SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Page 10

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Page 10
10 18. júlí 2010 Dr. Hjalti Hugason H ér á landi starfar evangelísk-lúthersk þjóðkirkja á grundvelli 62. gr. stjórnarskrárinnar. Ríkið, sam- félagið og jafnvel þjóðin eru hins vegar ekki lúthersk í neinum hefðbundnum skilningi. Í hæsta lagi er mögulegt að segja að þessi fyrirbæri séu veraldlega, sögulega lúthersk. Með því er átt við að siðir, venjur, menning og sam- félagshættir mótist að ýmsu leyti af því að hér hefur starfað lúth- ersk kirkja frá því um miðja 16. öld. Allt fram undir aldamótin 1900 tilheyrði þjóðin í heild þessari kirkju og mikill meirihluti hennar allt fram á þennan dag. Auðvitað hefur þessi langa saga markað spor sem enn má greina. Grunngildi Að svo miklu leyti sem ríkið, yfirbygging samfélagsins, lög- gjafar-, framkvæmda- og dómsvaldið, hefur skilgreint gildakerfi hvílir það á hugsjónum lýðræðis, jafnréttis og almennra mann- réttinda. Þess vegna er t.a.m. eðlilegt að ein hjúskaparlög gildi fyrir alla óháð kynhneigð. Samfélagið, þ.e. innviðir þjóðlífsins eftir að ríkisvaldinu sleppir, hlýtur að byggja á þessum sömu grunngildum. Þar er t.d. átt við skólann, heilbrigðiskerfið og aðrar sambærilegar samfélagsstofnanir. Þjóðin, fólkið í landinu, við sjálf, byggjum hins vegar á fjöl- breyttari og óskilgreindari gildum. Þau sem mér virðast mest áberandi eru fullveldis-, sjálfstæðis- og þjóðernishyggja. Þrátt fyrir hrun og félagslegar hrakfarir af sjálfra okkar völdum er stutt í hugmyndir um „stórasta land í heimi“, óþrjótandi mögu- leika okkar til að ná alheimsforystu á þessu sviðinu eða hinu og drauminn um að lifa frjáls og óháð á Ultima Thule. Við gleymum því þá að frá 1262 höfum við ekki verið óháð nema í fáein ár. Fyrst vorum við háð Norðmönnum, síðar Dönum og loks Könum frá herstöðvasamningi til 2006. Aðeins þjóðkirkjan hefur lagalega skilgreindan gilda- eða kenningagrunn og hann er evangelísk-lútherskur. Á þeim grunni þarf hún að taka afstöðu til stefna og strauma sem gætir á vettvangi ríkis, samfélags eða þjóðar – þar á meðal einna hjú- skaparlaga svo enn sé tekið nýtt dæmi. Er þjóðkirkjuskipan verjandi? Nú á dögum er þráfaldlega spurt: Hvers vegna að halda í þjóð- kirkjuskipan og er það hægt ef grunngildi ríkisins eru lýðræði, jafnrétti og almenn mannréttindi? En óhjákvæmilega er það svo að í þjóðkirkjuskipan felst mismunun. Jákvæð mismunun er ekki talin brjóta í bága við almenn mannréttindi svo fremi sem hún skerðir ekki frelsi annarra – í þessu tilviki annarra trúfélaga – og að fyrir henni séu málefnaleg rök. Fyrir þessu eru til alþjóðlegir og innlendir úrskurðir þegar um kirkjuskipan ræðir. Þar á meðal hæstaréttardómur frá 2007. Þjóðkirkjuskipanin brýtur því ekki gegn grunngildum hins op- inbera meðan fyrir henni er pólitískur meirihluti. En hvað um hin málefnalegu rök? Oft eru tilfærð einföld söguleg rök fyrir áframhaldandi þjóð- kirkjuskipan. Hér skal litið svo á að þau séu ekki málefnaleg. Einu sinni þjóðkirkja merkir ekki alltaf þjóðkirkja! Framtíð þjóðkirkjunnar ræðst öðru fremur af þeim hlutverkum sem hún gegnir í samfélaginu og meðal þjóðarinnar. Gild rök Enn kýs mikill meirihluti þjóðarinnar að tilheyra þjóðkirkjunni. Óþarfi er að ætla að það stafi af vanafestu eða vanþekkingu um réttindi sín og skyldur. Meirihluti þessa fólks kallar eftir þjón- ustu kirkjunnar á helstu merkisdögum ævi sinnar í gleði og þraut. Önnur trúfélög hafa ekki gengið inn í þetta hlutverk nema þegar fá prósent þjóðarinnar eiga í hlut. Í þessu felast gild rök fyrir þjóðkirkjuskipan. Þjóðkirkjan gegnir nú fáum lögboðnum samfélagshlutverkum eins og vera ber í veraldlegu samfélagi. Óformleg samfélags- hlutverk hennar eru aftur á móti mörg, þau standa öllum til boða og eru endurgjaldslaus: Þjóðkirkjan rekur öflugt barna- og ung- lingastarf með tvímælalaust forvarnargildi. Með sálgæslu býður hún upp á stuðningsþjónustu fyrir þau sem glíma við lífsvanda af ýmsu tagi. Með kærleiksþjónustu (díakóníu) hefur hún á síðustu áratugum veitt þeim sem standa höllum fæti aukinn félagslegan stuðning. Með innanlandsaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar hefur hún byggt upp vaxandi efnahagsaðstoð við þau sem búa við skort. Í helgihaldi býður hún öllum sem þiggja vilja griðarstað og griðarstund í stríðum straumi áreita og krafna daglegs lífs. Þetta eru allt gild rök fyrir þjóðkirkjuskipan. Þær aðstæður kunna að skapast á komandi misserum að þjóð- kirkjan verði að veita enn meiri og enn betri þjónustu á öllum þessum sviðum til að verða betri evangelísk-lúthersk þjóðkirkja, þ.e. kirkja sem líður og stríðir með þjóð sinni. Höfundur er prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Ríki, samfélag, þjóð — og þjóðkirkja 7:30 Vakna eftir hálftíma baráttu við snooze-takkann, fæ mér skyrboozt með jarð- arberjum og banana í morg- unmat og skola því niður með sterku kaffi. Því næst hjóla ég niður á Austurvöll í vinnuna. 8:00 Mæti á Café París og geri allt tilbúið fyrir opnun, baka smjördeigshorn, kveiki á öllum vélum og set kaffibolla og vatnsglös á borð fastakúnn- anna. 9:00 Staðurinn opnaður og heldri mennirnir fara að láta sjá sig í kaffi, fljótlega á eftir þeim koma nokkrir ferðamenn í morgunmat og fast á eftir þeim koma nýbakaðar mæður og feður með barnavagna æst í að fá sér kaffi latte. 11:00 Staðurinn er að verða þéttsetinn og fleira starfsfólk kemur eitt af öðru á vaktina. Útiborðin eru sett upp, það er varla búið að setja stóla við borðin og þá eru þau orðin fullsetin. Þá fyrst þurfum við starfsfólkið að setja í 5. gír. 12:00 Loksins er tími til að senda mig í mat og ég fæ mér Sesarsalat og stórt glas af trönuberjasafa. Þá gefst mér tími til að lesa yfir blöðin og fá nýjustu fréttir á hreint. 12:30 Vaktin er meira en hálfnuð og nú líður tíminn hratt enda er glampandi sól á Austurvelli og slegist um hvert borð. Brjálað að gera og kaffi- og bjórpantanirnar ætla engan enda að taka. Ég lifi daginn af með nokkrum tvöföldum cappuccino. 15:23 Sólbakaðir rónar fara að vera með dólgslæti á bekkjunum á Austurvelli og trufla fólkið sem er að reyna að njóta veðurblíðunnar, þá er hringt í lögregluna og hún mætir skömmu seinna og keyrir þá upp á lögreglustöð og leyfir þeim að sofa úr sér. 18:00 Áður en ég veit af er klukkan orðin sex og vaktinni minni lokið. Ég hef ekki orku í að hafa mig af stað heim svo ég sest á eitt útiborð og fæ mér einn kald- an. 19:00 Dreif mig heim í grill þar sem humar og hvít- vín var á boðstólum og end- aði þannig langa vinnuhelgi. Svo var spjallað og spilað fram eftir kvöldi. kjartan@mbl.is Dagur í lífi Garðars Þórs Jónssonar, þjóns á Café París Morgunblaðið/Eggert Í fimmta gír á París Það er víðar en á Íslandi sem sólin skín og raunar hefur sól- skinið verið jafnvel enn ákafara hjá grönnum okkar í Evrópu undanfarna daga. Hitinn hefur verið allt að því óbærilegur víðast hvar svo fólk hefur brugðið á ýmis ráð til að þrauka. Þetta sprund kældi sig niður með aðstoð viftu og vatnsbrúsa í hitunum í höfuðborginni Róm á Ítalíu í gær. Veröld Með viftu og vatnsbrúsa Reuters

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.