SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 32
K
lambratún skal það heita. Borgarráð Reykja-
víkur samþykkti einróma í síðustu viku til-
lögu Jóns Gnarrs borgarstjóra þess efnis að
nafni Miklatúns skyldi breytt aftur í
Klambratún. Nafninu var breytt í Miklatún á sjöunda
áratugnum en í rökstuðningi breytingarinnar nú er sagt
að nafnið hafi aldrei unnið sér sess í hugum borgarbúa
sem hafi haldið áfram að kalla það Klambratún í daglegu
tali. Á túninu hafa borgarbúar um árabil getað iðkað
hvers kyns frístundir, körfubolta, fótbolta og brenni-
bolta. Þá má jafnvel sjá stangveiðimenn æfa sig í garð-
inum og golfara munda kylfur. Þá er listasafnið Kjarvals-
staðir enn ónefnt. Þótt mörgum, ef ekki flestum, sé tamt
að tala um Klambratún vita líklega færri hvaðan nafn
þessa vinsæla almenningsgarðs er komið.
Klambratún heitir eftir bænum Klömbrum sem stóð á
túninu miðju, rétt fyrir aftan þar sem Kjarvalsstaðir
standa nú, allt til ársins 1965 þegar síðasta húsið var rifið.
Það var Magnús Júlíusson, læknir og borgarfulltrúi, sem
byggði bæinn árið 1925 og nefndi hann eftir ættaróðali
sínu í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu. Fyrir á
túninu voru bæirnir Sunnuhvoll og Háteigur. Þar reyndi
Magnús fyrir sér með sauðfjárrækt en hann var formaður
Fjáreigenda í Reykjavík. Árið 1934 seldi Magnús hins
vegar dönskum manni Klömbrur, Christian Harald Hyl-
dalh Christensen, sem hafði flutt til landsins þremur ár-
um fyrr. Christensen, sem var síðasti bóndinn á Klömbr-
um, hefði orðið 100 ára gamall á sunnudag, 18. júlí, og í
tilefni þess og nafnbreytingarinnar hefur Reykjavík-
urborg ákveðið að koma fyrir söguskilti á túninu síðar í
sumar.
Kunni að bjarga sér
Ólöf Kristín Sveinsdóttir dóttir Sveins Christensen, elsta
sonar bóndans á Klömbrum, hefur í tilefni aldarafmæl-
isins viðað að sér gögnum um afa sinn og ömmu, Ólöfu
Pálínu Ólafsdóttur, og bæinn Klömbrur sem hún náði
sjálf aldrei að sjá. Eins og áður sagði kom afi hennar frá
Danmörku til Íslands árið 1931 og gerðist vinnumaður á
Reykjum í Mosfellssveit þar sem hann kynntist ömmu
Ólafar sem alltaf var kölluð Lóa. Þau giftu sig árið 1934 og
hófu eigin búskap á Klömbrum í Reykjavík.
„Þau hófu kúabúskap, höfðu um tólf kýr eftir því sem
ég kemst næst, og afi varð strax mjólkurpóstur hverf-
isins. Mjólkin var keyrð út á hestvögnum en fólk kom
líka heim á bæinn til að kaupa hana svo oft var röð fyrir
utan mjólkurskúrinn,“ segir Ólöf. Þá byrjaði Christian-
sen fljótlega að rækta grænmeti og tók stóran skika jarð-
arinnar undir rækt. Afraksturinn, rófur, gulrætur, hvít-
og blómkál, næpur, rabarbara og kartöflur, seldi hann á
markaði á Óðinstorgi að sögn Ólafar en einnig með
mjólkinni sem var keyrð út.
Bóndinn galvaski tók einnig að sér ýmis verk til þess
að drýgja tekjurnar. „Árið 1935 tók hann að sér að heyja í
Þerney í Kollafirði en mörgum þótti djarft að ráða óvan-
an mann til þess verks. Það fór þó allt vel og heybagg-
arnir komu á land á hefðbundinn máta eins og tíðkast
hafði um aldaraðir á Íslandi,“ segir Ólöf. Auk þess átti
Christensen tún á Þvottalaugabletti þar sem Glæsibær
stendur nú en þaðan flutti hann hey niður í hlöðuna á
Klömbrum með hestvagni. Var heyið keyrt niður Suður-
landsbrautina, út Rauðarárstíginn og inn að bænum.
Þá er ónefnd þjónustan sem rekin var á Klömbrum við
hestamenn. „Þar bauðst utanbæjarmönnum að geyma
hestana sína til skemmri eða lengri tíma á meðan þeir
voru í bænum. Þetta var nokkurs konar forveri bíla-
stæðahúsanna,“ segir Ólöf og hlær.
Slátrað og reykt
Fljótlega hóf Christensen bóndi að nota fjárhúsin til þess
að slátra fyrir nágrannana og voru það aðallega svín og
stórgripir. „Ég man eftir að afi sagði að þarna hefði orðið
til markaður fyrir ferskt kjöt í Reykjavík og Danir hefðu
komið mikið til hans til að fá kjöt eins og þeir voru vanir
að heiman en það var annars erfitt að fá hér,“ segir Ólöf
um sláturhúsið á Klömbrum. „Í kringum 1943 og 1944
hefur slátrunin verið orðin það umfangsmikil að fyr-
irtæki var stofnað um hana.“ Hinn 1. maí 1944 stofnaði
Christensen Kjöthöllina í samstarfi við annan Dana, Hans
Blomsterberg, en hann var lærður slátrari og pylsugerð-
armaður, ólíkt Christensen. Kjötvinnslan varð að ævi-
starfi bóndans og opnuðu þeir félagar kjötverslun í fjós-
inu á Klömbrum og skömmu síðar opnaði hann reykhús í
hlöðunni. Árið 1950 fluttist starfsemin í verslun á Há-
teigsvegi 2 og var þá hætt að afgreiða kjöt beint frá
Klömbrum en þremur árum síðar var hætt að slátra á
Klömbrum. Árið 1965 hætti Christensen með reykhúsið.
Kjöthöllin er rekin enn þann dag í dag af sonum Chris-
tensens, þeim Sveini Henriki, föður Ólafar, og Birni Inga.
Þótti ófínt nafn
Árið 1946 leysti bæjarsjóður til sín Klömbrur og
Klambratún. „Í aðalskipulagi bæjarins var gert ráð fyrir
almenningsgarði á þessu svæði,“ segir Ólöf um ástæður
þessa. „Bóndabærinn var líka orðinn aðþrengdur af
byggðinni í kring. Það var svo komið að sagt var að fólk
Túnið við Klömbrur
Nú á aldarafmæli síðasta bónd-
ans á Klömbrum hefur almenn-
ingsgarðurinn sem reis á bæj-
arstæðinu endurheimt nafn sitt.
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
32 18. júlí 2010