SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Blaðsíða 40
40 9. maí 2010
Þ
að má segja að ég eldi mat af
illri nauðsyn, eða af ákveðinni
sjálfsbjargarviðleitni, því ef ég
léti konuna um matseldina væri
úti um okkur bæði,“ segir Hjalti Nönnu-
son inntur eftir því hvað reki hann áfram
í eldhúsinu. „En svo hef ég líka mjög
gaman af þessu,“ bætir hann við svo
blaðamann grunar strax að þar sé hin
raunverulega ástæða komin.
Hjalti er að eigin sögn með „dellu fyrir
asískri matargerð“ en tekur ekki eitt
fram yfir annað í þeim efnum. Þannig
eldar hann jöfnum höndum kínverskan,
indverskan og annars konar asískan mat.
„Það sem gerir asískan mat svona
skemmtilegan er að hann er allt öðruvísi
en maður hefur vanist hér heima – það er
svo mikil áhersla á ólíkt bragð, sem kem-
ur af kryddinu, en ég blanda allt kryddið
mitt sjálfur.“
Hann segir í sjálfu sér ekki mikla kúnst
á bak við slíka kryddblöndun. „Það er
fyrir löngu orðið hægt að fá allt sem þarf í
þetta svo þetta er ekkert mál. Kreppu-
jólagjöfin hjá okkur var t.d. að gefa fólki
krydd sem ég blandaði hér heima.“
Hjalti leggur mikla áherslu á áferð
matarins, eins og hann útskýrir. „Ég er í
raun mjög matvandur, merkilegt nokk,
og það er mjög margt sem ég læt ekki
upp í mig, hreinlega út af áferðinni á því.
Ég fyrirlít sveppi og get ekki borðað þá
undir nokkrum kringumstæðum en það
er bara út af áferðinni á þeim. Eins er ég
tilbúinn að leggja mikið á mig í undir-
búningi að matseld til að skera hluti rétt.
Það er til dæmis mjög mikilvægt að skera
lauk nógu þunnt, sérstaklega í kínversk-
um mat. Almennt einkennir það asískan
mat að undirbúningstíminn er langur en
eldunartíminn stuttur. Það truflar mig
ekki heldur finnst mér bara fínt að gefa
mér góðan tíma í undirbúninginn.“
Ódýr og hollur
Þó að Hjalti leggi áherslu á að hafa inni-
haldsefni „rétt“ niðurskorin segist hann
síður en svo vera einhvers konar
vísindakokkur að upplagi. „Uppskriftir
eru aldrei neitt meira en leiðbeiningar
fyrir mér – aldrei fyrirmæli. Ég held ég
geti fullyrt með brúkhæfri samvisku að
ég geri aldrei neitt tvisvar eins. Ef eitt-
hvað vantar skiptir það engu heldur nota
ég bara eitthvað annað í staðinn eða
sleppi. Það er ekkert heilagt í þeim efn-
um.“
Asískur matur er ekki bara skemmti-
legur að elda, segir Hjalti, heldur líka
„merkilega ódýr“. „Það er ótrúlega gam-
an að fara í asísku búðirnar. Þegar maður
er búinn að vera í þeim í kortér er maður
búinn að finna alls konar hluti sem mað-
ur vissi ekki að væru til hérna og eru yf-
irleitt ódýrari en maður hefði látið detta
sér í hug. Þar fyrir utan er asískur matur
almennt mjög hollur og inniheldur t.d.
mikið grænmeti. Í mínu tilfelli er það
nauðsynlegt því ég elda daglega ofan í
margfaldan Íslands- og Norðurlanda-
meistara í íþróttum,“ segir hann og vísar
þar til sambýliskonu sinnar, Þorbjargar
Ágústsdóttur skylmingakonu. „Ég myndi
sennilega ekki vera jafnduglegur að elda
ef ég byggi ekki með henni.“
Gæti aldrei orðið kokkur
Það er ekki hægt að sleppa Hjalta úr mat-
arviðtali öðruvísi en að spyrja hann hvort
mataráhugi hans liggi í genunum, en
hann er sonur Nönnu Rögnvaldardóttur,
sem er höfundur metsölubóka um mat-
argerð. „Vafalítið á hún mjög stóran þátt
í mínum áhuga en það er þó ekki hægt að
segja að ég hafi alist upp við hliðina á
henni í eldhúsinu,“ segir Hjalti. „Þó að
mamma hafi alltaf haft gaman af því að
elda varð það ekkert sérstaklega áberandi
fyrr en ég var orðinn vel stálpaður. Það
var ekki fyrr en ég þurfti að fara að sjá
um mig sjálfur sem ég fór virkilega að
prófa mig áfram í matargerð.“
Hjalti er fljótur að svara þegar hann er
spurður hvort hann geti hugsað sér að
gera eitthvað meira með mataráhugann í
framtíðinni en að elda bara fyrir sig og
sína. „Nei,“ svarar hann að bragði.
„Klárlega ekki. Ég á það sameiginlegt
með mömmu að við höfum ekki gaman
af því að elda í miklu magni, svo við gæt-
um aldrei unnið sem kokkar eða rekið
einhverja veisluþjónustu. Þá myndi ég
farast úr leiðindum á nokkrum tímum.“
Er í raun
mjög mat-
vandur
Hjalti Nönnuson veit fátt skemmtilegra en að
elda asískan mat, og er óspar á það. Hann segir
mataráhugann vafalítið liggja í genunum, þótt
sjálfur hafi hann á yngri árum lítið komið nálægt
pottum móður sinnar í eldhúsinu.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Matur
Morgunblaðið/hag