SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 8
8 18. júlí 2010
Iniesta-kynslóðin
Hið feikilega öfluga unglingastarf
Barcelona hefur lengi verið kennt
við La Masía sem er gamalt sveita-
setur nærri heimavelli liðsins,
Camp Nou. Setrið var byggt árið
1702 en á 6. áratug tuttugustu
aldar var það notað sem vinnu-
stofa fyrir arkitekta og verkamenn
sem unnu að byggingu nýja vall-
arins sem skyldi koma í stað þess
gamla, Les Corts. Camp Nou var
opnaður hinn 24. september árið
1957 og var þá La Masía lokað.
Síðar var byggingin gerð upp og
var opnuð aftur árið 1966, þá sem
félagsheimili liðsins.
Árið 1979 varð byggingin sem
áður var notuð við byggingu vall-
arins að byggingarstað framtíðar
liðsins. Þá varð hún að dvalarstað
fyrir unga leikmenn sem upprunnir
voru utan borgarinnar. Síðan hefur
markmiðið verið að kenna þeim
knattspyrnu í anda Börsunga auk
þess að bjóða upp á hefðbundna
bóklega menntun. Undanfarin ár
hefur aragrúi stjörnuleikmanna út-
skrifast frá La Masía og nægir þar
að nefna Josep Guardiola, Carles
Puyol, Xavi, Andrés Iniesta, Cesc
Fàbregas, Pepe Reina og Leo
Messi.
Uppeldisstöðin La Masía
La Masía er gamalt sveitasetur nærri Nývangi.
Þ
ú átt eftir að binda enda á feril minn,“ hvíslaði Jo-
sep Guardiola, sem þá var 29 ára, í eyra ungs Xavis
Hernándezar og benti á fölleitan 16 ára strákling á
sinni fyrstu æfingu með aðalliði Barcelona. „En
þessi strákur á eftir að binda enda á feril okkar beggja.“ Fjarri
því að binda enda á ferla þeirra átti Andrés Iniesta eftir að
auðvelda þjálfaraferil Guardiolas og reynast fullkominn sálu-
félagi Xavis í léttleikandi miðju Barcelona-liðsins. Það eina
sem Iniesta batt enda á voru vonir Hollendinga um að vinna
heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu þegar hann skoraði sig-
urmark Spánverja í úrslitaleiknum, örfáum mínútum fyrir
lok framlengingar. Með yfirvegaðri móttöku og hægri fótar
skoti, sem Iniesta lét ríða af, „af allri sálu sinni“ að eigin sögn,
tryggði þessi 26 ára gamli framsækni miðjumaður Spánverj-
um sinn fyrsta heimsmeistaratitil og var í kjölfarið valinn
leikmaður úrslitaleiksins.
Hinn smávaxni Iniesta fæddist í bænum Fuentealbilla nærri
Albacete í Castilla-La Mancha-héraði Spánar árið 1984 og var
aðeins 12 ára gamall þegar hann gekk til liðs við Barcelona.
Þar æfði hann og nam við hina goðsagnarkenndu uppeld-
isstöð, La Masía, sem hefur framleitt ótrúlegan fjölda há-
gæðaleikmanna í gegnum tíðina. Andresito eins og hann var
stundum kallaður vegna smæðar sinnar var einstaklega feim-
inn drengur og hélt sig út af fyrir sig, nokkuð sem sumir vildu
meina að ynni gegn honum síðar á ferlinum. Hann þreytti
frumraun sína í leik með aðalliðinu í meistaradeildarleik í
október árið 2002 og fékk tímabilið á eftir nokkur tækifæri
sem varamaður. Það var hins vegar tímabilið 2004/05 sem
Iniesta stimplaði sig rækilega inn þegar Barcelona-lið
Frank Rijkaards lenti í miklum meiðslavandræðum.
Iniesta var í raun tólfti leikmaður liðsins sem vann
deildina í fyrsta skipti eftir fimm ára titlaleysi, hann
var fyrstur inn á af bekknum og fyrstur í byrjunarliðið
ef einhvern vantaði af byrjunarliðsmönnum liðsins.
Næstu tímabil vann hann sér inn reglulegt sæti í byrj-
unarliðinu undir Rijkaard án þess þó að hann gengi að því
vísu. Vegna hógværðar sinnar var hann látinn sitja á bekkn-
um eða spila út úr stöðu til þess að þóknast öðrum leik-
mönnum. Þannig var hann látinn sitja á bekknum í úrslita-
leik Meistaradeildarinnar árið 2006 þegar Börsungar lögðu
Arsenal. „Iniesta er klárlega heilsteyptasti leikmaður Spánar.
Hann hefur allt,“ sagði liðsfélagi hans Xavi, „næstum allt –
hann vantar stuðning fjölmiðla“. Sjálfur sagðist hann ekki
trúa að hann væri hlunnfarinn vegna óframfærni sinnar en
marga grunaði að þannig væri því nú samt farið. Síðustu tvö
tímabil þjálfarans Rijkaards einkenndust af andavaraleysi
lykilleikmanna liðsins sem endaði að lokum með brottför
þjálfarans auk stjarna eins og Deco og Ronaldinho. Á þessum
árum var Iniesta yfirburðamaður í liðinu og stóð upp úr fyrir
silkimjúkar hreyfingar, móttökur og sendingar sem einkenna
lærisveina La Masía.
Það var hins vegar ekki fyrr en átrúnaðargoð Iniestas frá
æsku, sjálfur Pep Guardiola, tók við stjórnun liðsins árið 2008
sem „manninum sem semur illa við sólina“, eins og mark-
vörðurinn Pepe Reina kallaði hann, braust fram á sjón-
arsviðið sem fullmótuð stjórstjarna. Með hann í liðinu unnu
Börsungar þrennuna og Iniesta átti stjörnuleik í sigrinum á
Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fyrir
leikinn hafði mönnum orðið tíðrætt um mikilvægi Leo Messi
fyrir Barcelona. Sir Alex Ferguson blés á slíkt tal. „Ég er ekki
heltekinn af Messi, það er Iniesta sem er hættan. Hann er frá-
bær. Hann lætur liðið vinna. Það er ótrúlegt hvernig hann
finnur sendingar, hreyfingarnar og getan til þess að skapa
pláss. Hann er svo mikilvægur fyrir Barcelona.“
Lengi hefur Iniesta fallið í skugga stærri og söluvænlegri
nafna en eftir afrek sín á nýafstöðnu heimsmeistaramóti er
ekki lengur hægt að líta fram hjá Andrési Iniesta sem einum
albesta leikmanni í heimi.
Óvinur sólarinnar
Nýr gulldrengur Spánverja
Reuters
Vikuspegill
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
Iniesta minntist
fallins félaga síns
þegar hann skoraði
sigurmarkið á HM.
Ólíkt öðrum knattspyrnumönnum eins og
Cristiano Ronaldo og Fernando Torres er
Andrés Iniesta ekki þekktur fyrir að vera
sérstakt kyntákn. Engu að síður getur hann
státað af því að bera ábyrgð á aragrúa
barna um alla Barcelona-borg. Níu mán-
uðum eftir að Iniesta skoraði frægt sig-
urmark í uppbótartíma gegn Chelsea í und-
anúrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið
2009 urðu merkjanlega fleiri fæðingar en
venjulega í borginni. Fjölgunin var talin vera
allt að 45% miðað við vikurnar í kring. Heil-
brigðisstarfsmenn tengdu þessi skyndi-
legu og óvenjulegu fjölgun fæðinga við þá
gleði sem heltók aðdáendur Barcelona í
kjölfar sigurmarks Iniestas. Það hafi virkað
ástarörvandi á þá sem að því urðu vitni.
Börnin sem fæddust á þessu tímabili urðu
þess vegna þekkt sem „Iniesta-kynslóðin“.
Andrés Iniesta
með Meistara-
deildarbikarinn