SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Qupperneq 39

SunnudagsMogginn - 18.07.2010, Qupperneq 39
18. júlí 2010 39 Þ að er nú ekkert rosalega langt síðan ég varð 38 ára gamall. Og enn styttra síðan ég varð 39 ára. Tíminn líður alveg svakalega hratt þessa dag- ana. Mér finnst eins og ég hafi séð gömlu Pepsi- auglýsinguna með Magga Scheving í fyrsta skiptið bara í gær. Og til að bæta gráu ofan á svart verð ég svo 40- tugur á næsta ári. Ég veit þó alveg hvað þú ert að hugsa akkúrat núna, kæri lesandi. Þú ert að hugsa; hvernig getur það verið? Hvernig getur það verið að þessi unglegi maður sé að verða 40-tugur? Málið er, ég fer eftir ákveðnum lög- málum þegar kemur að því að halda mér ung- legum. Þau eru eftirfar- andi: Nr.1: Bíddu með það eins lengi og þú getur að verða kynþroska. Ég persónulega beið þangað til ég varð 27 ára. Þegar ég hugsa til baka þá fannst mér einhvern veginn eins og allir fé- lagar mínir hefðu farið saman í Hormónabúðina án þess að láta mig vita. Allt í einu voru allir komnir með djúpar raddir og orðnir hávaxnir og loðnir á mjög svo skrítnum stöðum. Og ekki voru stelpurnar neitt öðruvísi. Þær gengu í gegnum þessar líka svakalegu breytingar. Ég man til dæmis eftir einni stelpu, held að hún hafi heitið Sóley. Fyrir hádegi leit hún út eins og hún hafði alltaf gert, bara ung og saklaus. Eftir hádegi gekk hún inn í ís- lenskutíma og var allt í einu orðin að konu. Komin í pils, hælaskó, meik-up og farin að deita Stebba Hilmars. En ég er að græða á þessu núna. Núna lít ég út fyrir að vera mjög unglegur á meðan flestir af jafnöldrum mínum líta út eins og Gísli á Uppsölum. Nr.2: Nægur svefn. Og ekki bara átta tíma nætursvefn, heldur snýst þetta um að leggja sig. Oft. Rannsóknir hafa sýnt að á meðan maður sefur eldist maður ekki. Í gegn- um tíðina hefur verið svolítið deilt á mig fyrir það að ég leggi mig aðeins of mikið. Mitt svar er: sjáðu andlitið á mér. Nr.3: Forðastu heilbrigðiskerfið. Heilbrigðiskerfið er fullt af fólki sem er búið að sitja á skólabekk mjög lengi og læra allskonar hluti. Og þetta fólk mun ekki undir nokkrum kringumstæðum láta þig óáreittan ef það getur. Ef þú ferð og hittir lækni vegna hósta þá geturðu bókað að hann mun finna eitthvað annað að þér. Með allan þennan aðgang að öllum þessum lyfjum og öllum þessu dýru tækjum þá mun hann finna eitthvað. Og áhyggj- urnar yfir því munu hraða öldrunarferlinu. Nr.4: Forðastu stress. Það er löngu búið að sanna það að stress gerir það að verkum að fólk eldist fyrr. Ein besta leiðin til að losa sig við stress er einfaldlega að losa stressið yfir á aðra. Svo er líka hægt að fara í jóga. Það er voðalega vinsælt. Fyrir þá sem ekki hafa prófað jóga, þá er jóga í grunninn ákveðnar öndunaræfingar sem urðu til hjá hindúum fyrir hundruðum ára. Þú situr á gólfinu með fullt af fólki og andar inn og út. Og svo ferðu með möntru. Vinsælasta mantran í dag er: „Þetta er ekkert smá hallærislegur tími. Djöfull langar mig í bjór.“ Nr.5: Vera feitur í framan. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem er feitt í framan er mun unglegra. Galdurinn er auðvitað sá að vera ekki feitur annars staðar. Það er ein vinsæl leið til þess að halda sér feitum í framan. Næg áfengisdrykkja. Ég veit að það er ekkert ofsalega smart að hvetja fólk til mikillar áfengisdrykkju, en fegurðin kostar. Maður þarf að leggja ýmislegt á sig ef maður ætl- ar að líta vel út. Sjáðu bara Donald Trump. Heldurðu að það sé ekki mikil vinna á bak við þessar bústnu kinnar og þessa hárgreiðslu? Maðurinn veit alveg hvað hann er að gera. Ungur að eilífu ’ Í gegnum tíðina hefur verið svolítið deilt á mig fyrir það að ég leggi mig aðeins of mikið. Mitt svar er: sjáðu andlitið á mér. Pistill Bjarni Haukur Þórsson Sunna Dís vigtar bækur fyrir viðskiptavin. Fjölskylda á ferðinni: Símon Kári, Jóhanna Sveinbjörg með Ingunni Maríu, Ingvar Guðmundsson með Kötlu Steinunni, og Ingólfur Karel. Þýsku dorgveiðimennirnir voru kátir með aðstæður og árangur þýska landsliðsins á HM. Kristján Torfi Einarsson og Atli Ottesen eru Vagnstjórarnir.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.