SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Page 2
2 18. júlí 2010
20 Í stað trjánna og vindsins
Er það óðs manns æði að sjá hjálparlaust um uppeldi barnanna sinna?
Melkorka Mjöll Kristinsdóttir er til svara.
28 Öfugum megin við ímyndunaraflið
Ragnar Axelsson leggur okkur til yndisreit.
32 Við hvað er Klambratún kennt?
Miklatún í Reykjavík heitir nú aftur Klambratún á hundrað ára fæðing-
arafmæli bóndans á Klömbrum.
34 Landkynning í 55 ár
Rafn Hafnfjörð ljósmyndari hóf að kynna Ísland erlendis upp úr miðri síð-
ustu öld – og er enn að. Á dögunum birtist mynd í UN Special.
38 Vestfirðir eru
annað Ísland
Þótt fögur fjöllin hafi reynst Vestfirðingum
skeinuhætt þá hafa þau einnig varið þá sem
búa í skjóli þeirra fyrir ýmsum óværum.
42 Norton, hasarhetjur
og halelúja
Sæbjörn Valdimarsson hermir af kvikmyndum.
Lesbók
48 Samhljóðin skipta líka máli
Ingibjörg Frímannsdóttir hermir af tungutaki.
50 Pólitískari myndlist
Hlynur Hallsson sinnir nú myndlistarferli sínum af fullum þunga eftir að
honum var steypt úr stóli formanns SÍM.
52 Einsleit staðalímynd
Ferðaskáldsögur nýlenduhyggjunnar stuðluðu að einsleitum staðal-
ímyndum sem festu sig í sessi innan vestræns menningarheims.
18
41
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók ljósmyndari Reuters af Leonardo DiCaprio.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags-
moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir.
Augnablikið
T
íminn er eins og vatnið, sagði skáldið.
Það hangir mynd í veiðihúsinu við
Laxá í Laxárdal af urriða með fjóra and-
arunga sér við hlið. Þeir voru teknir úr
maganum á fiskinum. Þetta er ótrúleg mynd, en
einn af veiðimönnunum vottar að hún á við rök að
styðjast, því hann var sjálfur í hollinu. Hann segir
að þetta gerist stundum þegar fiskar séu orðnir
gamlir og eigi skammt eftir ólifað, enda geti fjaðr-
irnar stíflað meltingarveginn. Blaðamaður veltir
því hins vegar fyrir sér, fyrst urriðinn hafði gleypt
fjóra andarunga, hvers vegna hann lét sér það ekki
nægja, en fór að eltast við flugu.
En þetta kveikir sögur í veiðikofanum.
Annar veiðimaður segir frá því að hann hafi
veitt urriða með skógarþresti í maganum. Það
birtist raunar frétt um það í Morgunblaðinu þegar
það gerðist. Það kom líka frétt um það í Mogg-
anum þegar urriði var með minkahvolp í mag-
anum. Enn annar rifjar upp er hann ók fram á
haltrandi andarunga á veginum og konan hans
hélt nærgætnislega á unganum litla niður að ánni,
þar sem hann gæti þó bjargað sér á sundi.
Skömmu síðar heyrði hann óp. Hann hljóp þegar
niður að bakkanum og þegar hann kom þangað
var konan hans í miklu uppnámi. Hún hafði látið
veslings andarungann út í ána og horft á hann
svamla af stað, en skyndilega kom urriði upp úr
kafinu og gleypti hann – í einum bita.
Ferjuflói er ekki árennilegur veiðistaður – allt
þetta flæmi. Þar til urriðinn fer að stökkva. „Fast-
er, Pussycat! Kill! Kill!“ urrar veiðimaður og veður
út í miðja ána. Tvær rollur með þrjú lömb fylgjast
með honum, rölta svo niður að árbakkanum,
svolgra í sig vatnið og koma sér loks fyrir í helli
uppi í klettunum. Eflaust til að fá betra útsýni yfir
veiðina.
„Pétur!“ er skyndilega kallað. Það dansar urriði
í kringum veiðimanninn. Hann byrjar að mjaka
sér varfærnislega í land með bogna stöng og
spriklandi fisk á línunni. En skyndilega fellur allt í
dúnalogn. Púpan er bara einkrækja og það sleppa
jafnmargir fiskar og landað er.
Blaðamaður fær því að lúra áfram á árbakk-
anum.
Það jafnast ekkert á við að liggja í mosanum,
léttur úði á andlitinu, himinninn grár niður í
miðjar hlíðar, ilmur af lyngi og fuglasöngur sem
rennur saman við niðinn í ánni.
Hér stendur tíminn í stað.
Þannig er það raunar í bókstaflegri merkingu á
Ljótsstöðum, þar sem flest er eins og það var dag-
inn sem bóndinn féll frá. Þá var þetta eitt mynd-
arlegasta býlið í dalnum. Vegfarendum og veiði-
mönnum býðst að skoða sig um, jafnvel leggja sig
eða grípa góða bók – til dæmis ljóðin hans Ezra
Pound eða Þjóðviljann. En það er gegn því að þeir
gangi frá öllu eins og það var.
Það má ekki hrófla við tímanum.
pebl@mbl.is
Veiðimenn koma og fara í Laxá í Laxárdal.
Urriði í Laxá
18. júlí
Sunnudaginn 18. júlí verður mikið um að vera á Árbæjarsafni, en þá verða
haldnir sama daginn hinn árlegi harmónikudagur og hinn árlegi heyanna-
dagur. Dagskrá harmónikudagsins verður vegleg að vanda og margir af
fremstu spilurum hljóðfærisins munu draga fram nikkuna. Við gamla
Árbæinn verða amboðin tekin fram og gestum og gangandi boðið að
spreyta sig. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur fram eftir degi.
Harmónikur og heyannir
Við mælum með …
18. júlí
Í dag heldur sum-
artónleikaröð Ak-
ureyrarkirkju áfram
og að þessu sinni
verða það Ellen Kristjánsdóttir
söngkona og Þorsteinn Einarsson
gítarleikari sem flytja gestum ljúfa
tóna. Tónleikarnir hefjast kl. 17.
21. júlí
Á miðvikudaginn heldur hljóm-
sveitin K tríó útgáfutónleika í Nor-
ræna húsinu í tilefni útkomu plöt-
unnar Rekaviður. Tónleikarnir
hefjast kl. 20.30.
24. júlí
Næstkomandi laug-
ardag efnir hljóm-
sveitin For a Minor
Reflection til út-
gáfutónleika í tilefni
nýrrar breiðskífu sem hefur hlotið
nafnið Höldum í átt að óreiðu. Tón-
leikarnir verða í Iðnó og hefjast kl.
20.
Fyrirsætur í fatnaði gerðum úr endurunnum pappír bíða baksviðs
við opnun skemmtigarðsins „Green Dream Park“ nærri ólympíu-
leikvanginum í Peking. Markmiðið með garðinum, sem verður op-
inn til 10. október, er að ýta undir náttúruvernd og sjálfbæra lifn-
aðarhætti.
Veröld
Reuters
Pæjur í pappírsklæðum