SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 13

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 13
Leonardo DiCaprio í hlutverki Cobbs í Inception sem frumsýnd verður hér á landi á miðvikudaginn. „Mig dreymir að jafnaði ekki mikið og hef lítið stundað draumráðningar til þessa. Ég reyndi samt að búa mig undir hlutverkið á þann hátt sem ég hef tileinkað mér og las mér til um draumráðningar og sálræna merkingu draumfara,“ segir Leonardo DiCaprio. Reuters „Ég hef verið afar heppinn með hlutverk upp á síðkastið og leikið mjög sterka einstaklinga. Frá sjónarhorni leikarans er alveg frábært að fá svona mikla útrás, þetta er hreinsandi fyrir sál- ina. Maður getur sannarlega rekið út marga djöfla með þessu!“ segir Leonardo DiCaprio, sem talar hér um myndina Inception og sálhreins- unina sem getur átt sér stað á starfi leikarans. Auðna Hödd Jónatansdóttir F áar konur milli átta ára og átt- ræðs myndu slá hendinni á móti því að hitta hjartagullið Leonardo DiCaprio. Kannski er það þess vegna sem ég er stödd á Dorc- hester-hótelinu í Lundúnaborg. Mögu- lega er þetta svolítið spennandi, að minnsta kosti nægilegt tilefni til að hringja í ömmu, sem lét í ljós nokkra öfund. Þegar DiCaprio gengur inn í herbergið slær þögn á mannskapinn. Hann er karlmannlegri en áður, ekki lengur sæti smádrengurinn sem allir muna eftir úr Titanic. Hann er hingað kominn til að kynna nýjustu mynd sína, Inception. Í myndinni fer Leonardo DiCap- rio með hlutverk Doms Cobb sem er konungur hugmyndaþjóf- anna. Varnarlaus fórn- arlömb hans sofa djúpum draumsvefni þegar hann laumast inn í undirmeðvitund þeirra og stelur vitn- eskju sem þau myndu aldrei láta af hendi í vöku. Þessi sérstaki hæfileiki hefur orðið til þess að hann er eft- irsóttur iðnnjósnari en hefur að sama skapi glatað því sem skiptir mestu máli í lífinu; hann er alþjóðlegur flóttamað- ur, eftirlýstur í Bandaríkjunum, og kemst ekki heim til barna sinna. Þegar voldugur viðskiptajöfur býður Cobb tækifæri til að endurheimta líf sitt með einu verkefni enn getur hann vart á sér setið. Það eina sem flækir málin er að verkefnið er frábrugðið fyrri verkefnum hugmyndaþjófsins; í þetta skipti á hann ekki að stela hug- mynd heldur þarf hann að koma nýrri hugmynd fyrir! Draumkenndur metnaður DiCaprio er mælskur á blaðamanna- fundinum, en kemur sér beint að efn- inu, ekkert óþarfa orðskrúð þar. „In- ception er síður en svo ein- föld og ég þurfti að lesa hand- ritið nokkrum sinnum og ræða þetta í smáatriðum við Chris [Nolan, leik- stjóra myndarinnar] til að skilja hugmyndina almennilega. Heild- arhugmyndin sýnir verulegan metnað; að skapa skemmtilega Út með djöflana! 18. júlí 2010 13

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.