SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 37

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Side 37
18. júlí 2010 37 Reuters Innblástur Maurice Flitcroft til að verða boðflenna á Opna breska meistaramótinu var bandaríski póstflokkarinn Walter Danecki. Þannig var dulnefnið Gene Paycheki lík- lega til heiðurs Danecki auk þess að vísa til launatékkans sem Flitcroft vonaðist til að fá fyrir að sigra mót. Flitcroft skrifaði í minningar sínar um Danecki: „Walter vildi verða atvinnukylfingur en var stöðv- aður af PGA Bandaríkjanna og þröngsýni þeirra að allir yrðu að sýna fram á hæfi- leika sína fyrirfram.“ Danecki var frá Milwaukee í Winsconsin-ríki þar sem hann hafði aðallega leikið um helgar á almenningsvöllum en árið 1965 ákvað hann að hann langaði til að taka þátt í Opna breska mótinu. Hug- myndin var að sameina fyr- irhugað sumarfrí á Bretlandi við það að spila á Opna breska. Þegar Danecki fyllti út umsóknina um þátttöku skráði hann sig sem atvinnu- mann frekar en áhugamann því hann vildi vinna það stórfé sem var í boði fyrir sig- urvegarann meðal atvinnu- mannanna. Úr varð að umsókn Da- neckis var samþykkt af R&A og fékk hann að leika for- keppni mótsins á Hillside- vellinum. Fyrri hringinn fór Danecki á 108 höggum og gerðu starfsmenn R&A ráð fyrir að hann myndi draga sig í hlé og voru jafnvel komnir með varamanna til þess að leika seinni hringinn í staðinn fyrir hann. Danecki lét þó ekki deigan síga og mætti galvaskur á teig fyrir seinni hringinn. Sá endaði engu bet- ur en sá fyrri, 113 högg og 221 allt í allt, heilum 70 höggum frá því að komast inn á aðalmótið. Þrátt fyrir ófarirnar var Da- necki alla tíð stoltur af þátt- töku sinni á mótinu. „Hann komst ekki áfram en hann fór þó þangað,“ sagði eiginkona hans síðar. „Sumir vildu gera einhvern brandara úr þessu en hann var enginn brandari. Af hverju ætti hann að skammast sín? Hversu mörg okkar hefðu nokkru sinni haft hugrekki til að gera það sem okkur dreymdi um að gera? Hann Wally minn gerði það.“ Fyrirmynd boðflennu ’ Hversu mörg okk- ar hefðu nokkru sinni haft hugrekki til að gera það sem okkur dreymdi um að gera? Hann Wally minn gerði það

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.