SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 18
reka félagið. Það er örugglega meira en að
segja það að útvega fjármagn til að reka
félag í svona litlu bæjarfélagi. Að því leyti
er árangurinn magnaður og ég er mjög
stoltur í ljósi aðstæðna. Stjórnarmenn
hafa unnið frábært starf og bæjarbúar
hafa reyndar allir stutt mjög vel við bakið
á okkur.“
Hann nefnir að einn stjórnarmanna í
Snæfelli hafi einhverju sinni sest niður og
reiknað – og komist að því að í raun væri
ómögulegt að reka svona lið í jafn fá-
mennu samfélagi. Samt væri það gert!
„Stjórnarmennirnir eru allir í sjálfboða-
vinnu, eyða miklum tíma í starfið en
njóta velvildar hjá fyrirtækjum og ein-
staklingum í bænum.“
Hlynur segir lið sitt fulltrúa Snæfells-
ness alls, Vesturlands, jafnvel lands-
byggðarinnar allrar, „og margir í Reykja-
vík styðja líka við bakið á félaginu.“
Í Hólminum standa menn saman og at-
hygli vakti eftir bankahrunið, að þegar
flest félög skáru niður í rekstrinum og
sögðu upp samningum við útlendinga,
tók Hlynur við þjálfun Snæfells ásamt
Sigurði Þorvaldssyni.
„Þegar kreppan skall á var þetta neyð-
arúrræði stjórnarinnar; hún varð að láta
þjálfarann, Jordanco Davitkov, fara og
við Siggi tókum við liðinu.“ Davitkov
kom í Hólminn haustið 2008 en staldraði
stutt við; hrunið sá til þess. Bandaríski
þjálfarinn Geof Kotila hafði starfað hjá
Snæfelli áður og Hlynur ber honum af-
skaplega vel söguna. „Það var magnaður
náungi sem kom með skemmtilegan
hugsunarhátt og kunni svo sannarlega að
búa til lið. Hann kenndi okkur mikið,
ekki bara um körfubolta heldur um lífið
sjálft, meðal annars með góðu fordæmi.
Það var gaur sem skildi eftir mikið sig.“
Þoli ekki að tapa
Ég hef á tilfinningunni að þú sért gríð-
arlegur keppnismaður en samt rólegur og
yfirvegaður. Myndirðu getað skrifað upp
á þetta?
„Þetta er góð lýsing; ég er ofboðslegur
keppnismaður og hata að tapa. Þannig
eiga líka allir að vera sem eru í íþróttum.
En ég held ég hafi ekki oft misst stjórn á
mér og andstæðingarnir ná ekki oft að
espa mig upp.“
En fyrir utan völlinn?
„Utan vallar er ég frekar rólegur; læt
ekki sérstaklega mikið fyrir mér fara og
vil vera í rólegheitum.“
Samt líður þér greinilega vel innan
vallar.
„Já, þar fæ ég útrás fyrir allan þann
hamagang sem ég þarf.“
Hvað með skeggið; er það hluti af ein-
hverri víkingaímynd?!
„Jafnvel! Á vorin, í úrslitakeppni þegar
hasarinn er orðinn mikill, hef ég oft
sleppt því að raka mig og orðið dálítið
villimannslegur og finnst þægilegt að
spila svoleiðis. Ég veit ekki hvort það
hefur einhver áhrif á andstæðingana en
útlitið hæfir kannski karakternum innan
vallar. Þegar ég rakaði mig svo eftir að
við urðum Íslandsmeistarar fannst sum-
um ég verða 15 ára aftur...“
Þegar spurt um önnur hugðarefni
nefnir Hlynur fyrst skákina.
„Ég tefldi töluvert þegar ég var yngri
og afrekaði að verða Vesturlandsmeistari
í skák 12 ára og yngri árið 1994; það var
hápunktur skákferilsins...“
Þeir bræður, Hlynur, Torfi heitinn og
Bjarki, tefldu allir töluvert og besti
körfuknattleiksmaður á Íslandi sest
endrum og sinnum að tafli enn í dag. Að
tölvutafli, því þá glímir hann oftast við
einhvern á netinu.
„Þetta er heillandi leikur. Stórmeist-
ararnir og aðrir sem eru í fremstu röð eru
skarpgáfaðir gaurar; rökhugsun og her-
kænska skiptir miklu máli. Skák er
skemmtilegur leikur sem krakkar hafa
gott af því að glíma við.“
Má ekki að segja að körfubolti og skák
eigi ýmislegt sameiginlegt?
„Jú, að vissu leyti. Undirbúningur þarf
að vera mikill, ekki síst andlegur og það
þarf að skoða andstæðinginn vel.
Íþróttamenn geta auðvitað náð mjög
langt ef þeir eru sterkir líkamlega, en þeir
sem ætla að verða afburðamenn, alveg
sama í hvaða grein það er, bestu íþrótta-
menn heims, verða að hafa toppstykkið í
lagi. Þeir hugsa vel um andlega þáttinn.“
Augljóst er á samtalinu við Hlyn að
hann gefur ýmsu öðru en íþróttum
gaum.
„Ég pæli mikið í óvenjulegum hlutum
og það er líklega mönnum eins og Ólafi
Stefánssyni að þakka að ég þori að velta
fyrir mér stórum spurningum um lífið og
tilveruna. Ég eyði töluverðum tíma í að
hugsa um hvort líf sé eftir dauðann og
hvernig jörðin varð til og ráðgátuna um
alheiminn svo ég nefni dæmi – og þori að
segja frá því!“
Hann segist lengi hafa velt álíka hlut-
um fyrir sér. „Ég er auðvitað enginn
heimspekingur en hef bara gaman að spá
í hluti sem ekki eru til einföld svör við;
öllum er hollt að rökræða og það er
heillandi að láta hugann reika og velta
fyrir sér hlutum sem ekki endilega eru til
svör við. Það er ekki hægt að fara aftast í
bókina og sjá svarið! Kannski fást ein-
hvern tíma svör við spurningunum en
varla í okkar lífi. Kannski aldrei.“
Hlynur vinnur við að þjálfa, bæði að
morgni og aftur eftir hádegi en hefur
töluverðan tíma aflögu sem hann segist
reyna að nýta vel. „Á sumrin hef ég
rembst við að spila golf með frekar vafa-
sömum árangri, en tel mig samt efnileg-
an! Svo reyni ég að vera sem mest með
dóttur minni – sem er auðvitað ekki
skylda heldur það skemmtilegasta sem ég
geri. Og þó að ég segi sjálfur frá tel ég mig
verja miklum tíma með henni. Svo er von
á tvíburum núna í maí þannig að verður
örugglega mikið fjör á heimilinu. Golf-
sumarið verður sett í algjört uppnám!“
Hlynur hefur ekki lokið námi í neinu
fagi en kláraði frumgreinadeild við há-
skólann á Bifröst „til þess að bæta upp
gamlar syndir, því ég kláraði ekki
menntaskóla. Þetta nám er aðgöngumiði
að háskóla og ég ætla að klára að mennta
mig á næstu árum; hef reyndar aldrei
verið viss um hvað ég vildi læra og fór
þess vegna ekki beint í háskóla eftir
frumgreinadeildina.“
Honum gekk vel á Bifröst „af því að ég
hafði áhuga á því sem ég var að gera. Ég
er þannig, eins og eflaust margir aðrir, að
mér gengur ekkert sérstaklega í því sem
ég hef ekki áhuga á.“ Hlynur nefnir
stærðfræði sem eitt af uppáhalds-
fögunum þó hann sjái sjálfan sig ekki sem
stærðfræðing. Áhuginn sé einnig mikill á
heimspeki sem sé „heillandi og
skemmtileg“ og ekki ólíklegt að hann feti
frekar þá braut.
Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í
handbolta, kemur óneitanlega upp í hug-
ann þegar talið berst að heimspekilegum
vangaveltum og leiðir þeirra Hlyns lágu
saman fyrir nokkrum árum.
Ólafur greindi frá því opinberlega að
hann hefði reynt að fá Hlyn til þess að
snúa sér að handbolta og gefa kost á sér í
landsliðið. Ólafur vildi styrkja varn-
arleikinn.
„Mér fannst þetta í raun mjög fyndið
og gleymdi því kvöldi seint þegar Ólafur
hringdi í mig.“ Jón Arnór bróðir hand-
boltahetjunnar, félagi Hlyns í körfu-
boltalandsliðinu, lét hann vita að von
væri á símtali frá bróður sínum. „Ég held
að hugmyndin hafi kviknað í matarboði
þar sem þeir sátu saman strákarnir með
pabba sínum, nýkomnir heim úr at-
vinnumennsku hvor í sínu landinu, og ef
Óli fær einhverja flugu í höfuðið lætur
’
Ég hef alltaf
getað farið í
besta liðið og
hefði örugglega
unnið titla, en mig
langaði að gera
það hér. Ég hef alltaf
haft á tilfinningunni
að ég myndi ekki
njóta þess eins
mikið að verða
meistari með ein-
hverju öðru liði.
Hlynur Bæringsson fagnar ógurlega þegar Íslandsmeistaratitillinn var í
höfn, eftir sigurinn á Keflvíkingum. Hann var frábær á keppnistímabilinu.
Hólmarar fagna. „Dagana eftir að við urðum Íslandsmeis
urinn gaf fólki mikið. Ekki bara leikmönnum og þeim sem
18 9. maí 2010