SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Blaðsíða 33
Hjónin á Klömbrum byrjuðu búskap með tólf kýr og seldu mjólk. Í bakgrunni vinstra meginn sést glitta í Austurbæjarskóla. heyrði í svínunum hrína þegar verið var að slátra þeim!“ Að sögn Ólafar tók það svo tímana tvenna að ákveða hvað skyldi gera við túnið og margir hafi falast eftir að fá að byggja á því. „Það var meðal annars lagt til að byggja menntaskóla þarna með garð í kringum hann en sem betur fer stóð borgin í fæturna í þessu máli og hélt sig við að þarna ætti að vera almenningsgarður.“ Það var ekki fyrr en árið 1965 að bæjarhúsin voru rifin en fjölskyldan bjó á Klömbrum allt til ársins 1963. Amma Ólafar, Lóa, hafði í gegnum árin búið til garð við bæinn með blómum og trjám og var hann margrómaður fyrir fegurð. Var oft setið þar úti á bekkjum við borð og góða veðursins á sumrin notið. „Þegar til stóð að rífa bæinn fór amma á fund Hafliða Jónssonar, garðyrkjustjóra Reykja- víkur, til að fá að vita hver afdrif garðsins yrðu. Hann tjáði henni að hann yrði rifinn eins og úr varð. Þá tók hún upp á að gefa úr garðinum rifs- og sólberjarunna auk birkitrjáa þannig að garðurinn lifir ennþá hér og þar í sumarbústöðum og á lóðum í borginni,“ segir Ólöf og brosir. Árið 1964 var stytta reist af stórskáldinu Einari Bene- diktssyni á túninu og hugmyndir voru uppi um að reisa listamannaskála á túninu. Þá þótti Klambratúnsnafn- giftin ekki nógu virðuleg fyrir eins virðulegan mann og starfsemi. Þannig mátti lesa í lesendabréfi í Morg- unblaðinu árið 1964: „Dagblöðin hafa nýlega birt mynd af minnismerki um Einar skáld Benediktsson, sem fyr- irhugað er að reisa á Klambratúni. En er hægt að setja upp minnismerki um listaskáldið á Klambratúni? Ég held ekki, ekki vegna staðarins, hann er ágætur, en nafnið er fráleitt. […] Nafnið er ekki fallegt, að mínum dómi, og aðflutt.“ Þannig tók Geir Hallgrímsson, þáverandi borg- arstjóri, upp á því að nefna túnið Miklatún í samræmi við það. En nú hefur túnið sumsé endurheimt nafnið sem flestum finnst vera hið eina sanna: Klambratún. Christensen bóndi á Klömbrum ræktaði meðal annars rabbabara á túninu heima. Lóa og Christensen bóndi við heyskap á Klambratúni. Þeim á hægri hönd er gestur að hjálpa þeim að raka saman heyi. Bærinn Klömbrur á fimmta áratug síðustu aldar. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson 18. júlí 2010 33 Ef margir spyrja sig hvaðan Klambratúnsnafnið er komið þá eru þeir sennilega enn fleiri sem klóra sér í höfðinu yfir merk- ingu þessara Klambra sem túnið er kennt við. Baldur Jónsson heitinn, prófessor og málfræð- ingur, skrifaði tvær greinar í tímaritinu Orði og tungu sem Orðabók Háskólans gefur út ár- lega um merkingu orðsins og örnefnisins þar sem hann reynir að skýra rugling sem hefur verið með notkun þess. Eins og áður kom fram tók Magnús Júlíusson Klambra- nafnið með sér frá heimaslóð- unum en eins og Baldur bendir á í grein sinni hét sá bær ávallt Klömbur í jarðabókum. Sam- kvæmt heimildum Baldurs voru staðhættir þannig í Vesturhópi að þar var landþröng mikil og þaðan sé nafnið komið. Hefur hann eftir Margeiri Jónssyni á Ögmundarstöðum: „Bæj- arnafnið Klömbur þýðir því (kletta)þrengsli, og það er í góðu samræmi við landslag hjá bæn- um Klömbur í Vesturhópi. Bær- inn stendur rjett framan við mynnið á Ormsdal, er liggur vestur í Vatnsdalsfjöllin, og beggja megin við dalsopið eru klettar, og þrengjast því ofar sem dregur í dalinn.“ Skýringin á mismunandi rit- hætti örnefnisins sé að kven- kynsorðið klömbur, fleirtölu- orðið klömbrur og kvenkynsorðið klambra eru „samvaxin eða flækjast hvert í öðru“ sem ylli ruglingi jafnt á meðal lærðra og leikra. Upp- haflega nafnið hafi verið Klömbur en síðar hafi menn tekið orðinu sem fleirtöluorði og því talað um Klömbrur. Hvað eru klömbrur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.