SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 14
14 18. júlí 2010
Hollywood-mynd sem tekur á tilvist-
arspurningunni á vitsmunalegan hátt.“
(Miskurteisisleg hóstaköst víðsvegar
um herbergið gefa til kynna að ýmsum
þyki boginn hátt spenntur.)
„Mig dreymir að jafnaði ekki mikið
og hef lítið stundað draumráðningar til
þessa,“ segir DiCaprio. „Ég reyndi samt
að búa mig undir hlutverkið á þann
hátt sem ég hef tileinkað mér og las
mér til um draumráðningar og sálræna
merkingu draumfara. Að lokum gerði
ég mér þó grein fyrir því að þetta yrði
allt öðruvísi ferli en ég á að venjast.
Hvernig Chris ætlaði sér að láta fjögur
stig undirmeðvitundarinnar í mismun-
andi manneskjum orka hvert á annað
til að skapa samverkandi söguþráð – ég
ákvað bara að láta honum það al-
gjörlega eftir …,“ segir hjartaknúsarinn
og hlær smitandi hlátri.
Draumastarfið
„Leiklistin er án efa draumastarfið
mitt,“ segir Leonardo DiCaprio. „Mér
finnst ég vera gríðarlega heppinn að
geta séð fyrir mér með því að leika í
kvikmyndum. Það er mikil upplifun að
setja sig í spor annars manns svo mán-
uðum skiptir. Líf leikarans er heltekið
af þeim hugðarefnum og kring-
umstæðum sem hlutverkið felur í sér
og tilfinningalífið hlýtur að bera keim
af því. Hvernig myndi viðkomandi
bregðast við hinu eða þessu?“
Leikarinn segir það hafa verið
dásamlega reynslu að vinna með Mar-
ion Coutillard, en hún leikur látna eig-
inkonu hans í myndinni. „Hún hefur
svo gríðarlegt vald á tilfinningum sín-
um og tjáningu þeirra að hvert svip-
brigði og augnatillit er fínstillt. Næst-
um eins og leikkona úr þöglu
myndunum. Svo áttum við miklar
heimspekilegar samræður um hvað í
ósköpunum við værum að reyna að
túlka. Persóna hennar er að vissu
marki endurvarp úr hugsunum minnar
persónu en um leið var hún til í raun-
heiminum. Þannig gátum við farið
endalaust í hringi …“
DiCaprio tekur sér gúlsopa af vatni í
ensku hitabylgjunni og heldur áfram.
„Ég hef verið afar heppinn með hlut-
verk upp á síðkastið og leikið mjög
sterka einstaklinga. Frá sjónarhorni
leikarans er alveg frábært að fá svona
mikla útrás, þetta er hreinsandi fyrir
sálina. Maður getur sannarlega rekið út
marga djöfla með þessu!“
Draumar DiCaprios
„Þess má þó geta, til gamans, að mig
dreymdi skemmtilegan draum um dag-
inn,“ segir DiCaprio. „Ég ætla ekki að
fara út í smáatriði, en ég vissi að mig
var að dreyma og draumurinn var á
mínu valdi. „Bíddu hægur,“ hugsaði ég
með mér. „Ég get skapað allt eftir eigin
geðþótta, hagrætt umhverfi mínu að
vild!“ Svo lék ég mér við að stjórna
draumförum mínum á mjög súrreal-
ískan hátt og skemmti mér konunglega
við það – án þess að reka nokkuð
minni til þess að ég var að ljúka við
kvikmynd um þetta efni.“
Vart er hægt að ljúka þessu viðtali án
þess að spyrja DiCaprio hvort hann eigi
sér draum. Það stendur ekki á svari.
„Ég vildi það helst að við gætum farið
betur með umhverfið okkar,“ segir
hann. Leonardo DiCaprio veit vel
hvaða hugmynd hann myndi koma
fyrir í höfðinu á aðstandendum olíu-
fyrirtækisins BP ef hann byggi yfir
hæfileikum þeim sem Dom Cobb ræður
yfir. „Takið til eftir ykkur,“ segir hann
án hiks. Svo verður hann alvarlegri á
svip og heldur áfram. „Vonandi verður
þetta hræðilega umhverfisslys til ein-
hvers góðs; að fólk hætti að bora eftir
olíu og fari að leita leiða til að nota
hreinni og öruggari orkugjafa sem eru
betri fyrir okkur og umhverfið okkar.
Við verðum bara að vona það besta.“
Þ
ess var vandlega gætt að ekk-
ert kvisaðist út um efni
myndarinnar fyrr en nú. Til
hvers stóðuð þið í þessum
feluleik?
Það er erfitt að halda nokkru fersku
nú til dags; tæknin er komin svo langt
að áhorfendur virðast vita allt um
myndirnar manns áður en maður er
einu sinni búinn að gera þær. Sjálfum
finnst mér fátt skemmtilegra en að fara í
bíó og vita ekkert hvað er að fara að
gerast þegar ljósin slokkna. Ég vildi gefa
áhorfendum myndarinnar færi á þessu.
Svo dæmir hver fyrir sig.
Hvaðan kemur hugmyndin að Incep-
tion?
Mig hefur alltaf langað að fjalla um
drauma en fyrir um tíu árum fékk ég
hugmyndina að Inception; um alla
möguleikana sem opnuðust ef hægt væri
að deila draumförum sínum með öðrum.
Ég vildi gera glæpamynd þar sem vett-
vangur glæpsins væri inni í höfðinu á
fórnarlambinu.
Hver voru helstu markmiðin og
áskorarirnar við gerð myndarinnar?
Þema verkefnisins kjarnast ef til vill í
orðum Doms Cobb þegar hann segir að
draumarnir virðist raunverulegir á með-
an við erum í þeim. Allt sem við gerðum
miðaðist við að halda í sem trúlegasta
umgjörð, þannig að draumheimarnir
virtust trúlegir þótt ótrúlegir hlutir ættu
sér stað. Þetta skapaði áskoranir fyrir
ýmsar deildir í framleiðsluferlinu; t.d.
þegar flutningalest kemur æðandi niður
götuna og klessir bíla, vildum við gera
þetta í alvörunni. Við fórum líka á raun-
verulega tökustaði og ferðuðumst um
allan heim, skíðuðum í stórhríð og
ámóta. Vonandi skilar það sér í áþreif-
anlegum draumaheimi með raunveru-
leikablæ.“
En draumaheimurinn er ekki raun-
verulegur; hann lýtur ekki sömu
reglum og raunheimurinn …
„Heimur sérhverrar kvikmyndar þarf
að fylgja sínum eigin reglum og hið
sama á við um draumaheiminn. Hann er
í eðli sínu takmarkalaus, en til þess að
hægt sé að gera hann að sögusviði þarf
að setja niður ákveðnar grundvalla-
reglur, setja honum skorður, þannig að
áhorfandinn hafi einhverja fótfestu í
söguþræðinum. Hjá mér var það lyk-
ilatriði að láta söguna snúast um rán og
svikráð, þar sem vélað er um raunveru-
leikaskyn annars manns. Fyrir vikið
þurfa söguhetjurnar að fylgja tilteknum
reglum til þess að ekki myndist brestir í
þeirri tálsýn raunveruleikans, sem notuð
er til þess að glepja fórnarlambið. Um
leið veit áhorfandinn að möguleikarnir
eru óþrjótandi.“
Telur þú að einhvern tíma verði hægt
að deila draumum sínum með öðrum?
„Þótt ég hafi notið þess að leika mér
með hugmyndina um að hægt væri að
deila draumum með öðrum tel ég ekki
miklar líkur á að slíkt verði að raun-
veruleika,“ segir Nolan. Draumfarir gera
okkur kleift að skapa umhverfi okkar og
skynja það í senn, nokkuð sem nútíma-
tækni fer víðs fjarri að leika eftir. Það
sem meira er, mér finnst mjög mik-
ilvægt að draumar séu einkamál. Það er
einstaklingnum dýrmætt að hafa tæki-
færi til að líta á lífið frá öðru sjónarhorni
á hverri nóttu og vinna úr sínum málum
í draumi án þess að af því hljótist nokk-
ur eftirmál.
Christopher Nolan ásamt Michael Caine og Marion Cotillard á frumsýningu Inception í París á dögunum.
Reuters
Vélað um tálsýn
raunveruleikans
„Ég vildi gera glæpa-
mynd þar sem vett-
vangur glæpsins væri
inni í höfðinu á fórn-
arlambinu,“ segir leik-
stjóri Inception, Chri-
stopher Nolan.