðleikjum yrði stungið í tvö umslög, samkvæmt líkindafræðinni væri eitt umslag líklegra til að „fara á flakk“ en tvö. Hann lagði einnig dýpri merkingu í það en aðrir menn hvenær ráðlegt var að mæta á skákstað með kaffibrúsa. Kasparov bar á sér sérstakan verndargrip þegar hann tefldi einvígin við Karpov á níunda áratugn- um; hann áleit sem svo að í kringum andstæðinginn væri allt of mikið af „orkusugum“ og sjálfur væri Karpov ótta- legur blóðmaur. Sá er munur á einvíginu í Sofíu og þeim sem fram fóru á seinni helmingi síðustu aldar að nú eru aðeins tefldar 12 skákir, lengsta einvígi skáksögunnar var einvígi Karpovs og Kasparovs 1984 -85 en því lauk án niðurstöðu eftir 48 skákir og meira en fimm mánaða taflmennsku. Verði jafnt eftir tólftu skákina á mánudag munu Anand og Topalov útkljá málin með fjórum atskákum. Þar er Anand al- mennt talinn standa betur að vígi. Reuters Anand og Topalov takast á Það líður að úrslitastund í ein- vígi Anands og Topalovs um heimsmeistaratitilinn. Hér er fjallað um keppendurna og tæpt á litríkri sögu heims- meistaraeinvígja í skák. Helgi Ólafsson „Toiletgate“ var einvígi Kramniks og Topalovs kallað. Anand hafði betur gegn Shirov í einvíginu í Teheran árið 2000. Karpov fylgist með skákunum. ’ Því heims- meistaraein- vígi eru eng- inn barnaleikur. Þau einkennast af mikilli tortryggni, pukri, sálfræðileg- um skæruhernaði, hótunum, njósnum og jafnvel mútum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.